Lífið

Engin gifting hjá Töru Reid

Tara Reid og hinn þýski Michael Axtmann eru hætt saman.
Nordicphotos/getty
Tara Reid og hinn þýski Michael Axtmann eru hætt saman. Nordicphotos/getty
Leikkonan og partíljónið Tara Reid er hætt með unnusta sínum. Reid trúlofaðist Michael Axtmann, þýskum viðskiptamanni, árið 2008 og ætlaði parið að gifta sig í sumar.

Samkvæmt heimildum hafði Reid þegar skipulagt brúðkaupið og keypt brúðarkjól þegar Axtmann ákvað að slíta trúlofuninni. Vinir leikkonunnar segja hana miður sín vegna sambandsslitanna og óttast að sorgir hennar munu leiða hana af beinu brautinni. Reid var þekkt fyrir að vera dugleg að drekka og skemmta sér hér árum áður, en sneri blaðinu við eftir að hún kynntist Axtmann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.