Lífið

Íslenskir grínarar hrifnir af Jack Bauer

Freyr Bjarnason skrifar
Steindi Jr. hefur vakið mikla athygli fyrir grínatriði sín í sjónvarpsþáttunum Monitor. Þar er hann yfirheyrður af Jack Bauer. Sama hugmynd mun vera notuð í auglýsingu Stöðvar 2. Þar mun Georg Bjarnfreðar­son koma við sögu. Báðir aðilar neita að hafa stolið hugmyndinni.
Steindi Jr. hefur vakið mikla athygli fyrir grínatriði sín í sjónvarpsþáttunum Monitor. Þar er hann yfirheyrður af Jack Bauer. Sama hugmynd mun vera notuð í auglýsingu Stöðvar 2. Þar mun Georg Bjarnfreðar­son koma við sögu. Báðir aðilar neita að hafa stolið hugmyndinni.
„Þeir eru ekki með sama „skets" og eru með sinn í allt öðru „konsepti"," segir Friðrik Ágústsson, viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Jónsson & Le'macks.

Grínatriði sem Steindi Jr. gerði fyrir sjónvarpsþáttinn Monitor á SkjáEinum þykir svipa til nýrrar sjónvarpsauglýsingar sem Jónsson & Le'macks vann fyrir Stöð 2 þar sem Jack Bauer úr þáttunum 24 kemur við sögu.

Í atriðinu hjá Steinda er hann klipptur inn í grimmilega yfirheyrslu þar sem Bauer setur poka yfir hausinn á honum. Bauer er einnig klipptur inn í auglýsingu Stöðvar 2 en Friðrik telur að um hreina tilviljun sé að ræða.

„Þetta er hugmynd sem kom frá okkur á vormánuðum og upptökur hjá okkur fóru fram á miðju sumri," segir Friðrik og útilokar að hugmyndin hafi verið fengin að láni frá Steinda. Hann bætir við að svipuð herferð í tengslum við enska boltann hafi hafist fyrir þremur vikum, löngu áður en grínatriðið frá Steinda fór í loftið. 

Steindi útilokar sjálfur að hafa stolið einu né neinu og telur einnig mögulegt að um tilviljun sé að ræða. „Ég er með nóg í pokahorninu og ég þarf ekkert að vera að stela af neinum," segir hann.

Steindi var boðaður á fund hjá Jónsson & Le'macks í gær þar sem farið var yfir málið og skildu allir sáttir samkvæmt Friðriki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.