Lífið

Þrjátíu erlendir blaðamenn

Aldrei hafa fleiri erlendir blaðamann komið á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík.mynd/riff
Aldrei hafa fleiri erlendir blaðamann komið á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík.mynd/riff

Hátt í þrjátíu erlendir blaðamenn eru væntanlegir á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem stendur yfir frá 17. til 27. september.

Wendy Mitchell frá kvikmyndasíðunni Screen­daily.com kemur hingað, auk blaðamanna frá Politiken, Jyllandsposten, Berlingske Tidende, Boston Phoenix, Tagesspiegel, Sight and Sound og fleiri fjölmiðlum. „Þetta er mesti fjöldi blaðamanna sem hefur komið á hátíðina. Það hefur aldrei verið meiri áhugi á henni,“ segir Hrönn Marínósdóttir hjá RIFF.

Jessica Hausner, sem er í dómnefnd á RIFF, fékk nýverið hin virtu Fipresci-verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir mynd sína Lourdes. Hún gerist á samnefndum pílagrímaslóðum í Pýreneafjöllum Frakklands og fjallar um Christine, sem er sjónskert og bundin í hjólastól. Myndin verður sýnd á RIFF 17. september, sama dag og hátíðin verður sett í Háskólabíói með sýningu kanadísku myndarinnar Ég drap mömmu. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra setur hátíðina auk þess sem leikstjórinn Ólafur Jóhannesson og Alan Bones, sendiherra Kanada á Íslandi, halda ræður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.