Lífið

Bítlakassar á leið í búðir

Sígildir Endurhljóðunnir Bítlar koma á morgun.
Sígildir Endurhljóðunnir Bítlar koma á morgun.

Nú stendur yfir Bítla-átak, og ekki í fyrsta sinn. Allar þrettán plötur Bítlanna (Hvíta albúmið var tvöfalt), auk tveggja smáskífu- og afgangslagasafna (Past Masters 1 og 2), verða fáanlegar í kassa í fyrramálið.

Hægt er að velja um tvær tegundir af kössum, steríó og mónó. Steríókassinn geymir 16 diska og hefur öll tónlistin verið endurhljóðunnin af færustu mönnum Abbey Road-hljóðversins.

Þá fylgja hverjum diski heimildarmyndir um gerð viðkomandi plötu. Dýrðin er ekki gefin, enda íslenska krónan í tómu tjóni.

Samkvæmt Senu mun steríókassinn kosta á bilinu 35-45.000 kr., og mónókassinn er jafnvel dýrari, enda bara ætlaður sérvitringum og gefinn út í afar takmörkuðu upplagi. - drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.