Lífið

Rikka: Indversk matargerð er einföld

Ellý Ármanns skrifar
Rikka heimsótti Chandriku Gunnarsson í gær í þættinum Matarást sem sýndur var á Stöð 2.
Rikka heimsótti Chandriku Gunnarsson í gær í þættinum Matarást sem sýndur var á Stöð 2.

Chandrika Gunnarsson, eigandi Austur-Indíafélagsins var gestur í matreiðsluþættinum hennar Rikku í gær.

Þar eldaði Chandrika nokkra gómsæta indverska rétti sem allir ættu að geta prófað sig áfram með.

Við höfðum samband við Rikku og spurðum hana m.a. út í matargerðina.

Mmm...

„Fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir sterku er hægt að minnka hlutfallið á chili-aldininu í uppskriftunum. Ég hvet alla til að prófa sig áfram í indverskri matargerð," sagði Rikka.

„Það er alveg hreint töfrandi að vera í kringum hana Chandriku og elda með henni ekta indverskan mat. Það kemur örugglega mörgum á óvart hvað þetta er í rauninni einfalt."

Chandrika eldaði Lax með kóríander og mintu chutney, mangó og tómatsalat og krydduð risarækja og kókoshrísgrjón.

Uppskriftir úr þættinum eru hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.