Lífið Frances á nýrri plötu Frances Bean Cobain, dóttir Kurts Cobain úr Nirvana og Courtney Love, kemur fram á sinni fyrstu plötu 30. mars. Platan nefnist Evelyn Evelyn frá samnefndri hljómsveit. Frances, sem er átján ára, syngur bakraddir í laginu My Space ásamt hópi þekktra einstaklinga á borð við Weird Al Yankovich, Andrew W.K., Gerard Way úr hljómsveitinni My Chemical Romance og rithöfundinum Neil Gaiman. Á meðal annarra laga á plötunni er ukulele-útgáfa af lagi Joy Division, Love Will Tear Us Apart. Lífið 6.2.2010 02:00 Þjóðleikhússtjóri keppir við frænku sína og mömmu „Þetta er bara fjölskylduflokkur," segir Tinna Gunnlaugsdóttir, Þjóðleikhússtjóri. Lífið 6.2.2010 02:00 Ekki allir fullir sem hringja inn „Það eru alls ekki allir blindfullir sem hringja inn en ég hef fundið fyrir því að ég virðist hafa þau áhrif á þjóðina að nú þykir sjálfsagt að fá sér brjóstbirtu upp úr klukkan fjögur þegar þátturinn minn hefst," segir Siggi Hlö útvarpsmaður spurður út í ástand hlustenda þáttarins Veistu hver ég var? sem hann er með á Bylgjunni á laugardögum klukkan 16:00 - 18:30. Lífið 5.2.2010 13:30 Rándýrar glæsivillur útrásarvíkinga - myndband Íslensku útrásarvíkingarnir keyptu þyrlur, einkaþotur, héldu glæsiveislur en síðast en ekki síst fjárfestu þeir í glæsihúsum sem metin eru á mörg hundruð milljónir. Lífið 5.2.2010 10:30 Spilar á fiðlu með austurrískri poppstjörnu Fiðluleikaranum Geirþrúði Ásu Guðjónsdóttur bauðst nýverið að spila með austurrísku söngkonunni Önnu F sem slegið hefur í gegn í heimalandi sínu og hitaði meðal annars upp fyrir Lenny Kravitz á tónleikaferðalagi hans í sumar. Geirþrúður hefur verið búsett í Austurríki í tæpt ár þar sem hún stundar einkanám í fiðluleik. Lífið 5.2.2010 06:30 Paris Hilton tvisvar mynduð í íslenskum skóm á röltinu Hótelerfinginn Paris Hilton gekk um götur Los Angeles og Salt Lake City í skóm frá Gyðju Collection í vikunni. Hönnuðurinn Sigrún Lilja fékk fréttirnar frá stílista Parisar og trúði varla sínum eigin augum þegar hún sá myndirnar. Lífið 5.2.2010 06:00 Mentell deyr í bílslysi Leikarinn William Shatner er afar sorgmæddir yfir dauða leikarans Justins Mentells sem lést í bílslysi á mánudag, aðeins 27 ára að aldri. Shatner lék á móti Mentell í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Boston Legal. „Það var mjög sorglegt að heyra um Justin Mentell. Hann hefði getað náð mjög langt. Ég vil senda samúðarkveðjur til fjölskyldu hans,“ skrifaði Shatner á Twitter-síðu sína. Mentell lék lögfræðinginn Garret Wells í Boston Legal frá 2005 til 2006. Hann lék einnig í nokkrum kvikmyndum, þar á meðal G-Force. Lögreglan í Iowa segir Mentell ekki hafa verið í bílbelti þegar bifreið hans skall á tré. Lífið 5.2.2010 05:00 Eiður Smári í klóm breskra fjölmiðla Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Tottenham, er í kastljósi bresku pressunnar um þessar mundir eftir að breska blaðið The Sun hélt því fram að hann hefði átt í ástarsambandi við undirfatafyrirsætuna Vanessu Perroncel. Lífið 5.2.2010 05:00 Kolsvartur gleðileikur Ufsagrýlur, nýtt leikrit eftir Sjón, verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsi í kvöld. „Þetta er svartur gleðileikur, eins og sá sem við Íslendingar erum staddir í núna,“ segir Sjón. „Fjallar um trúnaðarbrestinn á milli þegnanna í litlu landi og hvernig hann fer með fólkið. Kannski ekki síst með þá sem brugðust. Það er verið að velta því fyrir sér hvort lækning sé möguleg.“ Lífið 5.2.2010 04:00 The Strokes í hljóðver á ný New York-sveitin The Strokes er byrjuð að taka upp sína fjórðu breiðskífu. Strákarnir hafa fengið í lið með sér upptökustjórann Joe Chiccarelli og upptökur fara að sjálfsögðu fram í stóra eplinu. Lífið 5.2.2010 04:00 Handtöskur fyrir Haítí Leikkonan Scarlett Johansson hefur hannað nýja tegund af handtöskum til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí. Töskurnar eru unnar í samstarfi við fyrirtækið Mango og koma í verslanir í mars. Allur ágóðinn af töskusölunni rennur til samtakanna Oxfam. „Ég er mjög ánægð með að starfa með Mango við að hanna neysluvöru sem vekur fólk til umhugsunar og um leið styrkja sjóð Oxfams vegna jarðskjálftanna á Haítí og með því að kaupa þessa tösku veitirðu fólki lífsnauðsynlega aðstoð,“ sagði Johansson. Lífið 5.2.2010 03:00 Benedikt ofkældist ekki „Við erum að reyna að gera sjósundið sem öruggast og leiðbeina þeim sem koma nýir inn í þetta,“ segir Benedikt Hjartarson, formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur. Lífið 5.2.2010 03:00 Barði tilnefndur í Gautaborg Kvikmyndahátíðin í Gautaborg stendur nú yfir. Þetta er stærsta kvikmyndahátíðin á Norðurlöndum og ein af stærstu kvikmyndahátíðum í heimi. Verðlaun verða veitt annað kvöld í hinum ýmsu flokkum, meðal annars fyrir bestu tónlist í norrænni bíómynd. Þar er Barði Jóhannsson meðal fimm tilnefndra, en Barði er tilnefndur fyrir músíkina í kvikmynd Óskars Jónassonar, Reykjavík-Rotterdam. Það er til mikils að vinna, aðalverðlaunin eru eitt hundrað þúsund sænskar krónur, rúmlega 1.7 milljónir íslenskar. Lífið 5.2.2010 02:00 Ringo fann loksins Guð Bítillinn Ringo Starr segist loksins hafa fundið Guð eftir fjörutíu ára leit. Hann segir að sín andlega hlið fái að njóta sín á nýjustu plötu sinni Y Not. Lífið 5.2.2010 01:00 Orkudrykkur Völu Matt og Sollu Eiríks Súkkulaði-orkudrykkur 1 banani (gott að kæla hann í ísskáp eða taka úr frysti) 1 bolli haframúslí eða tröllahafrar 3-4 lífrænar döðlur ½ til 1 bolli lífrænar möndlur ¼-½ bolli kókosmjöl eða kókosflögur 2-3 tsk. lífrænt kakó Kalt vatn eftir smekk 4-5 klakar Allt sett í blandara og þeytt saman. Ef blandarinn er ekki mjög kröftugur þá er ráð að setja fyrst banana og múslí og hræra saman. Setja svo restina í blandarann og hræra allt saman í lokin. Vatn er sett eftir smekk eftir því hvað þið viljið hafa drykkinn þykkan. Njótið svo vel, því hér er hollt sælgæti á ferð! Lífið 4.2.2010 19:30 Bo á Akureyri um helgina „Ég mun taka úrval af lögunum mínum sem ég hef hljóðritað í gegnum tíðina. Af nóg er að taka," svarar Björgvin Halldórsson sem spilar með hljómsveitinni VON á veitingahúsinu Vésmiðjunni á Akureyri laugardagskvöldið 6. febrúar næstkomandi. „Ég hef nokkrum sinnum spilað sem gestur með þessum strákum. Fín hljómsveit," bætir hann við. Á að skella sér á skíði í leiðinni? „Ég hef aldrei komið á skíði á æfinni og mun ekki byrja núna. En Akureyrarbær er sjarmerandi bær eins og Hafnarfjörður og hefur upp á margt að bjóða," svarar Björgvin. „Ég mun ekki hafa tíma til að slappa af mikið en mun njóta hverrar mínútu," segir Björgvin. Lífið 4.2.2010 12:30 Þessar lýtaaðgerðir hljóta að kosta - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá Pamelu Anderson, 42 ára, ásamt lífverði í næturklúbb í Hollywood helgina sem leið. Hún vinnur sér inn aura með því að mæta á ýmsar uppákomur gegn greiðslu enda kominn timi til að hún vinni sér inn aura til að greiða skuldahalasúpuna sem hún dregur á eftir sér. Lífið 4.2.2010 09:30 Býst ekki við styttu James Cameron, leikstjóri stórmyndarinnar Avatar, býst ekk við að fá Óskarsverðlaunin fyrir bestu myndina í ár, þrátt fyrir að myndin sé tilnefnd. Hann vonar að fyrrverandi eiginkona sín, Kathryn Bigelow, fái styttuna, en hún leikstýrði The Hurt Locker – sem þykir afar sigurstrangleg. Lífið 4.2.2010 06:30 Best í myrkraherberginu Jóna Þorvaldsdóttir sýnir um þessar mundir ljósmyndir í sal Ljósmyndasafns Reykjavíkur í Grófarhúsi. Sýninguna nefnir hún Skynjanir. Jóna notar aðferðir frá upphafsárum ljósmyndatækninnar. Lífið 4.2.2010 06:30 Freddy Krueger mesta illmennið Freddy Krueger hefur verið kosinn mesta illmenni hvíta tjaldsins í nýrri könnun tímaritsins SFX. Krüger gerði garðinn frægan í hryllingsmyndinni The Nightmare on Elm Street. Næst á eftir Krueger komu Pinhead úr Hellraiser og Michael Myers úr Halloween. Lífið 4.2.2010 06:30 Gunnar leitar að Sollu Stirðu „Það verða opnar prufur og þær fara fram laugardaginn 13. febrúar á Hilton Nordica-hóteli við Suðurlandsbraut. Hefjast stundvíslega klukkan tíu og fólk á að mæta tímanlega því við finnum fyrir miklum áhuga og búumst við miklum fjölda,“ segir Gunnar Helgason, leikstjóri Latabæjarskemmtunarinnar sem fram fer í Laugardalshöll hinn 27. mars. Lífið 4.2.2010 06:15 Sigurhátíð sama hvernig fer „Við höldum sigurhátíð í Sjallanum á laugardagskvöldið sama hvernig fer,“ segir Valur Freyr Halldórsson, trommuleikari og söngvari Hvanndalsbræðra. Hljómsveitin flytur sem kunnugt er eitt laganna sex í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardaginn. Það heitir Gleði og glens og er eina lagið í keppninni sem er sungið á íslensku. Lífið 4.2.2010 06:00 Empire velur verstu myndirnar Lesendur kvikmyndatímaritsins Empire hafa valið verstu kvikmyndir Hollywood og á toppnum tróna góðkunningjar sambærilegra lista. Sú kvikmynd sem þykir allra verst er Batman & Robin með George Clooney í Lífið 4.2.2010 06:00 FM Belfast á Hróarskeldu Hljómsveitin FM Belfast spilar á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í byrjun júlí. Áður hafði þungarokksveitin Sólstafir fengið boð um að spila á hátíðinni. Íslensk atriði hafa aldrei verið fleiri en tvö á hátíðinni og því verður forvitnilegt að sjá hvort fleiri bætist við þegar nær dregur. Í fyrra stigu þar á svið hljómsveitirnar Hjaltalín og Kira Kira. Alls hafa 26 hljómsveitir verið tilkynntar á hátíðina í ár, þar á meðal Muse, Pavement og Jack Johnson. Lífið 4.2.2010 06:00 Tvö höfuð Jóhannesar Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur Þorgeir Hávarsson í leikritinu Gerplu sem frumsýnt verður 12. febrúar. Leikmunadeild Þjóðleikhússins er tilbúin með fremur óhefðbundinn leikmun tengdan honum. Lífið 4.2.2010 06:00 Solla og Vala í sjónvarpiðdag Valgerður Matthíasdóttir og Sólveig