Heldur áfram í lága drifinu 22. apríl 2010 06:00 The National sendir loksins frá sér nýja plötu eftir þriggja ára bið. Mynd/Keith Klenowski Beðið hefur verið eftir nýrri plötu frá The National með mikilli eftirvæntingu. Nú er hún loksins á leiðinni, en væntingarnar eru himinháar og það er spurning hvort hljómsveitinni tekst að heilla aðdáendur sína. New York-hljómsveitin The National sendir frá sér plötuna High Violet 10. maí næstkomandi. Platan fylgir eftir hinni frábæru Boxer sem kom út árið 2007 og kynnti hljómsveitina fyrir miklu stærri áheyrendahópi en hún var vön – lög eins og Fake Empire og Mistaken for Strangers heyrðust í útvarpi um allan heim og The National var allt í einu eitt af stóru nöfnunum á stórum tónleikahátíðum. Það hvílir því mikil pressa á hljómsveitinni – High Violet verður að vera góð. Hinn 10. mars í ár kom The National fram í kvöldþætti Jimmy Fallon og flutti lagið Terrible Love, sem er upphafslag High Violet. Lagið er nokkuð frábrugðið því sem hljómsveitin var að gera á Boxer, takturinn er annar ásamt andrúmsloftinu. Þegar hlustað er á plötuna heyrist þó að hljómsveitin er fljót að skipta í lága drifið sem einkenndi Boxer; lag númer tvö, Sorrow, er frábær sorgarsöngur sem hefði alveg eins getað komið út á Boxer. Lögin sem fylgja í kjölfarið virðast svo ekki ætla að valda vonbrigðum. Talandi um andrúmsloft þá var það gríðarlega stór hluti af því sem gerði síðustu plötu góða. Lögin voru keyrð áfram af öflugu ryþmapari og píanói, en sú uppröðun hefði auðveldlega getað orðið ódýrt afrit af Coldplay. Bresku sykurpúðarnir eru hins vegar síðasta hljómsveitin sem manni dettur í hug við hlustun á Boxer og nýju plötuna High Violet. Guði svo lof. Þegar hljómsveitin Interpol sló í gegn með plötunni Turn on the Bright Lights árið 2002 fylgdu nokkrar hljómsveitir á eftir og tóku misgóð afrit af stílnum. Þar fór fremst í flokki breska hljómsveitin Editors, sem hefur þó reynt að finna eigin stíl í seinni tíð. The National er undir augljósum áhrifum frá Interpol en hefur algjörlega tekist að skapa eigin hljóm á eigin forsendum. High Violet virðist ætla að undirstrika það, en nánast það eina sem hljómsveitirnar tvær eiga sameiginlegt í dag er fagmannlegur trommuleikur og baritón rödd. Spennandi verður að sjá hvernig umheimurinn tekur nýju framlagi The National í maí. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira
Beðið hefur verið eftir nýrri plötu frá The National með mikilli eftirvæntingu. Nú er hún loksins á leiðinni, en væntingarnar eru himinháar og það er spurning hvort hljómsveitinni tekst að heilla aðdáendur sína. New York-hljómsveitin The National sendir frá sér plötuna High Violet 10. maí næstkomandi. Platan fylgir eftir hinni frábæru Boxer sem kom út árið 2007 og kynnti hljómsveitina fyrir miklu stærri áheyrendahópi en hún var vön – lög eins og Fake Empire og Mistaken for Strangers heyrðust í útvarpi um allan heim og The National var allt í einu eitt af stóru nöfnunum á stórum tónleikahátíðum. Það hvílir því mikil pressa á hljómsveitinni – High Violet verður að vera góð. Hinn 10. mars í ár kom The National fram í kvöldþætti Jimmy Fallon og flutti lagið Terrible Love, sem er upphafslag High Violet. Lagið er nokkuð frábrugðið því sem hljómsveitin var að gera á Boxer, takturinn er annar ásamt andrúmsloftinu. Þegar hlustað er á plötuna heyrist þó að hljómsveitin er fljót að skipta í lága drifið sem einkenndi Boxer; lag númer tvö, Sorrow, er frábær sorgarsöngur sem hefði alveg eins getað komið út á Boxer. Lögin sem fylgja í kjölfarið virðast svo ekki ætla að valda vonbrigðum. Talandi um andrúmsloft þá var það gríðarlega stór hluti af því sem gerði síðustu plötu góða. Lögin voru keyrð áfram af öflugu ryþmapari og píanói, en sú uppröðun hefði auðveldlega getað orðið ódýrt afrit af Coldplay. Bresku sykurpúðarnir eru hins vegar síðasta hljómsveitin sem manni dettur í hug við hlustun á Boxer og nýju plötuna High Violet. Guði svo lof. Þegar hljómsveitin Interpol sló í gegn með plötunni Turn on the Bright Lights árið 2002 fylgdu nokkrar hljómsveitir á eftir og tóku misgóð afrit af stílnum. Þar fór fremst í flokki breska hljómsveitin Editors, sem hefur þó reynt að finna eigin stíl í seinni tíð. The National er undir augljósum áhrifum frá Interpol en hefur algjörlega tekist að skapa eigin hljóm á eigin forsendum. High Violet virðist ætla að undirstrika það, en nánast það eina sem hljómsveitirnar tvær eiga sameiginlegt í dag er fagmannlegur trommuleikur og baritón rödd. Spennandi verður að sjá hvernig umheimurinn tekur nýju framlagi The National í maí. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira