Lífið

Pete reyndi sjálfsvíg

Vandræðagemlingurinn Pete Doherty reyndi að fremja sjálfsvíg í París í mars. Hann ætlaði að stökkva fram af hótelþaki eftir að hafa drukkið óhóflega á þrítugsafmælinu sínu.

Lífið

Margir minnast Helga Hós

„Mér þætti það ferlegt ef allar stundirnar sem karlinn stóð hérna á horninu myndu bara gleymast,“ segir Alexander Einarsson, stofnandi Facebook-síðu um það baráttumál að minnisvarða verði komið upp um Helga Hóseasson á horni Langholtsvegar og Holtavegar. Þar stóð Helgi með sín heimatilbúnu skilti og ávann sér sæmdarheitið „Mótmælandi Íslands“. Helgi lést á elliheimilinu Grund á sunnudaginn, 89 ára að aldri.

Lífið

Bítlakassar á leið í búðir

Nú stendur yfir Bítla-átak, og ekki í fyrsta sinn. Allar þrettán plötur Bítlanna (Hvíta albúmið var tvöfalt), auk tveggja smáskífu- og afgangslagasafna (Past Masters 1 og 2), verða fáanlegar í kassa í fyrramálið.

Lífið

Góð þátttaka á Guitar-Hero móti

Mikill áhugi og stemmning var hjá ungu kynslóðinni fyrir óopinberu Íslandsmóti í Guitar Hero - World Tour tónlistartölvuleiknum fyrir PlayStation 3 í versluninni Sense Senter í Kringlunni um síðustu helgi. Í tilkynningu frá Sense segir að 17 lið hafi skráð sig til leiks en keppt var í 3-4 manna liðum þar sem liðsmenn spiluðu á gítar, bassa, trommur og sungu með.

Leikjavísir

Fúl Fox - myndir

Leikkonan Megan Fox, 23 og kærastinn hennar, Brian Austin Green, 32 ára, yfirgáfu í gærdag sushi stað í Toronto í Kanada. Nærstaddir ljósmyndarar reyndu allt hvað þeir gátu til að fá leikkonuna til að brosa en hún setti hinsvegar upp fýlusvip og arkaði áfram eins og sést á myndunum.

Lífið

Garðar: Popp er ekki heilsufæði

„Svarið er að halda matardagbók," svarar Garðar Sigvaldason líkamsræktarþjálfari í Sporthúsinu aðspurður um góð ráð fyrir fólk sem vill komast í gott form. „Í matardagbók skrifar fólk hvað það borðar og klukkan hvað. Tilgangurinn með henni er að halda utan um hvað er borðað. Með henni hefur fólk betri yfirsýn yfir hvað það hefur borðað og hvort það borðar rétt." „Eins og að borða á þriggja tíma fresti og hvort það er eithvað sem það hefði getað látið fara öðruvísi yfir daginn í mataræðinu. Hvort það borðaði rétt fæði þann dag og þá hvers vegna," segir útskýrir Garðar. „Staðreyndin er sú að það er himinn og haf á milli árangurs hjá þeim sem halda dagbók og þeim sem ekki gera það. Matardagbók er fyrir alla, byrjendur jafnt sem lengra komna." Blekkir fólk sjálft sig þegar matur, snakk og draslfæði er annars vegar? „Já og í raun og veru finnst fólki það vera miklu betra en það er en með matardagbókinni sér fólk það á svörtu og hvítu," svarar Garðar. Ráðleggur þú fólki að telja ofan í sig kaloríurnar? „Nei. Ég ráðlegg ekki fólki að telja ofan í sig allar hitaeiningar en aftur á móti er mjög gott að það er meðvitað hvað það setur ofan í sig." En popp til dæmis er það gott á milli mála? „Nei popp er ekkert heilsufæði og ekki gott á milli mála. Í 100 grömmum af poppi eru nær 500 hitaeiningar sem er svipað og í súkkulaði og snakki. Frekar mæli ég með ávöxtum eða léttum prótein drykkjum. Því í dag er hægt að fá tilbúna og mjög bragðgóða próteindrykki þannig að það er engin afsökun að fólk hafi ekki tíma til að borða millimál,“ segir Garðar.

Lífið

Margt óvænt í ævisögu Vigdísar forseta

Útgefandinn Páll Valsson er um þessar mundir að leggja lokahönd á ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Bókin, sem kemur líklega út í nóvember, nefnist Vigdís - Kona verður forseti.

Lífið

Fögnuðu hvalahryllingi

Hryllingsmyndin Reykjavík Whale Watching Massacre var forsýnd í Bíóhöllinni Álfabakka á dögunum. Aðstandendur myndarinnar voru þar samankomnir til að fagna afrakstrinum.

