Leikarinn Kiefer Sutherland, sem var ákærður fyrir að skalla tískuhönnuðinn Jack McCollough á næturklúbbi í New York, virðist vera laus allra mála. Talsmaður saksóknara á Manhattan sagði í gær að ákærur gegn Sutherland hefðu verið látnar niður falla vegna þess að hið meinti brotaþoli þótti óviðræðuhæfur að mati ákæruvaldsins. Lögmenn Sutherlands vildu ekki tjá sig um málið í gær en Sutherland hafði sjálfur beðið tískuhönnuðinn afsökunar á framferði sínu.