Eiríksdóttir verða með vikulega uppskrift í Fréttablaðinu á fimmtudögum. Sólveig sýnir síðan réttu handtökin sama kvöld í Íslandi í dag á Stöð 2. Lífið 4.2.2010 06:00 Áfram munaðarlaus „Þetta hefur gengið mjög vel. Við náðum að borga upp yfirdráttinn eftir síðustu helgi,“ segir Hannes Óli Ágústsson, einn leikaranna sem standa að leiksýningunni Munaðarlaus sem hefur verið sýnt í Norræna húsinu undanfarið. „Þessi sýning er kannski vonarneisti fyrir aðra nýútskrifaða leikara. Það sést allavega að það er hægt að gera svona án styrkja og láta það ganga upp með hagsýni.“ Lífið 4.2.2010 06:00 Svavar spilar fyrir Ástrala Trúbadorinn Svavar Knútur er nú á ferðalagi um Ástralíu og sefur í heimahúsum hjá vinum og kunningjum. Platan Kvöldvaka selst eins og kaldur frostpinni í heitri Suðurálfunni. Lífið 4.2.2010 06:00 Fyrirtæki Tiger-tryggð Fyrirtæki sem fá frægar Hollywood-stjörnur sem talsmenn eru byrjuð að tryggja sig fyrir ýmsu sem getur gerst í einkalífi stjarnanna. Þetta gera þau til að tryggja sig fyrir fjárhagslegu tjóni eins og fyrirtækin sem styrktu Tiger Woods urðu fyrir í kjölfarið á því að upp komst um hjásvæfur hans. Lífið 4.2.2010 06:00 Söngskólinn með Djammstaff Nemendaópera Söngskólans sýnir óperuna Don Djammstaff í samvinnu við Íslensku óperuna. Óperan er samsett úr sautján atriðum úr fjórtán óperum eftir níu tónskáld og sungin á fjórum tungumálum. Söguþráðurinn snýst um ævintýri vampírunnar Don Djammstaff, sem er yfir sig ástfanginn af mennskri konu, Paminu, og setur allt í uppnám til að ná ástum hennar. Inn í framvinduna fléttast hefndir kvenna og vald örlaganna. Lífið 4.2.2010 06:00 « ‹ ›
Frances á nýrri plötu Frances Bean Cobain, dóttir Kurts Cobain úr Nirvana og Courtney Love, kemur fram á sinni fyrstu plötu 30. mars. Platan nefnist Evelyn Evelyn frá samnefndri hljómsveit. Frances, sem er átján ára, syngur bakraddir í laginu My Space ásamt hópi þekktra einstaklinga á borð við Weird Al Yankovich, Andrew W.K., Gerard Way úr hljómsveitinni My Chemical Romance og rithöfundinum Neil Gaiman. Á meðal annarra laga á plötunni er ukulele-útgáfa af lagi Joy Division, Love Will Tear Us Apart. Lífið 6.2.2010 02:00
Þjóðleikhússtjóri keppir við frænku sína og mömmu „Þetta er bara fjölskylduflokkur," segir Tinna Gunnlaugsdóttir, Þjóðleikhússtjóri. Lífið 6.2.2010 02:00
Ekki allir fullir sem hringja inn „Það eru alls ekki allir blindfullir sem hringja inn en ég hef fundið fyrir því að ég virðist hafa þau áhrif á þjóðina að nú þykir sjálfsagt að fá sér brjóstbirtu upp úr klukkan fjögur þegar þátturinn minn hefst," segir Siggi Hlö útvarpsmaður spurður út í ástand hlustenda þáttarins Veistu hver ég var? sem hann er með á Bylgjunni á laugardögum klukkan 16:00 - 18:30. Lífið 5.2.2010 13:30
Rándýrar glæsivillur útrásarvíkinga - myndband Íslensku útrásarvíkingarnir keyptu þyrlur, einkaþotur, héldu glæsiveislur en síðast en ekki síst fjárfestu þeir í glæsihúsum sem metin eru á mörg hundruð milljónir. Lífið 5.2.2010 10:30
Spilar á fiðlu með austurrískri poppstjörnu Fiðluleikaranum Geirþrúði Ásu Guðjónsdóttur bauðst nýverið að spila með austurrísku söngkonunni Önnu F sem slegið hefur í gegn í heimalandi sínu og hitaði meðal annars upp fyrir Lenny Kravitz á tónleikaferðalagi hans í sumar. Geirþrúður hefur verið búsett í Austurríki í tæpt ár þar sem hún stundar einkanám í fiðluleik. Lífið 5.2.2010 06:30
Paris Hilton tvisvar mynduð í íslenskum skóm á röltinu Hótelerfinginn Paris Hilton gekk um götur Los Angeles og Salt Lake City í skóm frá Gyðju Collection í vikunni. Hönnuðurinn Sigrún Lilja fékk fréttirnar frá stílista Parisar og trúði varla sínum eigin augum þegar hún sá myndirnar. Lífið 5.2.2010 06:00
Mentell deyr í bílslysi Leikarinn William Shatner er afar sorgmæddir yfir dauða leikarans Justins Mentells sem lést í bílslysi á mánudag, aðeins 27 ára að aldri. Shatner lék á móti Mentell í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Boston Legal. „Það var mjög sorglegt að heyra um Justin Mentell. Hann hefði getað náð mjög langt. Ég vil senda samúðarkveðjur til fjölskyldu hans,“ skrifaði Shatner á Twitter-síðu sína. Mentell lék lögfræðinginn Garret Wells í Boston Legal frá 2005 til 2006. Hann lék einnig í nokkrum kvikmyndum, þar á meðal G-Force. Lögreglan í Iowa segir Mentell ekki hafa verið í bílbelti þegar bifreið hans skall á tré. Lífið 5.2.2010 05:00
Eiður Smári í klóm breskra fjölmiðla Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Tottenham, er í kastljósi bresku pressunnar um þessar mundir eftir að breska blaðið The Sun hélt því fram að hann hefði átt í ástarsambandi við undirfatafyrirsætuna Vanessu Perroncel. Lífið 5.2.2010 05:00
Kolsvartur gleðileikur Ufsagrýlur, nýtt leikrit eftir Sjón, verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsi í kvöld. „Þetta er svartur gleðileikur, eins og sá sem við Íslendingar erum staddir í núna,“ segir Sjón. „Fjallar um trúnaðarbrestinn á milli þegnanna í litlu landi og hvernig hann fer með fólkið. Kannski ekki síst með þá sem brugðust. Það er verið að velta því fyrir sér hvort lækning sé möguleg.“ Lífið 5.2.2010 04:00
The Strokes í hljóðver á ný New York-sveitin The Strokes er byrjuð að taka upp sína fjórðu breiðskífu. Strákarnir hafa fengið í lið með sér upptökustjórann Joe Chiccarelli og upptökur fara að sjálfsögðu fram í stóra eplinu. Lífið 5.2.2010 04:00
Handtöskur fyrir Haítí Leikkonan Scarlett Johansson hefur hannað nýja tegund af handtöskum til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí. Töskurnar eru unnar í samstarfi við fyrirtækið Mango og koma í verslanir í mars. Allur ágóðinn af töskusölunni rennur til samtakanna Oxfam. „Ég er mjög ánægð með að starfa með Mango við að hanna neysluvöru sem vekur fólk til umhugsunar og um leið styrkja sjóð Oxfams vegna jarðskjálftanna á Haítí og með því að kaupa þessa tösku veitirðu fólki lífsnauðsynlega aðstoð,“ sagði Johansson. Lífið 5.2.2010 03:00
Benedikt ofkældist ekki „Við erum að reyna að gera sjósundið sem öruggast og leiðbeina þeim sem koma nýir inn í þetta,“ segir Benedikt Hjartarson, formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur. Lífið 5.2.2010 03:00
Barði tilnefndur í Gautaborg Kvikmyndahátíðin í Gautaborg stendur nú yfir. Þetta er stærsta kvikmyndahátíðin á Norðurlöndum og ein af stærstu kvikmyndahátíðum í heimi. Verðlaun verða veitt annað kvöld í hinum ýmsu flokkum, meðal annars fyrir bestu tónlist í norrænni bíómynd. Þar er Barði Jóhannsson meðal fimm tilnefndra, en Barði er tilnefndur fyrir músíkina í kvikmynd Óskars Jónassonar, Reykjavík-Rotterdam. Það er til mikils að vinna, aðalverðlaunin eru eitt hundrað þúsund sænskar krónur, rúmlega 1.7 milljónir íslenskar. Lífið 5.2.2010 02:00
