Lífið

Milljónir lesa um tískuslys í Keflavík

Umfjöllun tímaritsins um íslensku fatahönnunarvikuna.
Umfjöllun tímaritsins um íslensku fatahönnunarvikuna.

Tímaritið The New York Magazine birtir harðorða grein á heimasíðu sinni um tískusýningu Iceland Fashion Week sem var haldin á Ljósanótt í Reykjanesbæ þar síðustu helgi.

Tímaritið er gríðarlega vinsælt en á einum mánuði fær vefsíða þeirra rúmlega milljón heimsóknir.

Greinin fjallar um tískustríðið sem átti sér stað í Reykjanesbæ þegar þrettán hönnuðir yfirgáfu eiganda og skipuleggjanda Iceland Fashion Week, Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur.

Fyrirsögn greinarinnar er: Inside Iceland´s nightmare Fashion Week.

Nokkuð hefur verið fjallað um málið hér á landi, meðal annars á Vísi og svo Íslandi í dag þar sem rætt var við hönnuði sem yfirgáfu sýninguna sem og Kolbrúnu sjálfa.

Fátt nýtt kemur fram í greininni sem tekur frekar undir sjónarmið hönnuðanna sem yfirgáfu Kollu, eins og hún er kölluð, á Ljósanótt.

Ekki er farið fögrum orðum um Kolbrúnu sjálfa en meðal annars er haft eftir Gunnari Hilmarssyni, formanns Fatahönnunarfélags Íslands, að Kolla sé hreinlega ekki í jafnvægi.

Þá vekur athygli að greinin er flokkuð undir nokkrum stikkorðum. Það er: Scams, Icelandic fashion Week og svo fullu nafni Kolbrúnar.

Greinina má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.