Átakanleg rannsóknarvinna í Kaupmannahöfn 26. júní 2010 06:00 Danski metsöluhöfundurinn Sara Blædel er stödd hér á landi til að fylgja eftir útgáfu á bók sinni, Aldrei framar frjáls, í íslenskri þýðingu. Bókin er önnur saga Blædel sem kemur út hér á landi en bókin Kallaðu mig prinsessu kom út í íslenskri þýðingu í fyrra. Bækurnar eru báða glæpasögur með blaðakonuna Louise Rick í aðalhlutverki. Þetta er í fyrsta sinn sem Sara kemur til Íslands á þessum tíma árs og var agndofa yfir íslensku sumarsólinni sem ekki sest, þegar Fréttablaðið náði af henni tali. „Það er frábært að vera hérna og ég sat í gærkveldi um miðnætti og átti ekki til orð yfir hversu bjart var. Þetta er alveg frábært,“ segir Sara. Hún var valin rithöfundur ársins af dönskum lesendum í fyrra. Hún hefur einnig verið vinsæl hér á landi og segist fá margar kveðjur frá íslenskum lesendum. Aldrei framar frjáls fjallar um morð á vændiskonu í Kaupmannahöfn sem blaðakonan Louise Rick ákveður að rannsaka nánar í samstarfi við lögregluna. Þar kynnist hún harðsvíruðum glæpamönnum og kemst að því að mansal er staðreynd á Norðurlöndunum. Sara Bældel starfaði sem blaðamaður áður en hún settist í rithöfundarstólinn en segir að rannsóknarvinnan bak við þessa bók hafi verið það erfiðasta sem hún hefur gert. Hún tók viðtöl við vændiskonur og fékk innsýn í þeirra heim. „Ég fór og fylgdist með vændiskonum að störfum í Istedgade á Vesterbro í Kaupmannahöfn og gat tekið við þær viðtöl í athvarfi sem er fyrir þær á Vesterbro,“ segir Sara og bætir við að sögur kvennanna hafa hitt sig beint í hjartastað og mjög erfitt hafi verið að hlusta að sumar sögurnar. „Stundum þurfa þær að sofa hjá allt að 22 mönnum á dag og svo fengu þær sama og engan pening fyrir, en þeir fara í vasann á mönnunum sem sjá um þær. Á þessi tímabili gekk ég um með hnút í maganum yfir ömurlegum örlögum þessara kvenna.“ Sara segir að bókin fjalli í aðalatriðum um það hvernig manneskjur geta misst algera stjórn á sínu eigin lífi og hvernig glæpaklíkur einsetja sér að afvegaleiða konur á þennan hátt. „Ég er ekki að segja að það sé mikið um mansal og vændi í Danmörku en það er til og við megum ekki loka augunum fyrir því,“ segir Sara að lokum. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira
Danski metsöluhöfundurinn Sara Blædel er stödd hér á landi til að fylgja eftir útgáfu á bók sinni, Aldrei framar frjáls, í íslenskri þýðingu. Bókin er önnur saga Blædel sem kemur út hér á landi en bókin Kallaðu mig prinsessu kom út í íslenskri þýðingu í fyrra. Bækurnar eru báða glæpasögur með blaðakonuna Louise Rick í aðalhlutverki. Þetta er í fyrsta sinn sem Sara kemur til Íslands á þessum tíma árs og var agndofa yfir íslensku sumarsólinni sem ekki sest, þegar Fréttablaðið náði af henni tali. „Það er frábært að vera hérna og ég sat í gærkveldi um miðnætti og átti ekki til orð yfir hversu bjart var. Þetta er alveg frábært,“ segir Sara. Hún var valin rithöfundur ársins af dönskum lesendum í fyrra. Hún hefur einnig verið vinsæl hér á landi og segist fá margar kveðjur frá íslenskum lesendum. Aldrei framar frjáls fjallar um morð á vændiskonu í Kaupmannahöfn sem blaðakonan Louise Rick ákveður að rannsaka nánar í samstarfi við lögregluna. Þar kynnist hún harðsvíruðum glæpamönnum og kemst að því að mansal er staðreynd á Norðurlöndunum. Sara Bældel starfaði sem blaðamaður áður en hún settist í rithöfundarstólinn en segir að rannsóknarvinnan bak við þessa bók hafi verið það erfiðasta sem hún hefur gert. Hún tók viðtöl við vændiskonur og fékk innsýn í þeirra heim. „Ég fór og fylgdist með vændiskonum að störfum í Istedgade á Vesterbro í Kaupmannahöfn og gat tekið við þær viðtöl í athvarfi sem er fyrir þær á Vesterbro,“ segir Sara og bætir við að sögur kvennanna hafa hitt sig beint í hjartastað og mjög erfitt hafi verið að hlusta að sumar sögurnar. „Stundum þurfa þær að sofa hjá allt að 22 mönnum á dag og svo fengu þær sama og engan pening fyrir, en þeir fara í vasann á mönnunum sem sjá um þær. Á þessi tímabili gekk ég um með hnút í maganum yfir ömurlegum örlögum þessara kvenna.“ Sara segir að bókin fjalli í aðalatriðum um það hvernig manneskjur geta misst algera stjórn á sínu eigin lífi og hvernig glæpaklíkur einsetja sér að afvegaleiða konur á þennan hátt. „Ég er ekki að segja að það sé mikið um mansal og vændi í Danmörku en það er til og við megum ekki loka augunum fyrir því,“ segir Sara að lokum. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira