Lífið

Clive Owen er vinur Jasons Statham

Clive Owen hefur samþykkt að leika í kvikmyndinni The Killer Elite sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir. Harðhausinn Jason Statham leikur aðalhlutverkið. Myndin er byggð á ævisögu ævintýramannsins Sir Ranulph Fiennes en hann var meðal annars liðsmaður bresku sérsveitarinnar SAS.

Lífið

Glerlaufin í Bygggörðum

Norðurpóllinn er leikrými sem ungt leikhúsfólk af höfuðborgarsvæðinu hefur komið í nýtingu yst á Seltjarnarnesi en þar hefur ekki verið boðið til leiksýninga atvinnuhópa um langt skeið. Norðurpóllinn er í Bygggörðum og er vandlega merktur sem er nauðsynlegt því næstu daga verða þar frumsýnd tvö ný erlend verk af tveimur sjálfstæðum leikhópum.

Lífið

Heldur áfram í lága drifinu

Beðið hefur verið eftir nýrri plötu frá The National með mikilli eftirvæntingu. Nú er hún loksins á leiðinni, en væntingarnar eru himinháar og það er spurning hvort hljómsveitinni tekst að heilla aðdáendur sína.

Lífið

Downey til Oz

Eins og kemur fram hér annars staðar á síðunni hefur Bond 23 verið frestað um óákveðinn tíma. Það þýðir að leikstjóri myndarinnar, Sam Mendes, verður að finna sér eitthvað annað að gera. Mendes var auðvitað ekki lengi að finna nýtt verkefni því hann er orðaður við endurgerð á hinni sígildu kvikmynd Galdrakarlinn í Oz eða The Wizard of Oz.

Bíó og sjónvarp

Svaraði í símann fyrir leikhúsgest

„Ég held að ég hafi ekki brotið neinar reglur sýningarinnar en ég komst ansi nálægt því,“ segir Guðjón Þorsteinn Pálmarsson sem leikur í sýningu Borgarleikhússins, Eilífri óhamingju, en hann svaraði í símann fyrir leikhúsgest sem kom á sýninguna í vikunni. Guðjón viðurkennir að hann hafi aðeins misst stjórn á sjálfum sér.

Lífið

MIB 3 verður í þrívídd

Þriðja myndin um mennina í svörtum fötum verður gerð. Þetta staðfesti höfundur og leikstjóri myndarinnar, Barry Sonnenfeld.

Lífið

Geimútgáfa af Gosa

Bíódagar Græna ljóssins eru nú í fullum gangi í Regnboganum og kvikmyndaunnendum er bent á dagskrá hátíðarinnar á vefnum graenaljosid.is. En það er líka fullt annað í gangi og um helgina frumsýna Sambíóin meðal annars teiknimyndina Astro Boy.

Lífið

Fitzgerald á hvíta tjaldið

F. Scott Fitzgerald er einn þeirra bandarísku rithöfunda sem verða alltaf að hálfgerðri tískubylgju í Hollywood. Kvikmyndir sem byggja á verkum hans koma í gusum en svo gerist kannski ekki neitt í þeim efnum svo árum og áratugum skiptir.

Bíó og sjónvarp

Klukkan í kvöld

Hátíðarsýning er í kvöld í Þjóðleikhúsinu í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá því húsið var vígt. Á fjölunum í kvöld er leikgerð Benedikts Erlingssonar á þríleik Halldórs Laxness, Íslandsklukkunni, Hinu ljósa mani og Eldi í Kaupinhavn. Benedikt leikstýrir einnig sýningunni en þetta er í fjórða sinn sem skáldsögur Halldórs um átök í lífi alþýðufólks og höfðingja á sautjándu öld rata upp á svið Þjóðleikhússins.

Lífið

Engin gifting hjá Töru Reid

Leikkonan og partíljónið Tara Reid er hætt með unnusta sínum. Reid trúlofaðist Michael Axtmann, þýskum viðskiptamanni, árið 2008 og ætlaði parið að gifta sig í sumar.

Lífið

Hinn íslenski Beck

Mánuður er nú liðinn síðan önnur breiðskífa Seabear, We Built a Fire, kom út. Platan fékk flotta dóma í íslenskum miðlum, til að mynda fjórar stjörnur hér í Fréttablaðinu. Nokkrir dómar sem birst hafa í erlendum miðlum hafa verið teknir saman á Metacritic.com. Þar má sjá að platan fær 50 af 100 hjá

Lífið

Flókið púsluspil Magnúsar Geirs

„Þetta flækir auðvitað púsluspilið en þessi ferð kemur ekkert eins og þruma úr heiðskíru lofti, við erum búin að vita í þónokkurn tíma að þetta gæti komið upp á,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins.

Lífið

Garðbæingar bjóða til djassveislu

Jazzhátíð Garðabæjar hefst í kvöld og stendur fram á sunnudag. Hún er haldin í fimmta sinn en listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Sigurður Flosason tónlistarmaður og Garðbæingur. Aðgangur er ókeypis á alla tónleika en hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar og aðalstyrktaraðili hennar er Íslandsbanki í Garðabæ.

Lífið

Vilja vernda tvíburana

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez og eiginmaður hennar Marc Anthony vilja að börnin þeirra eigi eins eðlilegt uppeldi og mögulegt er. Þau hafa engan áhuga á að gefa fjölmiðlum greiðan aðgang að þeim. Lopez veit að of mikil athygli getur haft slæmar afleiðingar fyrir tvíburana þeirra Max og E

Lífið

Kenndi Slash á gítar

Ronnie Wood, gítarleikari Rolling Stones, segist hafa kennt Slash að spila á gítar. „Ég man eftir Slash þegar hann var lítill strákur. Þá njósnaði hann um mig þegar ég var að spila á gítar og ég kenndi honum lítil gítarstef,“ sagði Wood.

Lífið

Hættuleg ást

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian átti stuttan ástarfund með fótboltastjörnunni Cristiano Ronaldo fyrir nokkru. Nú telur göturitið In Touch að vinir og ættingjar stúlkunnar óttist að hún hafi fallið fyrir Ronaldo, en hann hefur orð á sér fyrir að vera mikill kvennabósi. „Konur elska hann og hann hefur gaman af því að skemmta sér með þeim. Hann er frægur og myndarlegur en hann hefur engan áhuga á að festa sig við eina konu. Kim ætti að passa sig á því að falla ekki fyrir honum,“ var haft eftir blaðamanni sem fylgst hefur með ferli fótboltamannsins.

Lífið

Frímann skiptir um stöð

Frímann Gunnarsson og ferðalag hans um húmorinn á Norðurlöndunum og Bretlandi verður á Stöð 2 í stað RÚV. Þetta staðfestir skapari Frímanns, Gunnar Hansson. Eins og Fréttablaðið greindi frá stóð fyrst til að þættirnir yrðu á RÚV en að sögn Gunnars skildi leiðir vegna fjármögnunar verkefnisins.

Lífið

Boðberar dauðans

Falleg, átakanleg og ósköp mannleg mynd um tvær tættar sálir í bandaríska hernum sem mæta í einkennisbúningum heim til fólks sem misst hefur ástvini í stríði.

Gagnrýni

Topp 50 atriði í eldgosinu

Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur sett hluta af heiminum á aðra hliðina. Við tókum saman nokkrar af þeim fréttum sem hafa verið efst á baugi síðustu daga.

Lífið

Gefur körlum ráð

Leikkonan Christina Hendricks sem sló í gegn fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Mad Men hefur verið nefnd ein kynþokkafyllsta kona heims. Í viðtali við tímaritið Esquire gefur hún karlmönnum nokkur góð ráð um hvernig eigi að umgangast kvenfólk.

Lífið

Ingólfur Bjarni slær í gegn í Þýskalandi

Sjónvarpsfréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon fór fyrir viku til Þýskalands og hugðist eyða dágóðri stund í að kynna sér starfsemi sjónvarpsstöðvarinnar ZDF. Hann var varla fyrr búinn að koma sér

Lífið