Átakanleg rannsóknarvinna í Kaupmannahöfn 26. júní 2010 06:00 Danski metsöluhöfundurinn Sara Blædel er stödd hér á landi til að fylgja eftir útgáfu á bók sinni, Aldrei framar frjáls, í íslenskri þýðingu. Bókin er önnur saga Blædel sem kemur út hér á landi en bókin Kallaðu mig prinsessu kom út í íslenskri þýðingu í fyrra. Bækurnar eru báða glæpasögur með blaðakonuna Louise Rick í aðalhlutverki. Þetta er í fyrsta sinn sem Sara kemur til Íslands á þessum tíma árs og var agndofa yfir íslensku sumarsólinni sem ekki sest, þegar Fréttablaðið náði af henni tali. „Það er frábært að vera hérna og ég sat í gærkveldi um miðnætti og átti ekki til orð yfir hversu bjart var. Þetta er alveg frábært,“ segir Sara. Hún var valin rithöfundur ársins af dönskum lesendum í fyrra. Hún hefur einnig verið vinsæl hér á landi og segist fá margar kveðjur frá íslenskum lesendum. Aldrei framar frjáls fjallar um morð á vændiskonu í Kaupmannahöfn sem blaðakonan Louise Rick ákveður að rannsaka nánar í samstarfi við lögregluna. Þar kynnist hún harðsvíruðum glæpamönnum og kemst að því að mansal er staðreynd á Norðurlöndunum. Sara Bældel starfaði sem blaðamaður áður en hún settist í rithöfundarstólinn en segir að rannsóknarvinnan bak við þessa bók hafi verið það erfiðasta sem hún hefur gert. Hún tók viðtöl við vændiskonur og fékk innsýn í þeirra heim. „Ég fór og fylgdist með vændiskonum að störfum í Istedgade á Vesterbro í Kaupmannahöfn og gat tekið við þær viðtöl í athvarfi sem er fyrir þær á Vesterbro,“ segir Sara og bætir við að sögur kvennanna hafa hitt sig beint í hjartastað og mjög erfitt hafi verið að hlusta að sumar sögurnar. „Stundum þurfa þær að sofa hjá allt að 22 mönnum á dag og svo fengu þær sama og engan pening fyrir, en þeir fara í vasann á mönnunum sem sjá um þær. Á þessi tímabili gekk ég um með hnút í maganum yfir ömurlegum örlögum þessara kvenna.“ Sara segir að bókin fjalli í aðalatriðum um það hvernig manneskjur geta misst algera stjórn á sínu eigin lífi og hvernig glæpaklíkur einsetja sér að afvegaleiða konur á þennan hátt. „Ég er ekki að segja að það sé mikið um mansal og vændi í Danmörku en það er til og við megum ekki loka augunum fyrir því,“ segir Sara að lokum. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Danski metsöluhöfundurinn Sara Blædel er stödd hér á landi til að fylgja eftir útgáfu á bók sinni, Aldrei framar frjáls, í íslenskri þýðingu. Bókin er önnur saga Blædel sem kemur út hér á landi en bókin Kallaðu mig prinsessu kom út í íslenskri þýðingu í fyrra. Bækurnar eru báða glæpasögur með blaðakonuna Louise Rick í aðalhlutverki. Þetta er í fyrsta sinn sem Sara kemur til Íslands á þessum tíma árs og var agndofa yfir íslensku sumarsólinni sem ekki sest, þegar Fréttablaðið náði af henni tali. „Það er frábært að vera hérna og ég sat í gærkveldi um miðnætti og átti ekki til orð yfir hversu bjart var. Þetta er alveg frábært,“ segir Sara. Hún var valin rithöfundur ársins af dönskum lesendum í fyrra. Hún hefur einnig verið vinsæl hér á landi og segist fá margar kveðjur frá íslenskum lesendum. Aldrei framar frjáls fjallar um morð á vændiskonu í Kaupmannahöfn sem blaðakonan Louise Rick ákveður að rannsaka nánar í samstarfi við lögregluna. Þar kynnist hún harðsvíruðum glæpamönnum og kemst að því að mansal er staðreynd á Norðurlöndunum. Sara Bældel starfaði sem blaðamaður áður en hún settist í rithöfundarstólinn en segir að rannsóknarvinnan bak við þessa bók hafi verið það erfiðasta sem hún hefur gert. Hún tók viðtöl við vændiskonur og fékk innsýn í þeirra heim. „Ég fór og fylgdist með vændiskonum að störfum í Istedgade á Vesterbro í Kaupmannahöfn og gat tekið við þær viðtöl í athvarfi sem er fyrir þær á Vesterbro,“ segir Sara og bætir við að sögur kvennanna hafa hitt sig beint í hjartastað og mjög erfitt hafi verið að hlusta að sumar sögurnar. „Stundum þurfa þær að sofa hjá allt að 22 mönnum á dag og svo fengu þær sama og engan pening fyrir, en þeir fara í vasann á mönnunum sem sjá um þær. Á þessi tímabili gekk ég um með hnút í maganum yfir ömurlegum örlögum þessara kvenna.“ Sara segir að bókin fjalli í aðalatriðum um það hvernig manneskjur geta misst algera stjórn á sínu eigin lífi og hvernig glæpaklíkur einsetja sér að afvegaleiða konur á þennan hátt. „Ég er ekki að segja að það sé mikið um mansal og vændi í Danmörku en það er til og við megum ekki loka augunum fyrir því,“ segir Sara að lokum. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“