Lífið

Vinnur við að spila póker

Varð fyrsti Íslandsmeistarinn í póker um síðustu helgi.
fréttablaðið/valli
Varð fyrsti Íslandsmeistarinn í póker um síðustu helgi. fréttablaðið/valli

„Þetta var náttúrlega mjög mikil heppni,“ segir Axel Einarsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í póker. Mótið var haldið á Hilton Nordica-hótelinu um síðustu helgi.

„Eftir dag númer eitt sagði ég við mömmu að það væri einn á móti tuttugu að ég myndi vinna,“ segir Axel, sem var þá í fimmtánda sæti af 31 keppanda. Hann viðurkennir að stressið hafi verið farið að segja til sín undir það síðasta. „Ég var mjög stressaður í þessu móti, ég neita því ekki. Það er ekki auðvelt að verða Íslandsmeistari,“ segir hann. „Ég fór á svolítið „rush“ á degi númer tvö. Ég kom á lokaborðið með 1,3 milljónir og það er erfitt að komast ekki langt þegar maður er svona heppinn.“

Axel hlaut í sigurlaun 1,5 milljónir króna sem hann ætlar að nota í áframhaldandi spilamennsku. Hann er 23 ára, sér eingöngu fyrir sér með pókerspili og gerir ekkert annað. Í fyrrasumar fór hann á heimsmeistaramótið í Las Vegas en datt út á degi númer tvö. Í janúar síðastliðnum fór hann þangað aftur og spilaði í sex vikur, án þess þó að vinna stórar upphæðir.

Upphæðin sem Axel vann á Íslandsmótinu er sú hæsta sem hann hefur unnið en áður hafði hann mest grætt 2.500 dollara á einu kvöldi á netinu, eða um 300 þúsund krónur.

„Það er hægt að græða fínan pening á þessu ef þú veist hvað þú ert að gera,“ segir þessi fyrsti Íslandsmeistari í póker.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.