Lífið

Flórída fílaði Nögl í tætlur

Rokksveitin Nögl frá Grundarfirði er nýkomin heim frá Flórída í Bandaríkjunum þar sem hún spilaði á fernum tónleikum, sem voru jafnframt þeir fyrstu utan landsteinanna. „Þetta var hörkustuð og frábært veður. Fólk var að fíla þetta í tætlur,“ segir gítarleikarinn og söngvarinn Kristófer Eðvarðsson. Þeir félagar spiluðu einnig órafmagnað á háskólaútvarpsstöð til að kynna tónleikana og féll það vel í kramið hjá hlustendum.

Lífið

Bróðir Michael Jackson brjálaður

Randy Jackson, ekki Idol-dómarinn heldur bróðir Michael Jackson, er æfur útí bandaríska fjölmiðla. Þeir hafa um helgina sýnt myndbrot úr jarðaför bróður hans en Jackson-fjölskyldan hafði farið fram á það við bandarísku pressuna að hún myndi sýna þeim þá virðingu að leyfa sér að kveðja sinn frægasta son sinn í kyrrþey. Einhverjir fjölmiðlar hundsuðu þessa bón og þegar Jackson var lagður til hinsu hvílu á fimmtudaginn sveimuðu þyrlur yfir Forest Lawn-kirkjugarðinum í Glendale og tóku myndir.

Lífið

Átti að rannsaka framhjáhald

„Ég gerði þetta í einhverju flippi,“ segir Valdimar Bergstað sem er skráður sem einkaspæjari í símaskránni. Hann segist einu sinni hafa lent í því að hringt hafi verið í sig vegna verkefnis. „Það var kona sem var að forvitnast hvort ég gæti séð hvort maðurinn hennar væri að halda framhjá. Ég sagði bara við hana að ég væri ekki að stunda þetta,“ segir Valdimar sallarólegur. Þeir sem vilja tryggja sér þjónustu einkaspæjara ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir slá á þráðinn til hans.

Lífið

Mamma Chris Brown: „Rihanna er mér sem dóttir“

Joyce Hawkins móðir Chris Brown segir að fyrrum kærasta hans, söngkonan Rihanna, sé sér sem dóttir. Hún hefur ekki séð söngkonuna síðan sonur hennar réðst á hana í febrúar á þessu ár, og hún segist sakna hennar.

Lífið

Söng í fyrsta skiptið „live“

Söngkonan Britney Spears er stöðugt að koma á óvart. Svo virðist sem ferill hennar sé á stöðugri uppleið og hún toppar sig í hverri viku. Á tónleikum í Greenboro í New York í gærkvöldi frumflutti hún nýtt lag í tónleikaferð sinni. Þar söng hún lagið You Oughta Know, sem Alanis Morissette gerði vinsælt á sínum tíma.

Lífið

Segir syninum að kalla nýja kærastann pabba

Fyrirsætan barmgóða Katie Price, betur þekkt sem Jordan, hefur fundið nýtt vopn í skilnaðarstríði sínu við eiginmanninn Peter Andre. Nú berast þær fregnir úr herbúðum fyrirsætunnar að hún hafi beðið elsta son sinn að kalla nýja kærastann, Alex Reid, pabba sinn. Þessar fréttir eru eins og köld vatnsgusa framan í Andre sem hefur alltaf litið á fóstursoninn fyrrverandi sem sinn eiginn.

Lífið

Stallone á nýjum Mustang

Vöðvatröllið og bardagaleikarinn Sylvestar Stallone var flottur á því í Los Angeles í gærdag. Þá ók hann um á glænýjum Mustang sem hann er ný búinn að fá sér. Bíllinn er mjög í takt við þá ímynd sem Stallone hefur skapað sér eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Lífið

Carla Bruni í næstu Woody Allen mynd

Carla Bruni sem er hvað þekktust fyrir að hafa gifst Nicolas Sarkozy stuttu eftir að hann varð forseti Frakklands árið 2007 hefur tekið að sér hlutverk í næstu kvikmynd leikstjórans Woody Allen. Leikstjórinn sagði fyrir skömmu að hann myndi bjóða Bruni það hlutverk sem hún vildi í næstu mynd sinni.

Lífið

Reynir að hætta reykingunum

Harry prins hefur ákveðið að leita til dávalds fræga fólksins, Paul McKenna, í örvæntingu sinni til þess að hætta að reykja. Harry, sem eitt sinn reykti um tuttugu sígarettur á dag, hætti þessum ósiði í rúmt ár. Hinsvegar sást til hans í brúðkaupi á dögunum þar sem hann tottaði eina með félögum sínum.

Lífið

Skora Simpson - myndir

Söngkonan Jessica Simpson, sem hefur svarið að snerta ekki við karlmönnum næsta hálfa árið eða svo eftir að bandaríska fótboltastjarnan Tony Romo sagði henni upp, var mynduð þar sem hún gekk um sýningarpallana á tískusýningu Ozlem Suer í Paris á föstudaginn var. Brjóstaskora Jessicu fangaði athyglina. Hana má skoða í myndasafninu.

