Lífið

Geimútgáfa af Gosa

Charlize Theron talar inn á teiknimyndina Astro Boy sem verður frumsýnd um helgina.
Charlize Theron talar inn á teiknimyndina Astro Boy sem verður frumsýnd um helgina.
Bíódagar Græna ljóssins eru nú í fullum gangi í Regnboganum og kvikmyndaunnendum er bent á dagskrá hátíðarinnar á vefnum graenaljosid.is. En það er líka fullt annað í gangi og um helgina frumsýna Sambíóin meðal annars teiknimyndina Astro Boy.

Myndin byggir á samnefndri sögu frá Japan og fjallar um vísindamann sem missir son sinn og ákveður að búa til vélmenni sem er nákvæm eftirlíking af syninum. Vélmennið öðlast hins vegar ofurkrafta og verður hetja Metro City. Meðal þeirra sem tala inn á ensku útgáfuna eru Nicholas Cage, Kirsten Bell og Charlize Theron.

Rómantíska gamanmyndin She‘s Out of My League er líka frumsýnd um helgina en hún segir frá öryggisverðinum Kirk sem heillar þokkadísina Molly upp úr skónum og skilur ekkert í því. Myndin hefur fengið fín viðbrögð á erlendum vefsíðum og vefsíðan imdb.com gefur henni meðal annars 6,7 af tíu sem þykir nokkuð gott af gamanmynd að vera. Með aðalhlutverkin fara þau Jay Baruchel og Alice Eve en hún leikur í Sex and the City 2.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.