Lífið

Höllinni breytt í geimskip

Tölvuleikjafyrirtækið CCP heldur árlega ráðstefnu fyrir aðdáendur tölvuleiksins EVE Online nú í byrjun október. Ráðstefnunni lýkur með stórri veislu sem haldin verður í Laugardalshöllinni og hefur fyrirtækið ákveðið að bjóða Íslendingum upp á sérstakt miðaverð svo að sem flestir geti komið og upplifað þennan viðburð. Starfsmenn CCP hafa unnið að undirbúningi fyrir ráðstefnuna frá því í mars í samvinnu við fyrirtækið Exton.

Lífið

Ósáttir við gagnrýni Hollywood Reporter

„Það er eitthvað mikið að hjá þessum manni, það er einfaldlega ekki hægt að hata þessa mynd svona mikið. Þetta er létt og skemmtileg mynd og þessi dómur er algjörlega úr takti við allt raunveruleikaskyn,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson, einn af framleiðendum The Good Heart eftir Dag Kára Pétursson.

Lífið

Vinnur við að spila póker

„Þetta var náttúrlega mjög mikil heppni,“ segir Axel Einarsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í póker. Mótið var haldið á Hilton Nordica-hótelinu um síðustu helgi.

Lífið

Þrjátíu erlendir blaðamenn

Hátt í þrjátíu erlendir blaðamenn eru væntanlegir á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem stendur yfir frá 17. til 27. september. Wendy Mitchell frá kvikmyndasíðunni Screen­daily.com kemur hingað, auk blaðamanna frá Politiken, Jyllandsposten, Berlingske Tidende, Boston Phoenix, Tagesspiegel, Sight and Sound og fleiri fjölmiðlum. „Þetta er mesti fjöldi blaðamanna sem hefur komið á hátíðina. Það hefur aldrei verið meiri áhugi á henni,“ segir Hrönn Marínósdóttir hjá RIFF.

Lífið

Kelly Osbourne: „Ég myndast feit“

Kelly Osbourne dóttir rokkarans Ozzy og dómarans Sharon segir aðdáendur sína ávallt mjög hissa á því hve grönn hún sé þegar þeir hitta hana. Hún segir ástæðu þess vera að myndavélin bæti yfirleitt nokkrum kílóum á sig. Þetta útskýrði hún í samtali við hið Breska Star magazine.

Lífið

Allir busar látnir blása á Verzlóballi

Busaball Verzlunarskólans fer fram nú á fimmtudagskvöldið á skemmtistaðnum Broadway. Árni Kristjánsson, forseti NFVÍ, var í óða önn við að undirbúa ballið þegar Skólalíf náði tali af honum.

Lífið

Áfengismælar frumsýndir: Aðeins tíu dauðir á busaballi MR

Aðeins tíu manns enduðu í sjúkragæslu, sem jafnan gengur undir gælunafninu „dauðaherbergið,“ á busaballi MR sem fram fór í upphafi mánaðarins, en það þykir í minna lagi. Árni Freyr Snorrason, Inspector Skólafélagsins, sagðist ánægður með hversu vel ballið fór fram og bætir við að skólastjórnin hafi verið ánægð.

Lífið

Þátttökugjöld í framhaldsskólamóti KSÍ hækka ekki í kreppunni

Frestur til að tilkynna þátttöku í framhaldsskólamóti KSÍ í knattspyrnu rennur út þann 18. september, en samkvæmt tilkynningu frá KSÍ verður ekki tekið við skráningum eftir þann tíma. Þátttökugjald er 15.000 krónur á lið í ár, en hver skóli getur alls sent fjögur lið í keppnina; tvö kvennalið og tvö karlalið.

Lífið

Snorri í Betel: Skilnaðurinn alvarleg mistök

„Ég er alltaf á móti skilnaði,“ segir Snorri Óskarsson, forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri, spurður út í yfirlýsingu Gunnars Þorsteinssonar, forstöðumanns Krossins og eiginkonu hans, Ingibjörgu Guðnadóttur.

Lífið

69 uppáhaldsstelling Gillz

„Þetta var frábært," svarar Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, aðspurður um hans gengi í pókermótinu sem fram fór um helgina. „Það gekk mjög vel sem þýðir að ég vann ekki. Ég veit að það kemur fólki á óvart en stóru pókermótin eru þannig að margt þarf að ganga upp."

Lífið

West baðst afsökunar

Rapparinn Kanye West hefur beðist afsökunar á hegðun sinni á MTV-tónlistarhátíðinni um helgina. Rapparinn ruddist upp á svið þegar sveitasöngkonan Taylor Swift fékk verðlaun fyrir besta myndbandið, reif af henni hljóðnemann og sagði að Beyoncé Knowles hefði átt að vinna fyrir myndbandið við Single Ladies.

Lífið

Herramenn á leið heim til Íslands

„Ég er rosalega spenntur,“ segir heimildarmyndagerðarmaðurinn Janus Bragi Jakobsson. Hann er á leiðinni til Íslands í tilefni af sýningu útskriftarmyndar sinnar The Gentlemen á kvikmyndahátíðinni RIFF. Myndin, sem verður frumsýnd á föstudaginn, er lokaverkefni hans úr Danska kvikmyndaskólanum. Hún var áður sýnd á Skjaldborgarhátíðinni við góðar undirtektir en Janus var ekki viðstaddur þá sýningu.

Lífið

Gekk út af Antichrist á meðan Bryndís sat áfram

„Þetta var bara viðbjóður. Hann er greinilega ekki með réttu ráði höfundurinn,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem gekk út af Antichrist, nýjustu mynd Lars von Trier, í Háskólabíói um síðustu helgi.

