Lífið

Hinn íslenski Beck

Plata Sindra Más og krakkanna í Seabear fær prýðisgóðar viðtökur í erlendum tónlistarmiðlum. Sindra er bæði líkt við Beck Hansen og Zach Condon.
Plata Sindra Más og krakkanna í Seabear fær prýðisgóðar viðtökur í erlendum tónlistarmiðlum. Sindra er bæði líkt við Beck Hansen og Zach Condon.
Mánuður er nú liðinn síðan önnur breiðskífa Seabear, We Built a Fire, kom út. Platan fékk flotta dóma í íslenskum miðlum, til að mynda fjórar stjörnur hér í Fréttablaðinu. Nokkrir dómar sem birst hafa í erlendum miðlum hafa verið teknir saman á Metacritic.com. Þar má sjá að platan fær 50 af 100 hjá Popmatters, 60 af 100 í Uncut og All Music Guide, 70 hjá Drowned in Sound og Under the Radar, 78 hjá Filter og 80 hjá musicOMH.com.

Breska tónlistarblaðið Q birtir dóm um plötu Seabear í maíhefti blaðsins. Þar fær platan fjórar stjörnur og sagt að bandarískir tónlistarmiðlar hafi nefnt Sindra Má Sigfússon, aðalsprautu Seabear, „Hinn íslenska Beck“.

Gagnrýnandi Q er þó þeirrar skoðunar að tónlist Seabear minni meira á það sem Zach Condon hafi gert með Beirut. Báðar samlíkingarnar hljóta að teljast ágætis meðmæli fyrir Sindra og hans fólk.- hdm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.