Lífið

Clive Owen er vinur Jasons Statham

Fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort Clive Owen og Jason Statham séu hinir nýju Tango og Cash en þeir leika saman í kvikmyndinni The Killer Elite.
Fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort Clive Owen og Jason Statham séu hinir nýju Tango og Cash en þeir leika saman í kvikmyndinni The Killer Elite.
Clive Owen hefur samþykkt að leika í kvikmyndinni The Killer Elite sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir. Harðhausinn Jason Statham leikur aðalhlutverkið. Myndin er byggð á ævisögu ævintýramannsins Sir Ranulph Fiennes en hann var meðal annars liðsmaður bresku sérsveitarinnar SAS.

Clive hefur átt undir högg að sækja að undanförnu eftir að hann braust fram á sjónarsviðið með miklum hvelli þegar hann lék í kvikmyndum á borð við Children of Men, Inside Man og Sin City. Síðan hrönnuðust óveðurskýin upp, Derailed og The International hlutu enga náð fyrir augum gagnrýnenda og áhorfenda og þá er voðinn vís því Hollywood hefur ekki þolinmæði fyrir tveimur mistökum í röð.

En nú vonast þessi ágæti leikari til að blása smá lífi í ferilinn með því að leika á móti einum vinsælasta hasarmyndaleikara heims um þessar mundir, Jason Statham. Þótt gagnrýnendur séu ekkert ýkja hrifnir af leikstíl hins krúnurakaða Breta þá hefur þessi þöguli leikari eignast dyggan aðdáendahóp enda varla tilviljun að Sylvester Stallone fékk hann í The Expendables, einhverja mestu testósterón-sprengju seinni ára.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.