Lífið

MCA með krabbamein

MCA Hefur greinst með krabbamein.
MCA Hefur greinst með krabbamein.
Tónlistarmaðurinn Adam Yauch í Beastie Boys hefur greinst með æxli í munnvatnskirtli. MCA, eins og Yauch kallar sig jafnan, greindi frá þessu í fréttatilkynningu í gær. „Sem betur fer greindist æxlið snemma og hefur ekki breitt úr sér. Það er því talið hægt að vinna bug á því með meðferð,“ sagði í tilkynningunni.

MCA mun gangast undir skurðaðgerð og krabbameinsmeðferð í kjölfarið.

Af þessum sökum hefur öllum fyrirhuguðum tónleikum Beastie Boys verið aflýst. Þá verður útgáfu nýrrar plötu sveitarinnar, Hot Sauce Committee Part 1, verið frestað. Æxlið mun ekki ná til raddbanda söngvarans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.