Lífið

Fangar á Litla hrauni opna sig

Í kvöld strax að loknum fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:55 í sjónvarpsþættinum Ísland í dag kynnumst við starfsemi Litla hrauns frá A til Ö. Þar heyrum við sögur fjölmargra fanga, um líf þeirra og störf, vonir og eftirsjár. Ekki missa af Ísland í dag í kvöld.

Lífið

Ný önn, nýtt vefráð, nýtt busakjöt

Chicks, Einar Birgir, Busakjöt og góðir hálsar. Núna eru einungis fjórir dagar í nýtt skólaár og þið eruð væntanlega heima hjá ykkur og veltið fyrir ykkur hvort www.NFF.is síðan verði jafn léleg og hún hefur verið seinustu ár?

Lífið

Mary J. Blige í Idolinu

Bandaríska söngkonan Mary J. Blige verður gestadómari í American Idol þegar áheyrnarprufur fara fram í Atlanta. Gestadómarar hafa verið fengnir til að fylla skarð Paulu Abdul sem ekki var boðin nýr samningur sem dómara í þáttaröðinni. Meðal þeirra eru Katy Perry og Victoria Beckham.

Lífið

George Michael: Ég var edrú

Breska stórstjarnan George Michael segist hafa verið edrú þegar bifreið sem hann ók lenti í árekstri við vörubíl í gærmorgun. Hann var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Söngvaranum var sleppt að yfirheyrslu lokinni.

Lífið

Telur að Mel verði flottur í pabbahlutverkinu

Hin rússneska Oksana Grigorieva óttast ekki að unnusti hennar, ástralski leikarinn Mel Gibson, muni ekki standa sig í föðurhlutverkinu. Þvert á móti telur hún að Mel verði flottur í pabbi. Jafnframt bendir hún á þá staðreynd að Mel eigi sjö börn nú þegar.

Lífið

Lindsay reynir að bjarga ferlinum

Hin 23 ára gamla leikkona, Lindsay Lohan, hefur ekki fengið mörg boð um kvikmyndaleik undanfarin misseri. Kvikmyndaframleiðendum hefur ekki þótt fýsilegur kostur að hafa hina skemmtanaglöðu leikkonu á launaskrá sinni. Auk þess hafa heldur margar neikvæðar fréttir birst af henni sem hafa að margra mati ekki hjálpað ferli hennar.

Lífið

Það ferskasta í boði á RIFF

Keppnismyndir Vitrana, aðalkeppnisflokks Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, hafa verið kynntar. Gildar til keppni eru fyrstu eða aðrar myndir leikstjóra í fullri lengd og hlýtur sigurvegarinn titilinn Uppgötvun ársins og gripinn Gyllta lundann. "Það ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð“ segir í tilkynningu frá hátíðinni.

Bíó og sjónvarp

U2 setti met á Wembley

Írska hljómsveitin U2 setti aðsóknarmet á Wembley íþróttaleikvanginum í gærkvöldi þegar hátt í 88 þúsund manns mættu á tónleika þeirra. Fyrra metið átti Rod Stewart þegar 83 þúsund manns mættu á tónleika hans árið 1995.

Lífið

Amy á Facebook undir dulnefni

Söngkonan Amy Winehouse hefur komið sér upp nýrri síðu á Fésbókinni undir dulnefninu Shirley, sem er lítill kettlingur söngkonunnar. Menn telja að með þessu sé hún að reyna að hafa samband við fyrrverandi eiginmann sinn, Blake Fielder-Civil, en þau skildu fyrir stuttu.

Lífið

George Michael handtekinn

Poppsöngvarinn George Michael var handtekinn í morgun eftir að bifreið hans lenti í árekstri við vörubíl í Berkshire á Bretlandi í morgun. Vitni að árekstrinum töldu söngvarann látinn í fyrstu þar sem hann lá hreyfingarlaus í um tíu mínútur eftir óhappið.

Lífið

Íslenskir grínarar hrifnir af Jack Bauer

"Þeir eru ekki með sama "skets“ og eru með sinn í allt öðru "konsepti“,“ segir Friðrik Ágústsson, viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Jónsson & Le'macks. Grínatriði sem Steindi Jr. gerði fyrir sjónvarpsþáttinn Monitor á SkjáEinum þykir svipa til nýrrar sjónvarpsauglýsingar sem Jónsson & Le'macks vann fyrir Stöð 2 þar sem Jack Bauer úr þáttunum 24 kemur við sögu.