Lífið

Edduverðlaununum hugsanlega breytt

„Það hefur engin formleg ákvörðun verið tekin en það hefur verið rætt að breyta fyrir­komulaginu á Edduverðlaununum,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður ÍKSA, íslensku kvikmynda- og sjónvarps­akademíunnar.

Lífið

Gunnar í Krossinum skilinn

Gunnar Þorsteinsson gjarnan kenndur við Krossinn og eiginkona hans Ingibjörg Guðnadóttir hafa ákveðið að skilja. Í opinskáu bréfi sem birt er á heimasíðu Krossins í dag er sagt frá þessari ákvörðun þeirra hjóna. Þar segjast þau þakklát fyrir hlýjar kveðjur og góð ráð margra systra og bræðra í samfélaginu sem styrkt hafa þau í gegnum þetta erfiða ferli.

Lífið

Hætt hjá Birtíngi og stefnir á doktorsnám

Elín G. Ragnarsdóttir, framkvæmdarstjóri Birtíngs útgáfufélags, hætti þar störfum í dag. Elín sem tekið hefur þátt í mikilli uppbyggingu á útgáfunni undanfarið segist kveðja fyrirtækið sátt en Sverrir Arngrímsson sem hefur verið fjármálastjóri hefur tekið við starfi Elínar. Ásmundur Helgason eiginmaður Elínar hætti einnig sem sölu- og markaðsstjóri hjá félaginu í dag.

Lífið

Inga Lind snýr aftur á skjáinn

Inga Lind Karlsdóttir mun lesa fréttir á Skjá einum í nýjum fréttatíma sem fer í loftið í þessum mánuði. Fréttirnar verða samstarfsverkefni Skjás eins og Morgunblaðsins og hefjast klukkan 18:50 alla virka daga. Inga Lind er ekki ókunn sjónvarpi en hún hóf sinn feril á Skjá einum fyrir 10 árum síðan.

Lífið

Sellófan brýtur niður líkamsfitu

„Við erum nýbúnar að fá Comfortzone merkið sem er ítalskt og erum byrjaðar með svokallaða sellófanvafninga. Meðferðin tekur 30 mínútur þar sem öflugur sellófanvafningur er vafinn frá mitti og niður," segir Hrafnhildur Halldórsdóttir móttökustjóri Laugar Spa aðspurð um nýjungar til að brjóta niður fitu á líkamanum. „Fyrst er borið krem á líkamann og síðan er hann vafinn inn í sellófan. Þetta er sellólætkrem sem myndar hitatilfinningu þegar það er lokað af með sellófani en þá verður það virkt og brýtur niður fituna." „Þegar 30 mínútur eru liðnar þá tökum við sellófanið af og berum aftur krem á líkamann til að viðhalda virkninni," útskýrir Hrafnhildur. „Viðkomandi er fylgt inn í hvíldar herbergið í baðstofunni eftir að hann er vafinn í sellófan en það er ein kona sem er bara í þessu hjá okkur."

Lífið

Netþrjótur í gervi Unnar Birnu

„Það er frekar fúlt að það sé hægt að nota nafn manns og mynd svona auðveldlega – og í rauninni ferðast um Netið undir mínu nafni. Það er mjög óþægilegt,“ segir alheimsfegurðardrottningin og lögfræðingurinn Unnur Birna Vilhjálmsdóttir.

Lífið

Hamarinn og Fangavaktin á sama tíma

„Þetta er mjög óþægilegt og auðvitað vona ég að við Þórhallur [Gunnarsson] getum fundið einhverja lausn á þessu í sameiningu,“ segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Dagskrártími Fangvaktarinnar og Hamarsins rekast á.

Lífið

Flugþjónn gerir stuttmynd og slær í gegn

„Ég er lærður leikari en er búinn að fljúga lengi. Mér fannst ég kominn á þann stað í lífinu að ég þyrfti að fara að skapa eitthvað,“ segir flugþjónninn Barði Guðmundsson. Stuttmynd hans, Mamma veit hvað hún syngur, verður sýnd á Riff-hátíðinni seinna í mánuðinum. „Ég skrifaði handritið á löngum flugum, oft á næturflugi til Alicante. Þá var stundum lítið að gera. Ég er yfirmaður svo ég lét það ekki trufla þótt kúnnarnir þyrftu aðstoð. Sendi bara hina,“ segir hann í gríni.

Lífið

Nýfæddur sonur Nicole búinn að fá nafn

Bandaríska sjónvarpsstjarnan Nicole Richie og eignmaður hennar Joel eru búin að gefa nýfæddum syni sínum nafnið Sparrow James Midnight Madden. Fyrir eiga þau saman 22 mánaða gamla dóttur, Harlow Winter Kate Madden. Sparrow kom í heiminn síðastliðinn miðvikudag.

Lífið

Maríur seljast eins og heitar lummur

„Viðtökurnar voru strax mjög góðar og ég hef í raun aldrei haft undan að framleiða," segir Halla María Ólafsdóttir, textílkennari, sem framleiðir svokallaðar Maríur í stofunni heima hjá sér, en þær seljast eins og heitar lummur. Maríur er nælur, hárspennur, hárkambar og hárspangir sem Halla handsaumar.

Lífið

Winehouse treður upp í grísku brúðkaupi

Breska söngkonan Amy Winehouse fær greitt gott tímakaup fyrir að troða upp í grísku brúðkaupi í kvöld. Vandræðagemsinn fær á fimmtu milljón króna fyrir að syngja þrjú lög í veislunni. Brúðkaupið fer fram í grennd við heimili söngkonunnar í útjarði London.

Lífið