Lífið

Íslensk hönnun á útimarkaði í sumar

Fyrstu helgina í júlí fer af stað útimarkaður í portinu bak við danska sendiráðið á Hverfisgötunni. Markaðurinn ber nafnið Reykjavik Creative Market og mun bjóða upp á alls kyns íslenska hönnun. Markaðurinn mun vera í gangi allar helgar í júlí og ágúst, laugardaga og sunnudaga.

Tíska og hönnun

Nokkrum kílóum of þung - myndband

„Hún er nokkrum kílóum of þung og nokkrum mínútum of sein," sagði Tobba þegar hún lýsti Lilju Sigurðardóttur sem er aðalpersóna metsölubókarinnar Makalaus. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt efst í fréttinni ef þú vilt sjá viðtalið við Tobbu.

Lífið

Svona færðu sléttan maga - myndband

Það er ekki bara nóg að æfa. Þetta er samspil margra þátta," sagði Sigurbjörg sem hefur starfað hjá World Class síðustu 18 ár. Sigurbjörg sýndi okkur nokkrar góðar magaæfingar í gær.

Lífið

Ræður bara fegurðardrottningar í vinnu - myndband

„Hér er skrifstofan. Ekkert allt of mikið pláss..." sagði Sigmar Vilhjálmsson annar eigandi Hamborgarafabrikkunnar þegar við kíktum á hann í gærdag. „Já já," sagði Simmi án þess að hika spurður hvort hann ræður eingöngu fegurðardrottningar í vinnu. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt viðtalið við Simma.

Lífið

Verðandi kvikmyndastjarna það er á tæru - myndband

„Það var bara í gegnum Facebook. Hann sá mynd af mér einhversstaðar ég veit ekki einu sinni hvar það var," sagði Athena Ragna þegar við hittum hana fyrir utan Kringluna í dag þar sem hún vinnur. „Fyrst var ég bara eitthvað já já leikstjóri frá Kanada..." sagði Athena meðal annars eins og sjá má ef smellt er á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt .

Lífið

Norðurlöndin sópa að sér íslenskum sjónvarpsþáttum

„Þetta er svakalega stórt fyrir okkur að selja íslenska þáttagerð til Norðurlandanna,“ segir Magnús Viðar Sigurðsson hjá Saga Film. Saga Film hefur selt íslenska sjónvarpsþáttinn Pressa, eftir Sigurjón Kjartanson og Óskar Jónassyni, til norska ríkissjónvarpsins, NRK 1.

Lífið

Piparmeyjan elskar Ísland

„Það var kannski kalt á Íslandi, en ferðalagið var vel þess virði. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ísland er stórkostlegt land og ég sá eitthvað öðruvísi en ég á að venjast á hverjum degi.“

Lífið

Þessi stelpa er að meika það - myndir

„Ég er búin að vera að læra fatahönnun hjá Istituto Marangoni í London í þrjú ár. Núna er ég í stafsþjálfun hjá William Tempast en byrja síðan að vinna hjá Walsh í næsta mánuði. Áður hef ég verið í starfsþjálfun hjá meðal annars Hussein Chalayan, PPQ og Poltock & Walsh,“ svarar Vera Þórðardóttir en hún útskrifaðist síðasta þriðjudag, 22. júní, sem fatahönnuður.

Lífið

Íslensk tíska blómstrar

Pop up-verslun stóð fyrir tískusýningu í Listasafni Reykjavíkur á fimmtudaginn. Viðburðurinn var í samvinnu við Jónsvöku, listahátíðina sem er í gangi í miðbænum alla helgina. Íslenskir hönnuðir létu ljós sitt skína og mikið var um litríka og skemmtilega hönnun. Áhugamenn um tísku söfnuðust saman og fylgdust grannt með því sem fór fram á tískupallinum.

Tíska og hönnun

Glastonbury haldin í 40. sinn

Mikil stemning er á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem fer fram þessa dagana í Englandi. Uppselt er á hátíðina en tugþúsundir manna sækja hana árlega. Í ár koma listamenn á borð við Gorillaz, Stevie Wonder, Muse, Snoop Dogg, Shakira og Vampire Weekend á hátíðinni sem er einn af hápunktum tónlistarbransans í Bretlandi.

Lífið

Átakanleg rannsóknarvinna í Kaupmannahöfn

Danski metsöluhöfundurinn Sara Blædel er stödd hér á landi til að fylgja eftir útgáfu á bók sinni, Aldrei framar frjáls, í íslenskri þýðingu. Bókin er önnur saga Blædel sem kemur út hér á landi en bókin Kallaðu mig prinsessu kom út í íslenskri þýðingu í fyrra. Bækurnar eru báða glæpasögur með blaðakonuna Louise Rick í aðalhlutverki.

Lífið

Ekkert kjaftæði nú fögnum við öll saman - myndband

„Við bjóðum alla velkomna sem vilja samgleðjast hinsegin fólki á Íslandi," sagði Páll Óskar sem ætlar ásamt fjölda listamanna að syngja á Regnbogahátíðinni næsta sunnudag sem haldin er í Fríkirkjunni í Reykjavík í tilefni af breytingum á hjúskaparlögum sem nýlega voru samþykkt á Alþingi. „Okkur hlakkar mikið til að sjá ykkur öll enda frábært fyrir alla sem láta sig lágmarks mannréttindi einhverju varða." Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá viðtalið við Pál Óskar. Palli söng fyrir okkur eftir viðtalið (óbirt efni á Facebook). Páll Óskar á Facebook

Lífið

Á hræðilegu tímakaupi - myndband

„Ég á tvö börn sem ég er mikið með og já ég sinni þeim. Þegar ég er með þau þá er ég ekki að skrifa," sagði Stefán Máni Sigþórsson rithöfundur sem gaf sér tíma til að hitta okkur í dag. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá viðtalið við Stefán Mána. Skipið valin besta glæpasagan í Frakklandi.

Lífið

Byggir skóla með Twitter

Leikarinn Ben Stiller gerði samning við Yahoo um að hefja góðgerðarsöfnun í gegnum Twitter-síðu sína. Fyrirtækið samþykkti að leggja af mörkum einn dollara fyrir hvern þann Twitter-notanda sem smellti á mynd af leikaranum sem hann setti á síðu sína. Fjárhæðina ætlaði Ben síðan að nota til að byggja skóla í Haítí.

Lífið

Rændar tvisvar sama daginn

Áslaug Rán Einarsdóttir, eða Ása eins og hún er kölluð, og Anita Hafdís Björnsdóttir ákváðu í desember að hætta í vinnu sinni, selja eigur sínar og halda á vit ævintýranna.

Lífið

Rikka: Indversk matargerð er einföld

Chandrika Gunnarsson, eigandi Austur-Indíafélagsins var gestur í matreiðsluþættinum hennar Rikku í gær þar sem hún gerði nokkra geggjaða og gómsæta indverska rétti sem allir ættu að prófa sig áfram með.

Lífið

Móðir Jackson opnar sig

Einu ári eftir dauða Michael Jackson tjáir móðir hans sig um barnaníðingsásakanir, forræðisdeilu yfir börnum hans og ráðgátuna um dauða hans.

Lífið

Klikkaður kroppur sem kann að hanna - myndband

„Þetta er ermasláin okkar frá M-Design. Hún er til alveg í 20 litum og litasamsetningum og það er hægt að nota hana alveg á 20 mismundandi vegu," sagði Ragnheiður Ragnarsdóttir sunddrottning með meiru. „Amma er búin að vera hönnuður í 50 ár og ég er búin að vera svona aðeins með henni í gegnum árin og í fyrra ákvað ég bara að skella mér í þetta með henni." Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá viðtalið við Ragnheiði.

Lífið

Loksins almennilegt partý - myndir

Eins og meðfylgjandi myndir sýna var frábær stemmning í 10 ára afmæli bókaútgáfunnar Sölku sem haldið var í höfuðstöðvum útgáfunnar í Skipholti 50C í gær. Þar hafði verið slegið upp tjaldi þar sem fjöldi gesta nutu veglegra veitinga í blíðunni. Sjá partýmyndir hér.

Lífið

Pödduát megrandi

Salma Hayek hefur upplýst hvernig hún heldur sínum glæsilegu línum. Mexíkóska fyrirsætan hefur viðurkennt að hún fái sér skordýr, orma og engisprettur þegar hún finnur nartþörf.

Lífið

Slóvenskt ljóðapartí

Þrjú slóvensk og jafnmörg íslensk ljóðskáld lesa upp í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í dag. Uppákoman er afrakstur verkefnis á vegum stofnunarinnar Literature Across Frontiers (LAF), sem hefur kostað þýðingarbúðir íslenskra og slóvenskra skálda í Alsír og Slóveníu.

Lífið

Toy Story 3: fimm stjörnur

Alveg hreint út sagt frábær teiknimynd fyrir börn og fullorðna. Dásamleg saga sögð af mikilli leikni. Þetta verður ekki mikið betra.

Lífið