Ringo fann loksins Guð Bítillinn Ringo Starr segist loksins hafa fundið Guð eftir fjörutíu ára leit. Hann segir að sín andlega hlið fái að njóta sín á nýjustu plötu sinni Y Not. Lífið 5.2.2010 01:00
Orkudrykkur Völu Matt og Sollu Eiríks Súkkulaði-orkudrykkur 1 banani (gott að kæla hann í ísskáp eða taka úr frysti) 1 bolli haframúslí eða tröllahafrar 3-4 lífrænar döðlur ½ til 1 bolli lífrænar möndlur ¼-½ bolli kókosmjöl eða kókosflögur 2-3 tsk. lífrænt kakó Kalt vatn eftir smekk 4-5 klakar Allt sett í blandara og þeytt saman. Ef blandarinn er ekki mjög kröftugur þá er ráð að setja fyrst banana og múslí og hræra saman. Setja svo restina í blandarann og hræra allt saman í lokin. Vatn er sett eftir smekk eftir því hvað þið viljið hafa drykkinn þykkan. Njótið svo vel, því hér er hollt sælgæti á ferð! Lífið 4.2.2010 19:30
Bo á Akureyri um helgina „Ég mun taka úrval af lögunum mínum sem ég hef hljóðritað í gegnum tíðina. Af nóg er að taka," svarar Björgvin Halldórsson sem spilar með hljómsveitinni VON á veitingahúsinu Vésmiðjunni á Akureyri laugardagskvöldið 6. febrúar næstkomandi. „Ég hef nokkrum sinnum spilað sem gestur með þessum strákum. Fín hljómsveit," bætir hann við. Á að skella sér á skíði í leiðinni? „Ég hef aldrei komið á skíði á æfinni og mun ekki byrja núna. En Akureyrarbær er sjarmerandi bær eins og Hafnarfjörður og hefur upp á margt að bjóða," svarar Björgvin. „Ég mun ekki hafa tíma til að slappa af mikið en mun njóta hverrar mínútu," segir Björgvin. Lífið 4.2.2010 12:30
Þessar lýtaaðgerðir hljóta að kosta - myndir Á meðfylgjandi myndum má sjá Pamelu Anderson, 42 ára, ásamt lífverði í næturklúbb í Hollywood helgina sem leið. Hún vinnur sér inn aura með því að mæta á ýmsar uppákomur gegn greiðslu enda kominn timi til að hún vinni sér inn aura til að greiða skuldahalasúpuna sem hún dregur á eftir sér. Lífið 4.2.2010 09:30
Býst ekki við styttu James Cameron, leikstjóri stórmyndarinnar Avatar, býst ekk við að fá Óskarsverðlaunin fyrir bestu myndina í ár, þrátt fyrir að myndin sé tilnefnd. Hann vonar að fyrrverandi eiginkona sín, Kathryn Bigelow, fái styttuna, en hún leikstýrði The Hurt Locker – sem þykir afar sigurstrangleg. Lífið 4.2.2010 06:30
Best í myrkraherberginu Jóna Þorvaldsdóttir sýnir um þessar mundir ljósmyndir í sal Ljósmyndasafns Reykjavíkur í Grófarhúsi. Sýninguna nefnir hún Skynjanir. Jóna notar aðferðir frá upphafsárum ljósmyndatækninnar. Lífið 4.2.2010 06:30
Freddy Krueger mesta illmennið Freddy Krueger hefur verið kosinn mesta illmenni hvíta tjaldsins í nýrri könnun tímaritsins SFX. Krüger gerði garðinn frægan í hryllingsmyndinni The Nightmare on Elm Street. Næst á eftir Krueger komu Pinhead úr Hellraiser og Michael Myers úr Halloween. Lífið 4.2.2010 06:30
Gunnar leitar að Sollu Stirðu „Það verða opnar prufur og þær fara fram laugardaginn 13. febrúar á Hilton Nordica-hóteli við Suðurlandsbraut. Hefjast stundvíslega klukkan tíu og fólk á að mæta tímanlega því við finnum fyrir miklum áhuga og búumst við miklum fjölda,“ segir Gunnar Helgason, leikstjóri Latabæjarskemmtunarinnar sem fram fer í Laugardalshöll hinn 27. mars. Lífið 4.2.2010 06:15