Lífið

Íhuga að kaupa Hugverkasjóðinn

„Ég játa þessu hvorki né neita, en Baggalútur er opinn fyrir öllum góðum viðskiptatækifærum,“ segir Guðmundur Pálsson, einn af stjórnarmönnum viðskiptaundursins Baggalúts.

Lífið

Rihanna að hitta nýjan gæja

Á meðan Chris Brown fyrrum kærasti Rihönnu segir öllum fjölmiðlum sem heyra vilja að hann elski hana enn, er söngkonan að hitta nýjan mann. Hinn heppni heitir Travis London og er í kvikmyndabransanum í Los Angeles.

Lífið

Ótakmarkað stuð í kvöld

Hljómsveitin 2 Unlimited með söngkonuna Anitu Doth í fararbroddi spilar á Broadway í kvöld. Sveitin var stofnuð árið 1991 og vakti fljótt mikla athygli. Hún átti sextán lög sem rötuðu á vinsældalista Evrópu á tíunda áratugnum, þar á meðal Get Ready For This, Twilight Zone, Tribal Dance og að sjálfsögðu hið ódauðlega No Limit.

Lífið

Lady GaGa: „Ég er kona“

Söngkonan Lady GaGa hefur blásið á þær sögusagnir að hún sé tvíkynja og segir þennan orðróm „fáránlegan“. Þegar hún var spurð út í þetta í útvarpsþætti í Ástralíu sagð hún „Þetta er í raun of fáránlegt til þess að ég geti rætt það."

Lífið

Bókin um Villa Vill á lokasprettinum

„Ég er á lokasprettinum. Þetta mjakast – hægt og bítandi. Bókin kemur út fyrir jól,“ segir tónlistarmaðurinn og nú ævisagnaritarinn Jón Ólafsson. Hann hefur unnið að því frá því í janúar að skrifa ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar og nú sér loksins fyrir endann á vinnunni.

Lífið

Viskíflaska til höfuðs Agli, Fúsa og Audda

„Ég er vanur því að menn vilji taka fyrirliðann út. Þannig að ég kippi mér ekkert upp við að það sé „bounty“ á mér. Það er bara gaman fyrir þessa fiska að fá að mæta fyrirliðanum,“ segir Egill „Þykki“ Einarsson, líkamsræktarfrömuður og pókerspilari.

Lífið

Dísa í World Class: Hreyfðu þig um helgar

„Best er að æfa 5-6 sinnum í viku og ef þær æfingar hafa ekki náðst í vikunni þá er um að gera að nota helgarnar í þær," svarar Hafdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri World Class. „Það er gott að taka einn „hvíldardag" hvort sem hann er í miðri viku eða um helgi. Það er líka smart að hafa markmið um hverja helgi að skora á sjálfan sig og taka „öðruvísi" æfingu. Prófa eitthvað annað en við erum vön," segir Hafdís. „Nammidagur er fínn - en hann er ekki hugsaður þannig að það sé það eina sem gert er þann daginn. Allt er gott í hófi, óhóf leiðir bara til vanlíðunar." „Að vera góður við sjálfan sig þýðir að við tökum ábyrgð á heilsu okkar með heilsusamlegum lífsstíl. Reglubundin þjálfun ásamt heilsusamlegu mataræði skilar okkur bættri heilsu til betra lífs sem eru okkar gildi í World Class. Það þýðir að við getum verið virkir þátttakendur í öllu því sem okkur stendur til boða í okkar daglega lífi og þurfum engar afsakanir fyrir að taka ekki þátt," segir Hafdís.

Lífið

Íslenskur bókaútgefandi í hörðu stríði í Danmörku

„Þetta varð strax ofboðslegt mál. Hér stoppar ekki síminn,“ segir Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi í Danmörku. Snæbjörn rekur bókaforlagið Hr. Ferdinand og stendur nú í deilum við risann Indeks Retail um sölu á nýjustu bók Dans Brown. Danskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum af málinu í vikunni.

Lífið

Einar Ágúst skilinn útundan

Þrátt fyrir að öllu verði tjaldað til á tuttugu ára afmælistónleikum Skítamórals á Rúbín í Öskjuhlíð 8. október verður fyrrverandi söngvari sveitarinnar, Einar Ágúst Víðisson, ekki á meðal gesta.

Lífið

Hellisbúinn frumsýndur

Einleikurinn Hellisbúinn var frumsýndur í Íslensku óperunni á fimmtudagskvöld. Margt var um manninn á sýningunni og skemmtu áhorfendur sér hið besta yfir gamanmálum Jóhannesar Hauks Jóhannessonar.

Lífið

Buðu Neil Young til Íslands

„Við erum búin að setja okkur í samband við framleiðendurna. Við ætlum að reyna að fá þá báða. Það sakar ekki að reyna,“ segir Hrönn Marinósdóttir hjá RIFF.

Lífið