Norðurlöndin sópa að sér íslenskum sjónvarpsþáttum 26. júní 2010 16:45 Pressa. Íslenska glæpaserían er einn af sumarsmellum norska ríkissjónvarpsins. „Þetta er svakalega stórt fyrir okkur að selja íslenska þáttagerð til Norðurlandanna,“ segir Magnús Viðar Sigurðsson hjá Saga Film. Saga Film hefur selt íslenska sjónvarpsþáttinn Pressa, eftir Sigurjón Kjartanson og Óskar Jónassyni, til norska ríkissjónvarpsins, NRK 1. Norskir áhorfendur munu bera glæpaseríuna augum 1. júlí þegar fyrsti þátturinn verður sýndur. Einnig hefur framleiðslufyrirtækið selt sænsku ríkisstöðinni SVT1 þættina Svarta Engla en þeir birtast á sænskum sjónvarpsskjám á næstunni. Magnús Viðar er að vonum ánægður með viðskiptin og viðurkennir að þetta sé alltaf markmiðið þegar farið er í framleiðslu á íslensku efni. „Allt snýst þetta um áhorf og ef við fáum góðar áhorfstölur þá erum við betur stödd þegar við sækjum um erlenda styrki,“ segir Magnús, en sala á efni til Skandinavíu skiptir höfuðmáli til að fá styrki. „Við erum að komast með annan fótinn inn í þessa stóru sjóði og getum vel farið að etja kappi við stóru kallana frá hinum löndunum. Það er gríðarlega mikill áhugi að utan á íslensku samfélagi og við erum náttúrulega að endurspegla íslenskan raunveruleika í þessum þáttum.“ Magnús segir best að komast að hjá stóru þjóðunum eins og Þýskalandi því þar er bæði áhorfið og peningarnir meiri. Unnið er að sölu á fleiri þáttum til útlanda sem Magnús segir ótímabært að segja frá að svo stöddu. Það má ef til vill áætla mikil umfjöllun um Ísland í erlendum fjölmiðlum nýverið, vegna hrunsins og elgossins í Eyjafjallajökli, spili inn í áhuga manna á sjónvarpsefni frá og um Ísland. Norðurlandabúar fá að sjá mikið af íslensku efni á næstunni. Skemmst er að minnast þess að finnska ríkissjónvarpið keypti sýningarréttinn á Nætur-, Dag- og Fangavaktinni í lok síðasta árs. Snorri Þórisson hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus tekur undir að áhuginn sé mikill að utan. „Við erum búnir að selja íslensku þættina Hamarinn til ríkistöðvanna í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi,“ segir Snorri en sýningar hefjast líklega með haustinu. alfrun@frettabladid.is áhugi á leiknu íslensku sjónvarpsefni Sara Dögg Ásgeirsson leikur aðalhlutverkið í sjónvarpþáttunum Pressu sem norska ríkssjónvarpið er að hefja sýningar á. Björn Hlynur leikur í Hamrinum sem hefur verið seldur til Svíþjóðar, Noregs og Finnlands. Magnús Viðar hjá Saga Film segir viðskiptin auka möguleika íslenskra framleiðenda á að fá erlenda styrki. Magnús Viðar Björn hlynur Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
„Þetta er svakalega stórt fyrir okkur að selja íslenska þáttagerð til Norðurlandanna,“ segir Magnús Viðar Sigurðsson hjá Saga Film. Saga Film hefur selt íslenska sjónvarpsþáttinn Pressa, eftir Sigurjón Kjartanson og Óskar Jónassyni, til norska ríkissjónvarpsins, NRK 1. Norskir áhorfendur munu bera glæpaseríuna augum 1. júlí þegar fyrsti þátturinn verður sýndur. Einnig hefur framleiðslufyrirtækið selt sænsku ríkisstöðinni SVT1 þættina Svarta Engla en þeir birtast á sænskum sjónvarpsskjám á næstunni. Magnús Viðar er að vonum ánægður með viðskiptin og viðurkennir að þetta sé alltaf markmiðið þegar farið er í framleiðslu á íslensku efni. „Allt snýst þetta um áhorf og ef við fáum góðar áhorfstölur þá erum við betur stödd þegar við sækjum um erlenda styrki,“ segir Magnús, en sala á efni til Skandinavíu skiptir höfuðmáli til að fá styrki. „Við erum að komast með annan fótinn inn í þessa stóru sjóði og getum vel farið að etja kappi við stóru kallana frá hinum löndunum. Það er gríðarlega mikill áhugi að utan á íslensku samfélagi og við erum náttúrulega að endurspegla íslenskan raunveruleika í þessum þáttum.“ Magnús segir best að komast að hjá stóru þjóðunum eins og Þýskalandi því þar er bæði áhorfið og peningarnir meiri. Unnið er að sölu á fleiri þáttum til útlanda sem Magnús segir ótímabært að segja frá að svo stöddu. Það má ef til vill áætla mikil umfjöllun um Ísland í erlendum fjölmiðlum nýverið, vegna hrunsins og elgossins í Eyjafjallajökli, spili inn í áhuga manna á sjónvarpsefni frá og um Ísland. Norðurlandabúar fá að sjá mikið af íslensku efni á næstunni. Skemmst er að minnast þess að finnska ríkissjónvarpið keypti sýningarréttinn á Nætur-, Dag- og Fangavaktinni í lok síðasta árs. Snorri Þórisson hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus tekur undir að áhuginn sé mikill að utan. „Við erum búnir að selja íslensku þættina Hamarinn til ríkistöðvanna í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi,“ segir Snorri en sýningar hefjast líklega með haustinu. alfrun@frettabladid.is áhugi á leiknu íslensku sjónvarpsefni Sara Dögg Ásgeirsson leikur aðalhlutverkið í sjónvarpþáttunum Pressu sem norska ríkssjónvarpið er að hefja sýningar á. Björn Hlynur leikur í Hamrinum sem hefur verið seldur til Svíþjóðar, Noregs og Finnlands. Magnús Viðar hjá Saga Film segir viðskiptin auka möguleika íslenskra framleiðenda á að fá erlenda styrki. Magnús Viðar Björn hlynur
Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira