Toy Story 3: fimm stjörnur 25. júní 2010 00:01 Sem fyrr eru það Viddi og Bósi sem leiða myndina. Allt er gott sem endar velBíó ***** Toy Story 3 Leikstjóri: Lee Unkrich Aðalhlutverk: Tom Hanks, Tim Allen, Joan Cusack, Ned Beatty Líf kvikmyndagagnrýnenda og bíógesta almennt yrði miklum mun skemmtilegra ef jafn mikill metnaður væri alla jafna lagður í handrit og söguþráð leikinna kvikmynda og snillingarnir hjá Pixar gera í tölvuteiknimyndum sínum.Að ólöstuðum öllum þeim ágætis myndum sem Pixar hefur gert þá eru Toy Story-myndirnar það allra besta sem komið hefur úr þeirri smiðju og þessi nýjasta hefur allt til að bera sem góð bíómynd þarf. Hún er spennandi, fyndin, pínu sorgleg en fyrst og fremst alveg ógeðslega sætur óður til æskunnar og mikilvægi þess að kunna að leika sér. Og svo má auðvitað ekki gleyma því að boðskapur þríleiksins alls er að sá sem á góðan vin er aldrei einn og að þegar vinir standa saman eru þeim allir vegir færir.Þegar hér er komið við sögu hafa þeir Viddi og Bósi í ljósár legið ónotaðir í kistli ásamt öllum hinum leikföngunum hans Andys. Drengurinn er orðinn 17 ára og hefur um annað að hugsa en gamla dótið sitt þótt hann hafi enn ekki getað fengið sig til þess að skilja alveg við gömlu leikföngin. Þegar hann fer í heimavistarskóla er ætlunin að geyma leikföngin uppi á háalofti en fyrir röð mistaka enda þau á yngstu deildinni á leikskóla og eins og gefur að skilja bíður þeirra þar vítisvist innan um snarofvirk ungabörn.Þeir sem þekkja dótið hans Andys geta auðvitað sagt sér það sjálfir að Viddi og félagar láta ekki bjóða sér svona vitleysu og þau eru fljót að skipuleggja mikinn flótta. Illu heilli ræður bitur og illgjarn bangsi ríkjum á leikskólanum og hann og kónar hans vilja fyrir alla muni halda vinum okkar í prísundinni. Þessir gaurar eru alveg hreint fyrirmyndarskúrkar og bjóða upp á heilmikið fjör með nettu hryllingsívafi þegar leikfangafylkingunum lýstur saman.Sem fyrr eru það Viddi og Bósi sem leiða myndina og hersinguna áfram og geimgæinn nær að skyggja á kúrekann þegar hann missir vitið tímabundið og verður aftur bjáninn sem hann var í byrjun fyrstu myndarinnar. Annars eru senuþjófar þessarar myndar þau Ken og Barbie sem fella saman hugi eftir að þau átta sig á að þau voru „gerð fyrir hvort annað". Michael Keaton fer á kostum þegar hann talar fyrir Ken og þetta rómaða par á alla bestu brandarana í myndinni.Leikararnir sem ljá persónum raddir sínar eru hver öðrum betri. Tom Hanks og Tim Allen eru traustir í aðalhlutverkunum og meistararnir Don Rickles (Herra Kartöfluhaus), Wallace Shawn (risaeðlan Rex) og John Ratzenberger (sparigrísinn) eru svo dásamlegir að maður gæti hlustað á þá sólarhringum saman.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Alveg hreint út sagt frábær teiknimynd fyrir börn og fullorðna. Dásamleg saga sögð af mikilli leikni. Þetta verður ekki mikið betra. Tengdar fréttir Disney-mynd sló aðsóknarmet Disney- og Pixarmyndin Toy Story 3 sló aðsóknarmet fyrir teiknimynd á frumsýningarkvöldi sínu um helgina. Alls námu tekjurnar af þessu eina kvöldi 41 milljón dollara eða rúmlega 5 milljörðum kr. 20. júní 2010 11:17 Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Allt er gott sem endar velBíó ***** Toy Story 3 Leikstjóri: Lee Unkrich