Sigurhátíð sama hvernig fer „Við höldum sigurhátíð í Sjallanum á laugardagskvöldið sama hvernig fer,“ segir Valur Freyr Halldórsson, trommuleikari og söngvari Hvanndalsbræðra. Hljómsveitin flytur sem kunnugt er eitt laganna sex í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardaginn. Það heitir Gleði og glens og er eina lagið í keppninni sem er sungið á íslensku. Lífið 4.2.2010 06:00
Empire velur verstu myndirnar Lesendur kvikmyndatímaritsins Empire hafa valið verstu kvikmyndir Hollywood og á toppnum tróna góðkunningjar sambærilegra lista. Sú kvikmynd sem þykir allra verst er Batman & Robin með George Clooney í Lífið 4.2.2010 06:00
FM Belfast á Hróarskeldu Hljómsveitin FM Belfast spilar á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í byrjun júlí. Áður hafði þungarokksveitin Sólstafir fengið boð um að spila á hátíðinni. Íslensk atriði hafa aldrei verið fleiri en tvö á hátíðinni og því verður forvitnilegt að sjá hvort fleiri bætist við þegar nær dregur. Í fyrra stigu þar á svið hljómsveitirnar Hjaltalín og Kira Kira. Alls hafa 26 hljómsveitir verið tilkynntar á hátíðina í ár, þar á meðal Muse, Pavement og Jack Johnson. Lífið 4.2.2010 06:00
Tvö höfuð Jóhannesar Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur Þorgeir Hávarsson í leikritinu Gerplu sem frumsýnt verður 12. febrúar. Leikmunadeild Þjóðleikhússins er tilbúin með fremur óhefðbundinn leikmun tengdan honum. Lífið 4.2.2010 06:00
Solla og Vala í sjónvarpiðdag Valgerður Matthíasdóttir og Sólveig Eiríksdóttir verða með vikulega uppskrift í Fréttablaðinu á fimmtudögum. Sólveig sýnir síðan réttu handtökin sama kvöld í Íslandi í dag á Stöð 2. Lífið 4.2.2010 06:00
Áfram munaðarlaus „Þetta hefur gengið mjög vel. Við náðum að borga upp yfirdráttinn eftir síðustu helgi,“ segir Hannes Óli Ágústsson, einn leikaranna sem standa að leiksýningunni Munaðarlaus sem hefur verið sýnt í Norræna húsinu undanfarið. „Þessi sýning er kannski vonarneisti fyrir aðra nýútskrifaða leikara. Það sést allavega að það er hægt að gera svona án styrkja og láta það ganga upp með hagsýni.“ Lífið 4.2.2010 06:00
Svavar spilar fyrir Ástrala Trúbadorinn Svavar Knútur er nú á ferðalagi um Ástralíu og sefur í heimahúsum hjá vinum og kunningjum. Platan Kvöldvaka selst eins og kaldur frostpinni í heitri Suðurálfunni. Lífið 4.2.2010 06:00
Fyrirtæki Tiger-tryggð Fyrirtæki sem fá frægar Hollywood-stjörnur sem talsmenn eru byrjuð að tryggja sig fyrir ýmsu sem getur gerst í einkalífi stjarnanna. Þetta gera þau til að tryggja sig fyrir fjárhagslegu tjóni eins og fyrirtækin sem styrktu Tiger Woods urðu fyrir í kjölfarið á því að upp komst um hjásvæfur hans. Lífið 4.2.2010 06:00
Söngskólinn með Djammstaff Nemendaópera Söngskólans sýnir óperuna Don Djammstaff í samvinnu við Íslensku óperuna. Óperan er samsett úr sautján atriðum úr fjórtán óperum eftir níu tónskáld og sungin á fjórum tungumálum. Söguþráðurinn snýst um ævintýri vampírunnar Don Djammstaff, sem er yfir sig ástfanginn af mennskri konu, Paminu, og setur allt í uppnám til að ná ástum hennar. Inn í framvinduna fléttast hefndir kvenna og vald örlaganna. Lífið 4.2.2010 06:00