Lífið

Bókadagur á morgun

Haraldur Jónsson er bókamaður og gefur á degi bókarinnar út bók.
Haraldur Jónsson er bókamaður og gefur á degi bókarinnar út bók.
Föstudaginn 23. apríl er dagur bókarinnar og verður þess minnst með ýmsum hætti.

Alþjóðlegur dagur bókarinnar hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1996 en hann er tengdur fjölda höfunda: Cervantes og Shakespeare létust þennan dag árin 1616 og 1623 og hann er fæðingardagur Vladimirs Nabokov og Halldórs Laxness. Aðrir kunnir bókamenn eiga afmæli þennan dag, ljóðskáldið ástsæla Roy Orbison, og fjöllistamennirnir Jónsi í Sigur Rós og myndlistarmaðurinn Haraldur Jónsson.

Haraldur Jónsson sendir frá sér bók í tilefni dagsins á vegum bókaútgáfunnar Útúrdúrs sem sérhæfir sig í útgáfu bókverka. Haraldur kallar bókina TSOYL en í henni eru ljósmyndir af undirmeðvitundinni sem listamaðurinn hefur unnið að síðasta aldarfjórðunginn.

Bókverkaverslunin Útúrdúr opnaði við Njálsgötu 14 2007. Ári síðar fluttist hún inn á Nýlistasafnið en hefur deilt húsnæði með Havarí í Austurstræti 6 síðan fyrir síðustu jól.

- pbb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.