Gordon Brown er staurblindur Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. október 2008 12:09 MYND/PA Þverrandi sjón Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, er að verða áhyggjuefni aðstoðarfólks hans og fleiri samferðarmanna. Brown missti með öllu sjónina á öðru auganu í íþróttaslysi þegar hann var 16 ára. Sjónhimnan á hinu er sködduð og alls ekki útilokað að ráðherrann verði blindur með öllu fyrr en síðar. Brown játar sjálfur í viðtali við breska blaðið Telegraph að hann kunni að koma hálfundarlega fyrir sjónir í ræðustól vegna sjónvanda síns, ekki síst vegna þess að lesi hann eitthvað af blaði þurfi hann að snúa höfðinu töluvert til hliðar svo sjáandi augað nýtist. Ýmsir úr aðstoðarliði Browns hafa nefnt dæmi um það sem sjóndepurð ráðamannsins hefur í för með sér. Til dæmis séu öll minnisblöð sem hann skrifar á tölvu með 36 punkta letri og þreföldu línubili auk þess sem rithönd hans fari ört stækkandi. Eftir ræðu sem Brown hélt á vorþingi Verkamannaflokksins fór hann vitlausu megin af sviðinu og lenti í sjálfheldu þar sem hann fann engan útgang. Tómlegt augnaráð og þvingað bros Nýlega framkvæmdi forsætisráðherrann liðsskoðun hjá her hennar hátignar og þurftu menn þá að bregða skjótt við og kippa John Reid, fyrrum innanríkisráðherra Bretlands, til hliðar þar sem sýnt þótti að Brown myndi ekki gera greinarmun á honum og hermönnunum. Þessar uppljóstranir eru tilraun til að útskýra undarlega framkomu ráðherra í viðtölum og á öðrum opinberum vettvangi þar sem hann starir oft að því er virðist tómlega fram fyrir sig og bregður upp þvinguðu brosi. „Þú skilur Gordon ekki nema þú getir sett þig í spor manns sem lifir í ótta við að verða staurblindur á hverri stundu," sagði vinur ráðherrans blaðamanni Telegraph. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Þverrandi sjón Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, er að verða áhyggjuefni aðstoðarfólks hans og fleiri samferðarmanna. Brown missti með öllu sjónina á öðru auganu í íþróttaslysi þegar hann var 16 ára. Sjónhimnan á hinu er sködduð og alls ekki útilokað að ráðherrann verði blindur með öllu fyrr en síðar. Brown játar sjálfur í viðtali við breska blaðið Telegraph að hann kunni að koma hálfundarlega fyrir sjónir í ræðustól vegna sjónvanda síns, ekki síst vegna þess að lesi hann eitthvað af blaði þurfi hann að snúa höfðinu töluvert til hliðar svo sjáandi augað nýtist. Ýmsir úr aðstoðarliði Browns hafa nefnt dæmi um það sem sjóndepurð ráðamannsins hefur í för með sér. Til dæmis séu öll minnisblöð sem hann skrifar á tölvu með 36 punkta letri og þreföldu línubili auk þess sem rithönd hans fari ört stækkandi. Eftir ræðu sem Brown hélt á vorþingi Verkamannaflokksins fór hann vitlausu megin af sviðinu og lenti í sjálfheldu þar sem hann fann engan útgang. Tómlegt augnaráð og þvingað bros Nýlega framkvæmdi forsætisráðherrann liðsskoðun hjá her hennar hátignar og þurftu menn þá að bregða skjótt við og kippa John Reid, fyrrum innanríkisráðherra Bretlands, til hliðar þar sem sýnt þótti að Brown myndi ekki gera greinarmun á honum og hermönnunum. Þessar uppljóstranir eru tilraun til að útskýra undarlega framkomu ráðherra í viðtölum og á öðrum opinberum vettvangi þar sem hann starir oft að því er virðist tómlega fram fyrir sig og bregður upp þvinguðu brosi. „Þú skilur Gordon ekki nema þú getir sett þig í spor manns sem lifir í ótta við að verða staurblindur á hverri stundu," sagði vinur ráðherrans blaðamanni Telegraph.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira