Lífið Fóstbræður teknir út af Youtube Aðdáendur Fóstbræðra uppgötvuðu sér til mikillar skelfingar að búið var að taka út allt efni sjónvarpsþáttanna af hinni vinsælu vefsíðu Youtube. Fyrir ofan myndböndin stendur skýrum stöfum: „This video is no longer available due to a copyright claim by SMAIS,“ eða „þetta myndband er ekki lengur til vegna kröfu af hálfu Smáís“. Lífið 16.12.2008 07:00 Friðelskendur á Iceasave-túr Tónleikaferð Mugisons um Evrópu, sem gengur undir nafninu Icesave-túrinn, hefur gengið ljómandi vel. Hann segir hljómsveitina ekki hafa orðið fyrir neinu aðkasti þrátt fyrir að margir útlendingar hafi tapað á falli íslensku bankanna. Tónlist 16.12.2008 06:00 Áramótastuð í þriðja sinn DJ Kiki-Ow og DJ Curver halda sitt árlega 90s-partí á skemmtistaðnum Nasa á gamlárskvöld. Þetta er í þriðja sinn sem þau halda partíið og hefur stemningin alltaf verið mjög góð. Nú seinast varð allt brjálað í haust þegar Haddaway spilaði á 90s-kvöldi á Nasa við góðar undirtektir og má því búast við miklu stuði um áramótin. Tónlist 16.12.2008 06:00 U2-plata í febrúar No Line on the Horizon, tólfta hljóðversplata U2, kemur í búðir 23. febrúar á næsta ári. Tónlistarverslunin HMV greindi frá þessu. Mikil eftirvænting er eftir plötunni, sem fylgir eftir How to Dismantle an Atomic Bomb sem kom út fyrir fjórum árum við miklar vinsældir. Tónlist 16.12.2008 05:15 Ríkir Rússar rífa út dýrar merkjavörur „Það gerðist bara hérna á laugardaginn að einhver ríkur Rússi gekk út með pelsa og jakkaföt fyrir hátt í milljón,“ segir Páll Kolbeinsson, einn eigenda tískuvöruverslunarinnar Sævar Karl í Bankastræti. Svo virðist að með falli krónunnar hafi skapast markaður fyrir vel stætt fólk að utan að koma hingað og kaupa sér dýr föt og annan lúxusvarning. Armani-jakkaföt og aðrar munaðarvörur sem þjóð í kreppu lætur sig bara dreyma um þessa dagana er pakkað niður í ferðatöskur og rata á fataslár erlendra auðmanna. Lífið 16.12.2008 05:00 Á toppnum í Makedóníu Nýjasta lag Brynjars Más Valdimarssonar, Runaway, er það vinsælasta í Makedóníu í dag. Lagið fór beint í efsta sætið á vinsældalista útvarpsstöðvarinnar Radio 106, sína fyrstu viku á lista, sem er einstakur árangur. Sló það við lögum með stjörnum á borð við Tinu Turner, Boyzone, Duffy, Beyonce, Pink og Leona Lewis. Lífið 16.12.2008 05:00 Hættir hjá Parlophone Bresku rokkararnir í Supergrass hafa sagt skilið við útgáfufyrirtækið Parlophone Records, sem er í eigu EMI, eftir þrettán ára samstarf. Í staðinn hafa þeir stofnað eigið útgáfufyrirtæki, Supergrass Records. Tónlist 16.12.2008 04:45 The Godfather númer eitt Kvikmyndastofnun Bandaríkjanna hefur sett saman lista yfir bestu myndir allra tíma í landinu í tíu flokkum. Ekki kemur á óvart að mafíumyndin The Godfather náði einu af toppsætunum. Bíó og sjónvarp 16.12.2008 04:15 Bang Gang með tónleika Hljómsveitin Bang Gang heldur sína fyrstu tónleika í Reykjavík í um tvö ár á skemmtistaðnum Nasa á fimmtudagskvöld. Bang Gang hefur spilað á yfir þrjátíu tónleikum víðs vegar um Evrópu að undanförnu til að fylgja eftir sinni nýjustu plötu, Ghosts From the Past. Meðal annars hitaði sveitin upp fyrir Air á tvennum tónleikum í París. Tónlist 16.12.2008 04:15 Gefa út Stjána saxófón Hljómsveitin Pjetur og Úlfarnir hefur gefið út plötuna Pjetur og Úlfarnir 1978-1982. Hún hefur að geyma lög af tveimur fjögurra laga plötum sem sveitin gaf út á sínum tíma. Þar á meðal er lagið Stjáni saxófónn sem naut mikilla vinsælda. Tónlist 16.12.2008 04:00 Ekki áhugi á söngleik Leikkonan Cameron Diaz hefur ekki áhuga á að leika í söngleiknum Shrek á sviði. Diaz, sem talar fyrir prinsessuna Fionu í teiknimyndunum Shrek, er engu síður hrifinn af söngleiknum, sem var frumsýndur á Broadway fyrir skömmu. Bíó og sjónvarp 16.12.2008 04:00 Endurkoma ekki líkleg Engin áform eru uppi um að upprunalegir meðlimir Guns N"Roses snúi aftur í sveitina. Orðrómur hefur verið uppi um að gítarleikarinn Slash og bassaleikarinn Duff McKagan hyggi á endurkomu en hann er ekki á rökum reistur. Tónlist 16.12.2008 03:30 Sölvi hjólar í Ingibjörgu Sólrúnu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, situr í kvöld fyrir svörum hjá Sölva Tryggvasyni ritstjóra Ísland í dag. Lífið 15.12.2008 16:42 Derrick er dáinn Þýski leikarinn Horst Tappert er látinn, 85 ára að aldri. Horst er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið lögreglumanninn Derrick í samnefndum þáttum. Lífið 15.12.2008 14:45 Fréttastofan fékk höfðinglega gjöf Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis barst höfðingleg gjöf frá Sólheimum í Grímsnesi í dag, nú þegar einungis níu dagar eru til jóla. Lífið 15.12.2008 14:18 Sænska Carola heldur tónleika á Íslandi Sænska söngkonan Carola sem sigraði Eurovision árið 1992 heldur tónleika á Íslandi 17. desember næstkomandi í Filadelfiu. Vísir hafði samband við einn skipuleggjanda tónleikanna, Hrönn Svansdóttur. „Tónleikarnir eru á miðvikudaginn klukkan átta," svarar Hrönn og heldur áfram: „Hún hefur sjálf sérstakan áhuga á að koma aftur til Íslands en hún kom í fyrra og var rosalega ánægð. Þá kom hún fram á afmælistónleikum einstaklings og í framhaldinu fengum við hana til að halda tónleika," segir Hrönn. Lífið 15.12.2008 11:04 Ásdís Rán ræktar sambandið Vísir hafði samband við Ásdísi Rán sem er stödd á Íslandi um þessar mundir ásamt fjöskyldunni. Hún er meðvituð um að sinna þarf sambandinu en hún er á leið til Bretlands ásamt eiginmanni sínum, Garðari Garðar Gunnlaugssyni, þar sem þau ætla að njóta þess að versla og slaka á. Lífið 15.12.2008 09:21 Litríkur hópur í detoxferð Ævintýralega skemmtilegur, litríkur og kátur hópur er á leið til Póllands í föruneyti heilsufrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur. Þar er um að ræða ferð sem farin verður 3. janúar en margir sjá það sem góðan kost að huga rækilega að heilsunni eftir hátíðar. Í hópnum munu vera þeir Ásgeir Þór Davíðsson sem betur er þekktur sem Geiri á Goldfinger og góður vinur hans Þorsteinn Hjaltested óðalsbóndi við Vatnsenda. Lífið 15.12.2008 09:00 Bogi reisir friðarkúlu Bogi Jónsson á Hliði á Álftanesi stendur illa fjárhagslega, eins og hér kom nýlega fram. Hann lætur það þó ekki slá sig út af laginu og hefur búið til friðarkúlu sem mun standa á landareign hans. Lífið 15.12.2008 08:00 Merzedes Club var pönk Listamaðurinn Ceres 4 (Hlynur Áskelsson) hefur komið víða við. Pönkað á plötum og hnyklað vöðvana í Merzedes Club. Hann hóf listaferilinn á ljóðaplötunni Kaldastríðsljóðin árið 2000 og hefur nú gefið þau ljóð út á glæsilegri bók, sem Þorvaldur Jónsson og Davíð Hólm myndskreyta. Menning 15.12.2008 07:00 Grín, glens og fallegur söngur Emilíana Torrini heldur ekki oft tónleika á Íslandi. Það voru því margir spenntir þegar hún boðaði til tónleika í Háskólabíói fyrir nokkru vikum og eftirvæntingin var greinilega mikil í bíóinu þegar stundin rann upp á laugardagskvöldið. Tónlist 15.12.2008 06:00 Cruise klúðrar öllu aftur Stórleikaranum Tom Cruise eru mislagðar hendur þegar hann kemur fram í sjónvarpi. Margir muna eflaust eftir því þegar hann umturnaðist hjá Opruh Winfrey 2005, stökk upp á stól og tilkynnti heimsbyggðinni að hann væri hamingjusamasti maður í heimi. Ástæðan fyrir þessu upphlaupi Cruise var þá nýja ástin í lífi hans, Katie Holmes. Lífið 15.12.2008 06:00 Úldinn hákarl notaður til að kynna Ísland „Ég hef ekki heyrt af þessu áður en þetta er sniðugt. Íslendingar hafa náttúrulega alltaf verið duglegir við að kynna þorrablótin en að það sé markaðssett svona er einhver nýlunda,” segir Ottó Guðmundsson, starfsmaður í Múlakaffi. Lífið 15.12.2008 05:00 Geir Ólafs á toppnum í Færeyjum Poppkóngurinn Geir Ólafsson var eins og aðrir íslendingar hrærðir yfir vinarþeli Færeyinga, sem fyrstir þjóða buðu Íslendingum lán þegar efnahagskerfið hrundi lóðbeint til helvítis. Lífið 14.12.2008 11:29 Óskar myndar Gæludýrin Leikstjórinn Óskar Jónasson er með nýja sjónvarpsmynd í burðarliðnum sem verður byggð á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin. Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk aðalpersónunnar Emils en óvíst er hvenær tökur hefjast. Bíó og sjónvarp 14.12.2008 10:00 Kínverjar læra íslensku í Peking uttugu kínverskir námsmenn við Beijing Foreign Studies University (BFSU) komu háskólarektor, Kristínu Ingólfsdóttur, og fylgdarliði í opna skjöldu í Peking á dögunum með því að syngja fyrir þau jólalög á íslensku. Lífið 14.12.2008 10:00 Störe á pókermót í Portúgal „Þetta er draumur sérhvers pókerspilara, ég er auðvitað byrjaður að æfa enda ætla ég að rúlla þessum köpppum upp," segir Egill „Störe" Einarsson. Einkaþjálfaranum kunna virðast allir vegir færir því hann er á leiðinni á risastórt alþjóðlegt mót í póker um miðjan febrúar. Lífið 14.12.2008 09:00 Gulli sendill er ódýrastur Íslandsbókin 12. hefti eftir Gunnlaug Inga Ingimarsson er komin út. Gunnlaugur er betur þekktur sem Gulli sendill og er afkastamikill og vinsæll höfundur. „Ég er búinn að gefa út eina bók á ári í mörg ár, stundum fleiri,“ segir Gulli. „Ég kem oftast með mínar bækur á sama tíma og hinir höfundarnir, í byrjun nóvember, og ég er alltaf ódýrastur. Mín bók kostar þúsund kall á meðan aðrar eru á þetta 3-4 þúsund, eða jafnvel meira.“ Lífið 14.12.2008 07:00 Leikstýrir ekki aftur í Mexíkó Guillermo del Toro segir það ólíklegt að hann kvikmyndi á nýjan leik í heimalandi sínu Mexíkó. Ástæðan er öryggisleysi eftir að föður hans var rænt þar í landi fyrir tíu árum. Honum var á endanum sleppt en fjölskylda leikstjórans segir að henni hafi borist dauðahótanir eftir atvikið. Del Toro, sem er þekktastur fyrir Hellboy-myndirnar og Pan"s Labyrinth, finnur fyrir óöryggi sem leikstjóri í landinu vegna þess að hans daglega rútína fer fram fyrir opnum tjöldum. Menning 14.12.2008 06:00 Sigga Beinteins selur fimmtíu þúsund Hátt í fimmtíu þúsund eintök hafa selst af Söngvaborgar-mynddiskunum fimm sem Sigríður Beinteinsdóttir og María Björk Sverrisdóttir hafa gefið út á undanförnum árum. Lífið 14.12.2008 06:00 « ‹ ›
Fóstbræður teknir út af Youtube Aðdáendur Fóstbræðra uppgötvuðu sér til mikillar skelfingar að búið var að taka út allt efni sjónvarpsþáttanna af hinni vinsælu vefsíðu Youtube. Fyrir ofan myndböndin stendur skýrum stöfum: „This video is no longer available due to a copyright claim by SMAIS,“ eða „þetta myndband er ekki lengur til vegna kröfu af hálfu Smáís“. Lífið 16.12.2008 07:00
Friðelskendur á Iceasave-túr Tónleikaferð Mugisons um Evrópu, sem gengur undir nafninu Icesave-túrinn, hefur gengið ljómandi vel. Hann segir hljómsveitina ekki hafa orðið fyrir neinu aðkasti þrátt fyrir að margir útlendingar hafi tapað á falli íslensku bankanna. Tónlist 16.12.2008 06:00
Áramótastuð í þriðja sinn DJ Kiki-Ow og DJ Curver halda sitt árlega 90s-partí á skemmtistaðnum Nasa á gamlárskvöld. Þetta er í þriðja sinn sem þau halda partíið og hefur stemningin alltaf verið mjög góð. Nú seinast varð allt brjálað í haust þegar Haddaway spilaði á 90s-kvöldi á Nasa við góðar undirtektir og má því búast við miklu stuði um áramótin. Tónlist 16.12.2008 06:00
U2-plata í febrúar No Line on the Horizon, tólfta hljóðversplata U2, kemur í búðir 23. febrúar á næsta ári. Tónlistarverslunin HMV greindi frá þessu. Mikil eftirvænting er eftir plötunni, sem fylgir eftir How to Dismantle an Atomic Bomb sem kom út fyrir fjórum árum við miklar vinsældir. Tónlist 16.12.2008 05:15
Ríkir Rússar rífa út dýrar merkjavörur „Það gerðist bara hérna á laugardaginn að einhver ríkur Rússi gekk út með pelsa og jakkaföt fyrir hátt í milljón,“ segir Páll Kolbeinsson, einn eigenda tískuvöruverslunarinnar Sævar Karl í Bankastræti. Svo virðist að með falli krónunnar hafi skapast markaður fyrir vel stætt fólk að utan að koma hingað og kaupa sér dýr föt og annan lúxusvarning. Armani-jakkaföt og aðrar munaðarvörur sem þjóð í kreppu lætur sig bara dreyma um þessa dagana er pakkað niður í ferðatöskur og rata á fataslár erlendra auðmanna. Lífið 16.12.2008 05:00
Á toppnum í Makedóníu Nýjasta lag Brynjars Más Valdimarssonar, Runaway, er það vinsælasta í Makedóníu í dag. Lagið fór beint í efsta sætið á vinsældalista útvarpsstöðvarinnar Radio 106, sína fyrstu viku á lista, sem er einstakur árangur. Sló það við lögum með stjörnum á borð við Tinu Turner, Boyzone, Duffy, Beyonce, Pink og Leona Lewis. Lífið 16.12.2008 05:00
Hættir hjá Parlophone Bresku rokkararnir í Supergrass hafa sagt skilið við útgáfufyrirtækið Parlophone Records, sem er í eigu EMI, eftir þrettán ára samstarf. Í staðinn hafa þeir stofnað eigið útgáfufyrirtæki, Supergrass Records. Tónlist 16.12.2008 04:45
The Godfather númer eitt Kvikmyndastofnun Bandaríkjanna hefur sett saman lista yfir bestu myndir allra tíma í landinu í tíu flokkum. Ekki kemur á óvart að mafíumyndin The Godfather náði einu af toppsætunum. Bíó og sjónvarp 16.12.2008 04:15
Bang Gang með tónleika Hljómsveitin Bang Gang heldur sína fyrstu tónleika í Reykjavík í um tvö ár á skemmtistaðnum Nasa á fimmtudagskvöld. Bang Gang hefur spilað á yfir þrjátíu tónleikum víðs vegar um Evrópu að undanförnu til að fylgja eftir sinni nýjustu plötu, Ghosts From the Past. Meðal annars hitaði sveitin upp fyrir Air á tvennum tónleikum í París. Tónlist 16.12.2008 04:15
Gefa út Stjána saxófón Hljómsveitin Pjetur og Úlfarnir hefur gefið út plötuna Pjetur og Úlfarnir 1978-1982. Hún hefur að geyma lög af tveimur fjögurra laga plötum sem sveitin gaf út á sínum tíma. Þar á meðal er lagið Stjáni saxófónn sem naut mikilla vinsælda. Tónlist 16.12.2008 04:00
Ekki áhugi á söngleik Leikkonan Cameron Diaz hefur ekki áhuga á að leika í söngleiknum Shrek á sviði. Diaz, sem talar fyrir prinsessuna Fionu í teiknimyndunum Shrek, er engu síður hrifinn af söngleiknum, sem var frumsýndur á Broadway fyrir skömmu. Bíó og sjónvarp 16.12.2008 04:00
Endurkoma ekki líkleg Engin áform eru uppi um að upprunalegir meðlimir Guns N"Roses snúi aftur í sveitina. Orðrómur hefur verið uppi um að gítarleikarinn Slash og bassaleikarinn Duff McKagan hyggi á endurkomu en hann er ekki á rökum reistur. Tónlist 16.12.2008 03:30
Sölvi hjólar í Ingibjörgu Sólrúnu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, situr í kvöld fyrir svörum hjá Sölva Tryggvasyni ritstjóra Ísland í dag. Lífið 15.12.2008 16:42
Derrick er dáinn Þýski leikarinn Horst Tappert er látinn, 85 ára að aldri. Horst er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið lögreglumanninn Derrick í samnefndum þáttum. Lífið 15.12.2008 14:45
Fréttastofan fékk höfðinglega gjöf Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis barst höfðingleg gjöf frá Sólheimum í Grímsnesi í dag, nú þegar einungis níu dagar eru til jóla. Lífið 15.12.2008 14:18
Sænska Carola heldur tónleika á Íslandi Sænska söngkonan Carola sem sigraði Eurovision árið 1992 heldur tónleika á Íslandi 17. desember næstkomandi í Filadelfiu. Vísir hafði samband við einn skipuleggjanda tónleikanna, Hrönn Svansdóttur. „Tónleikarnir eru á miðvikudaginn klukkan átta," svarar Hrönn og heldur áfram: „Hún hefur sjálf sérstakan áhuga á að koma aftur til Íslands en hún kom í fyrra og var rosalega ánægð. Þá kom hún fram á afmælistónleikum einstaklings og í framhaldinu fengum við hana til að halda tónleika," segir Hrönn. Lífið 15.12.2008 11:04
Ásdís Rán ræktar sambandið Vísir hafði samband við Ásdísi Rán sem er stödd á Íslandi um þessar mundir ásamt fjöskyldunni. Hún er meðvituð um að sinna þarf sambandinu en hún er á leið til Bretlands ásamt eiginmanni sínum, Garðari Garðar Gunnlaugssyni, þar sem þau ætla að njóta þess að versla og slaka á. Lífið 15.12.2008 09:21
Litríkur hópur í detoxferð Ævintýralega skemmtilegur, litríkur og kátur hópur er á leið til Póllands í föruneyti heilsufrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur. Þar er um að ræða ferð sem farin verður 3. janúar en margir sjá það sem góðan kost að huga rækilega að heilsunni eftir hátíðar. Í hópnum munu vera þeir Ásgeir Þór Davíðsson sem betur er þekktur sem Geiri á Goldfinger og góður vinur hans Þorsteinn Hjaltested óðalsbóndi við Vatnsenda. Lífið 15.12.2008 09:00
Bogi reisir friðarkúlu Bogi Jónsson á Hliði á Álftanesi stendur illa fjárhagslega, eins og hér kom nýlega fram. Hann lætur það þó ekki slá sig út af laginu og hefur búið til friðarkúlu sem mun standa á landareign hans. Lífið 15.12.2008 08:00
Merzedes Club var pönk Listamaðurinn Ceres 4 (Hlynur Áskelsson) hefur komið víða við. Pönkað á plötum og hnyklað vöðvana í Merzedes Club. Hann hóf listaferilinn á ljóðaplötunni Kaldastríðsljóðin árið 2000 og hefur nú gefið þau ljóð út á glæsilegri bók, sem Þorvaldur Jónsson og Davíð Hólm myndskreyta. Menning 15.12.2008 07:00
Grín, glens og fallegur söngur Emilíana Torrini heldur ekki oft tónleika á Íslandi. Það voru því margir spenntir þegar hún boðaði til tónleika í Háskólabíói fyrir nokkru vikum og eftirvæntingin var greinilega mikil í bíóinu þegar stundin rann upp á laugardagskvöldið. Tónlist 15.12.2008 06:00
Cruise klúðrar öllu aftur Stórleikaranum Tom Cruise eru mislagðar hendur þegar hann kemur fram í sjónvarpi. Margir muna eflaust eftir því þegar hann umturnaðist hjá Opruh Winfrey 2005, stökk upp á stól og tilkynnti heimsbyggðinni að hann væri hamingjusamasti maður í heimi. Ástæðan fyrir þessu upphlaupi Cruise var þá nýja ástin í lífi hans, Katie Holmes. Lífið 15.12.2008 06:00
Úldinn hákarl notaður til að kynna Ísland „Ég hef ekki heyrt af þessu áður en þetta er sniðugt. Íslendingar hafa náttúrulega alltaf verið duglegir við að kynna þorrablótin en að það sé markaðssett svona er einhver nýlunda,” segir Ottó Guðmundsson, starfsmaður í Múlakaffi. Lífið 15.12.2008 05:00
Geir Ólafs á toppnum í Færeyjum Poppkóngurinn Geir Ólafsson var eins og aðrir íslendingar hrærðir yfir vinarþeli Færeyinga, sem fyrstir þjóða buðu Íslendingum lán þegar efnahagskerfið hrundi lóðbeint til helvítis. Lífið 14.12.2008 11:29
Óskar myndar Gæludýrin Leikstjórinn Óskar Jónasson er með nýja sjónvarpsmynd í burðarliðnum sem verður byggð á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin. Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk aðalpersónunnar Emils en óvíst er hvenær tökur hefjast. Bíó og sjónvarp 14.12.2008 10:00
Kínverjar læra íslensku í Peking uttugu kínverskir námsmenn við Beijing Foreign Studies University (BFSU) komu háskólarektor, Kristínu Ingólfsdóttur, og fylgdarliði í opna skjöldu í Peking á dögunum með því að syngja fyrir þau jólalög á íslensku. Lífið 14.12.2008 10:00
Störe á pókermót í Portúgal „Þetta er draumur sérhvers pókerspilara, ég er auðvitað byrjaður að æfa enda ætla ég að rúlla þessum köpppum upp," segir Egill „Störe" Einarsson. Einkaþjálfaranum kunna virðast allir vegir færir því hann er á leiðinni á risastórt alþjóðlegt mót í póker um miðjan febrúar. Lífið 14.12.2008 09:00
Gulli sendill er ódýrastur Íslandsbókin 12. hefti eftir Gunnlaug Inga Ingimarsson er komin út. Gunnlaugur er betur þekktur sem Gulli sendill og er afkastamikill og vinsæll höfundur. „Ég er búinn að gefa út eina bók á ári í mörg ár, stundum fleiri,“ segir Gulli. „Ég kem oftast með mínar bækur á sama tíma og hinir höfundarnir, í byrjun nóvember, og ég er alltaf ódýrastur. Mín bók kostar þúsund kall á meðan aðrar eru á þetta 3-4 þúsund, eða jafnvel meira.“ Lífið 14.12.2008 07:00
Leikstýrir ekki aftur í Mexíkó Guillermo del Toro segir það ólíklegt að hann kvikmyndi á nýjan leik í heimalandi sínu Mexíkó. Ástæðan er öryggisleysi eftir að föður hans var rænt þar í landi fyrir tíu árum. Honum var á endanum sleppt en fjölskylda leikstjórans segir að henni hafi borist dauðahótanir eftir atvikið. Del Toro, sem er þekktastur fyrir Hellboy-myndirnar og Pan"s Labyrinth, finnur fyrir óöryggi sem leikstjóri í landinu vegna þess að hans daglega rútína fer fram fyrir opnum tjöldum. Menning 14.12.2008 06:00
Sigga Beinteins selur fimmtíu þúsund Hátt í fimmtíu þúsund eintök hafa selst af Söngvaborgar-mynddiskunum fimm sem Sigríður Beinteinsdóttir og María Björk Sverrisdóttir hafa gefið út á undanförnum árum. Lífið 14.12.2008 06:00