Lífið

Amy á Facebook undir dulnefni

Amy spjallar við fyrrverandi eiginmann sinn undir dulnefni.
Amy spjallar við fyrrverandi eiginmann sinn undir dulnefni.
Söngkonan Amy Winehouse hefur komið sér upp nýrri síðu á Fésbókinni undir dulnefninu Shirley, sem er lítill kettlingur söngkonunnar. Menn telja að með þessu sé hún að reyna að hafa samband við fyrrverandi eiginmann sinn, Blake Fielder-Civil, en þau skildu fyrir stuttu.

Foreldrar Amy fögnuðu endalokum hjónabandsins, enda telja þau Blake ástæðuna fyrir óreglu dóttur sinnar.

Amy hefur skilið eftir nokkur skilaboð á síðu Blakes. Í sumum skilaboðunum rifjar Amy upp gamla tíma frá hjónabandi hennar og Blakes. „Hey, mamma var að segja vinkonu sinni frá því þegar hún bjó til morgunmat fyrir þig og þú drakkst allt Nesquickið og varðst veikur. xxxxx."

Frá því að Amy fór að hafa samband við Blake, sem er í meðferð í Yorkshire, hefur hann uppfært upplýsingarnar um sambandsstöðu sína tvisvar, fyrst úr því að vera á lausu yfir í að vera í sambandi og nú síðast segist hann vera giftur. Það má því velta fyrir sér hvort þetta ólukkupar taki aftur saman þegar Blake lýkur meðferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.