Lífið

George Michael: Ég var edrú

Breska stórstjarnan George Michael segist hafa verið edrú þegar bifreið sem hann ók lenti í árekstri við vörubíl í gærmorgun. Hann var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Söngvaranum var sleppt að yfirheyrslu lokinni.

Ökumaður vörubílsins fullyrðir að George hafi ekið undir áhrifum áfengis. Því neitar söngvarinn alfarið í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Hann hafi verið edrú.

Tildrög óhappsins eru óljós en málið er til rannsóknar hjá lögreglu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.