Lífið

Glerlaufin í Bygggörðum

leiklist Breski höfundurinn Philip Ridley á að baki fjöskrúðugan feril en þetta er fyrsta verk hans sem sýnt er hér á landi.
leiklist Breski höfundurinn Philip Ridley á að baki fjöskrúðugan feril en þetta er fyrsta verk hans sem sýnt er hér á landi.
Norðurpóllinn er leikrými sem ungt leikhúsfólk af höfuðborgarsvæðinu hefur komið í nýtingu yst á Seltjarnarnesi en þar hefur ekki verið boðið til leiksýninga atvinnuhópa um langt skeið. Norðurpóllinn er í Bygggörðum og er vandlega merktur sem er nauðsynlegt því næstu daga verða þar frumsýnd tvö ný erlend verk af tveimur sjálfstæðum leikhópum.

Alheimur frumsýnir á laugardag Glerlaufin eftir Austur-Lundúnabúann Philip Ridley og á sunnudag frumsýnir Fátæka leikhúsið Tvo fátæka pólskumælandi Rúmena eftir Dorota Maslowsk, einn athyglisverðasta höfund Pólverja í dag.

Glerlaufin, sem er frumsýnt á laugardag, er öflugt breskt nútímaleikrit eftir hinn margrómaða höfund Philip Ridley. Hann hefur skrifað fjölda leikrita og hlotið fjölmörg verðlaun fyrir skrif sín en hann hefur lagt gjörva hönd á margt: hefur skrifað mikinn fjölda leikrita, smásagna, bóka og kvikmyndahandrita og hefur hann hlotið fjölmörg verðlaun fyrir skrif sín.

Glerlaufin voru frumsýnd árið 2007 í Soho Theatre í London. Þar fékk verkið frábærar viðtökur og mjög svo lofsamlega dóma. Fleiri verk eftir Ridley eru til dæmis Pitchfork Disney, The Fastest Clock in the Universe og Mercury Fur.

Verkið fjallar um tvo ólíka bræður, Steven og Barry. Steven fetar beinu brautina og á hið fullkomna heimili. Barry er svarti sauður fjölskyldunnar, drykkfelldur listamaður sem hefur valdið móður þeirra sárum vonbrigðum. Þó segir yfirborðið ekki allt, því þegar kafað er dýpra birtast draugar fortíðar og þaggaður sannleikurinn sem er of sársaukafullur til að þola dagsljósið. Hvað er satt og hvað er logið? Hver er saklaus og hver er sekur? Hvert er leyndarmál glerlaufanna?

Leikstjóri Glerlaufanna er Bjartmar Þórðarson og leikarar eru Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Jóel Sæmundsson, Ólafur S.K. Þorvaldz og Vigdís Másdóttir. Tónlist er í höndum Védísar Hervarar og ljósahönnuður er Arnar Ingvarsson. pbb@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.