Lífið

Dikta skoðar Þýskalandsmarkað

„Þetta er komið svo stutt á veg að það er allt óráðið enn þá,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, um hugsanlega útrás hljómsveitarinnar til Þýskalands. Hann segir óvíst hvort flutningar séu í spilunum, en verið sé að skoða alla möguleika.

Tónlist

Go-Kart braut á Korputorgi

„Þetta er bara hlutur sem allir verða að prófa. Ég get voða lítið sagt annað. Þetta er bara svo gaman að ég held varla vatni þegar ég fer fram úr á morgnana,“ segir Karim Djermoun um Go-Kart brautina á Korputorgi. Brautin verður formlega opnuð í dag, en Karim var með brautina á Reykjanesi fyrir fjórum árum.

Lífið

Friðrik Þór og von Trier með myndlistarsýningu

Kvikmyndaleikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Lars von Trier opna myndlistarsýningu saman í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi í byrjun september. Þar verða sýnd málverk sem máluð hafa verið upp úr kvikmyndum þeirra. Sýningin kallast Börn náttúrunnar vs. Antíkristur og vísar nafnið til þekktustu myndar Friðriks og nýjustu myndar von Triers.

Menning

Bitist um Gulla Helga

Eitt helsta tromp Einars Bárðarsonar á nýrri útvarpsstöð er Gulli Helga. Dramatískar vendingar urðu hins vegar áður en endanlegir samningar tókust.

Lífið

Dagur pabbi í þriðja sinn

Borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson og eiginkona hans Arna Einarsdóttir eignuðust sitt þriðja barn í gær þegar hraustlegur drengur kom í heiminn. Fyrir áttu þau fimm ára stelpu og fjögurra ára gamlan strák.

Lífið

Múm fyrst á Gogoyoko

Nýjasta plata hljómsveitarinnar múm, Sing Along to Songs You Don't Know, verður fáanleg á síðunni Gogo­yoko.com frá og með mánudeginum 17. ágúst. Þetta þýðir að platan verður fyrst fáanleg í heiminum á síðunni. Platan kemur formlega út í Evrópu 24. ágúst hjá Morr Music og sama dag hjá Euphoni í Norður-Ameríku.

Tónlist

Kiefer laus undan ákæru um árás

Leikarinn Kiefer Sutherland, sem var ákærður fyrir að skalla tískuhönnuðinn Jack McCollough á næturklúbbi í New York, virðist vera laus allra mála. Talsmaður saksóknara á Manhattan sagði í gær að ákærur gegn Sutherland hefðu verið látnar niður falla vegna þess að hið meinti brotaþoli þótti óviðræðuhæfur að mati

Lífið

Vildu heilsa upp á land og þjóð

Norska hljómsveitin Bob Haley er komin hingað til lands og mun halda þrenna tónleika. Þeir fyrstu verða í kvöld á Café Rósenberg. Hljómsveitin, sem hefur verið starfrækt í fimm ár, leikur „diskóþjóðlagatónlist“ og að sögn Jonasar Tjersland, fiðluleikara hljómsveitarinnar, eru tónlistarmenn á borð við Ryan Adams og Neil Young í miklu uppáhaldi hjá hljómsveitarmeðlimum.

Lífið

MCA með krabbamein

Tónlistarmaðurinn Adam Yauch í Beastie Boys hefur greinst með æxli í munnvatnskirtli. MCA, eins og Yauch kallar sig jafnan, greindi frá þessu í fréttatilkynningu í gær. „Sem betur fer greindist æxlið snemma og hefur ekki breitt úr sér. Það er því talið hægt að vinna bug á því með meðferð,“ sagði í tilkynningunni.

Lífið

Þarf að byggja upp fjölskyldu í kvikmyndabransanum

Tökur á nýrri stuttmynd í leikstjórn Daggar Mósesdóttur hefjast von bráðar. Stuttmyndin sem um ræðir er ferðasaga og verður tekin upp á Snæfellsnesi, í Flatey og að hluta til á Brjánslæk og er handritið einnig skrifað af Dögg.

Lífið