Aðalhlutverk: Tom Hanks, Tim Allen, Joan Cusack, Ned Beatty Líf kvikmyndagagnrýnenda og bíógesta almennt yrði miklum mun skemmtilegra ef jafn mikill metnaður væri alla jafna lagður í handrit og söguþráð leikinna kvikmynda og snillingarnir hjá Pixar gera í tölvuteiknimyndum sínum.Að ólöstuðum öllum þeim ágætis myndum sem Pixar hefur gert þá eru Toy Story-myndirnar það allra besta sem komið hefur úr þeirri smiðju og þessi nýjasta hefur allt til að bera sem góð bíómynd þarf. Hún er spennandi, fyndin, pínu sorgleg en fyrst og fremst alveg ógeðslega sætur óður til æskunnar og mikilvægi þess að kunna að leika sér. Og svo má auðvitað ekki gleyma því að boðskapur þríleiksins alls er að sá sem á góðan vin er aldrei einn og að þegar vinir standa saman eru þeim allir vegir færir.Þegar hér er komið við sögu hafa þeir Viddi og Bósi í ljósár legið ónotaðir í kistli ásamt öllum hinum leikföngunum hans Andys. Drengurinn er orðinn 17 ára og hefur um annað að hugsa en gamla dótið sitt þótt hann hafi enn ekki getað fengið sig til þess að skilja alveg við gömlu leikföngin. Þegar hann fer í heimavistarskóla er ætlunin að geyma leikföngin uppi á háalofti en fyrir röð mistaka enda þau á yngstu deildinni á leikskóla og eins og gefur að skilja bíður þeirra þar vítisvist innan um snarofvirk ungabörn.Þeir sem þekkja dótið hans Andys geta auðvitað sagt sér það sjálfir að Viddi og félagar láta ekki bjóða sér svona vitleysu og þau eru fljót að skipuleggja mikinn flótta. Illu heilli ræður bitur og illgjarn bangsi ríkjum á leikskólanum og hann og kónar hans vilja fyrir alla muni halda vinum okkar í prísundinni. Þessir gaurar eru alveg hreint fyrirmyndarskúrkar og bjóða upp á heilmikið fjör með nettu hryllingsívafi þegar leikfangafylkingunum lýstur saman.Sem fyrr eru það Viddi og Bósi sem leiða myndina og hersinguna áfram og geimgæinn nær að skyggja á kúrekann þegar hann missir vitið tímabundið og verður aftur bjáninn sem hann var í byrjun fyrstu myndarinnar. Annars eru senuþjófar þessarar myndar þau Ken og Barbie sem fella saman hugi eftir að þau átta sig á að þau voru „gerð fyrir hvort annað". Michael Keaton fer á kostum þegar hann talar fyrir Ken og þetta rómaða par á alla bestu brandarana í myndinni.Leikararnir sem ljá persónum raddir sínar eru hver öðrum betri. Tom Hanks og Tim Allen eru traustir í aðalhlutverkunum og meistararnir Don Rickles (Herra Kartöfluhaus), Wallace Shawn (risaeðlan Rex) og John Ratzenberger (sparigrísinn) eru svo dásamlegir að maður gæti hlustað á þá sólarhringum saman.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Alveg hreint út sagt frábær teiknimynd fyrir börn og fullorðna. Dásamleg saga sögð af mikilli leikni. Þetta verður ekki mikið betra.
Tengdar fréttir Disney-mynd sló aðsóknarmet Disney- og Pixarmyndin Toy Story 3 sló aðsóknarmet fyrir teiknimynd á frumsýningarkvöldi sínu um helgina. Alls námu tekjurnar af þessu eina kvöldi 41 milljón dollara eða rúmlega 5 milljörðum kr. 20. júní 2010 11:17 Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Disney-mynd sló aðsóknarmet Disney- og Pixarmyndin Toy Story 3 sló aðsóknarmet fyrir teiknimynd á frumsýningarkvöldi sínu um helgina. Alls námu tekjurnar af þessu eina kvöldi 41 milljón dollara eða rúmlega 5 milljörðum kr. 20. júní 2010 11:17