Lífið

Byggir skóla með Twitter

Ben Stiller
Ben Stiller

Leikarinn Ben Stiller gerði samning við Yahoo um að hefja góðgerðarsöfnun í gegnum Twitter-síðu sína. Fyrirtækið samþykkti að leggja af mörkum einn dollara fyrir hvern þann Twitter-notanda sem smellti á mynd af leikaranum sem hann setti á síðu sína. Fjárhæðina ætlaði Ben síðan að nota til að byggja skóla í Haítí.

„Hæ, öll – vaknaði í Evrópu við þær fréttir að við höfum náð takmarki okkar. Myndin mín var skoðuð fimmtíu þúsund sinnum! TAKK! Nú mun Yahoo byggja skóla frá okkur á Haítí.“

Ben Stiller og aðdáendurnir fimmtíu þúsund mega vera stoltir!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.