Lífið

Go-Kart braut á Korputorgi

Kolbrún Björt Sigfúsdóttir skrifar
Almenningur streymir á nýja Go-Kart braut á Korputorgi.
Almenningur streymir á nýja Go-Kart braut á Korputorgi. Mynd/Arnþór
„Þetta er bara hlutur sem allir verða að prófa. Ég get voða lítið sagt annað. Þetta er bara svo gaman að ég held varla vatni þegar ég fer fram úr á morgnana,“ segir Karim Djermoun um Go-Kart brautina á Korputorgi. Brautin verður formlega opnuð í dag, en Karim var með brautina á Reykjanesi fyrir fjórum árum.

„Þetta er bara á bílastæðinu á Korpu­torgi, við erum með mjög stórt svæði til að leika okkur á, því það er ekkert að gerast á Korputorgi, fyrr en núna. Ef vel gengur liggur á borðinu að fá að fara inn í Korputorg, í stærsta bilið beint fyrir miðju. Þá er þetta fyrst orðið fyrir alvöru.“

Svæðið er 3.500 fermetra og er brautin 900 metra löng sem gerir hana þá stærstu sem nokkurn tíma hefur verið á landinu. Þá eru 1.500 dekk og 3 kílómetrar af öryggisborðum um brautina. Loks skartar hún fullkomnum tímatökubúnaði. Karim segir þegar mikla traffík. „Við erum búnir að vera með opið til að koma okkur í gang og prófa bílana.“

Keppni á vegum FM957 hefst á mánudag, hið svokallaða Zúúber-race. „Þeim sem verða með þrjátíu bestu tímana fyrir þessa viku gefst tækifæri á að taka þátt í keppni sem verður á föstudaginn í næstu viku, sem verður þá útvarpað beint frá Korputorgi. Það verður alvöru, með upphitun, tímatöku og loks keppni. Svo erum við að skora á alþingismenn að koma og keyra hjá okkur eftir að Icesave-málið klárast. Þeir eru búnir að taka ansi vel í það. Ég hugsa að við fáum einhverja frækna alþingismenn til að koma í næstu viku og þá verður Ísland í dag á staðnum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.