Lífið

Frances á nýrri plötu

Frances Bean Cobain og móðir hennar, Courtney Love.
Frances Bean Cobain og móðir hennar, Courtney Love.
Frances Bean Cobain, dóttir Kurts Cobain úr Nirvana og Courtney Love, kemur fram á sinni fyrstu plötu 30. mars. Platan nefnist Evelyn Evelyn frá samnefndri hljómsveit. Frances, sem er átján ára, syngur bakraddir í laginu My Space ásamt hópi þekktra einstaklinga á borð við Weird Al Yankovich, Andrew W.K., Gerard Way úr hljómsveitinni My Chemical Romance og rithöfundinum Neil Gaiman. Á meðal annarra laga á plötunni er ukulele-útgáfa af lagi Joy Division, Love Will Tear Us Apart.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.