Lífið

Flókið púsluspil Magnúsar Geirs

Magnús Geir segir Faust-ferðina til London flækja púsluspilið, en þetta sé bara fórnarkostnaður sem hann borgar með glöðu geði.
Fréttablaðið/GVA
Magnús Geir segir Faust-ferðina til London flækja púsluspilið, en þetta sé bara fórnarkostnaður sem hann borgar með glöðu geði. Fréttablaðið/GVA
„Þetta flækir auðvitað púsluspilið en þessi ferð kemur ekkert eins og þruma úr heiðskíru lofti, við erum búin að vita í þónokkurn tíma að þetta gæti komið upp á,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins.

Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá verður uppfærsla Vesturports og Borgarleikhússins á Faust afmælissýning hins virta Young Vic-leikhúss í haust. Hátt í 25 manna hópur fer út til að undirbúa sýninguna og koma upp sviðinu en fjórtán manna hópur verður síðan í London í sex vikur á meðan verkið er sýnt. Í þeim hópi eru margar af helstu kanónum Borgarleikhússins, Unnur Ösp, Hilmir Snær Guðnason, Rúnar Freyr Gíslason, Þorsteinn Gunnarsson og svo Björn Hlynur Haraldsson auk Gísla Arnar og Nínu Daggar Filippusdóttur, að ógleymdum Víkingi Kristjánssyni.

Magnús segir að þessi viðurkenning vegi töluvert þyngra en svo að mönnum fallist hendur yfir því að skipuleggja næsta leikár. „Maður er bara með ákveðin plön í gangi sem hægt er að grípa til þegar eitthvað svona kemur upp á. Og það er bara gott að það skuli vera komin niðurstaða í þessu því þá veit maður að þessir leikarar verða frá í einhvern ákveðinn tíma og getur skipulagt sig í kringum það. Þetta er því engin katastrófa.“

Magnús Geir er nú á fullu við að setja saman næstu misseri og var því í London þegar Fréttablaðið náði tali af honum en þar hugðist hann skoða nokkrar leiksýningar og sitja á ráðstefnu um leikhús.- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.