Lífið Ungar stúlkur fá að rokka í friði Áslaug Einarsdóttir hlaut á fimmtudaginn styrk frá Menningarsjóði Hlaðvarpans til að koma á laggirnar rokksumarbúðum fyrir stúlkur. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og voru alls veittir átján styrkir en aldrei hafa borist jafn margar umsóknir og í ár. Lífið 10.1.2012 10:00 Umdeildur norskur grínisti leikur Georg Bjarnfreðarson Hinn umdeildi norski grínisti Otto Jespersen leikur Georg Bjarnfreðarson í norsku útgáfunni af Næturvaktinni. Þættirnir hafa hlotið nafnið Nattskiftet og fara tökurnar fram í smábænum Minnesund þar sem 488 manns búa. Einni tökuviku af níu er nú lokið. Lífið 10.1.2012 09:00 Richards fór í augnaðgerð Rollingurinn Keith Richards gekkst nýverið undir laser-aðgerð á auga til að lagfæra sjón sína. Að sögn talsmanns hans gekk aðgerðin vel og er hann á batavegi. Richards, sem er 68 ára, er þekktur fyrir sukksamt líferni sitt og ætti því engum að koma á óvart að sjón hans sé aðeins farin að daprast. Lífið 10.1.2012 09:00 Skráir sig í fjarnám til að syngja með Björk „Þetta verður í fyrsta sinn sem ég kem til New York svo ég er mjög spennt,“ segir Jóna G. Kolbrúnardóttir, ein af kórstúlkunum í Graduale Nobili en þær ferðast með Björk Guðmundsdóttur til New York í lok mánaðarins. Lífið 10.1.2012 08:30 Blue Ivy komin í heiminn Stjörnuparið Jay Z og Beyoncé urðu foreldrar í fyrsta sinn um helgina en dóttir þeirra Blue Ivy Carter kom í heiminn á laugardaginn. Talsmenn parsins hafa þó ekki staðfest fæðinguna en þegar litla systir Beyoncé, Solange Knowles, sendi út hamingjuóskir á Twitter sannfærðust fjölmiðlar um að barnið væri komið í heiminn. Lífið 10.1.2012 03:00 Lítill áhugi á amerískri útgáfu af Lisbeth Salander Þrátt fyrir flotta dóma og mikla umfjöllun hafa aðdáendur Stiegs Larsson tekið amerísku útgáfunni af Körlum sem hata konur heldur fálega. Aðsóknin hefur verið dræm hérlendis. Kvikmyndaver Sony hefur tilkynnt að það hafi enn í hyggju að gera myndir tvö og þrjú eftir bókum Stiegs Larsson í Millennium-þríleiknum svokallaða þrátt fyrir að fyrstu myndinni, Karlar sem hata konur, hafi ekki tekist að slá í gegn. Talsmaður Sony lýsti þessu yfir í samtali við Entertainment Weekly. Lífið 9.1.2012 23:00 Heiðraður á Bafta-hátíð Bandaríski leikstjórinn Martin Scorsese verður heiðraður af bresku kvikmyndaakademíunni á Bafta-verðlaununum í næsta mánuði. Áður hafa leikstjórarnir Steven Spielberg, Alfred Hitchcock og Stanley Kubrick fengið verðlaunin. Lífið 9.1.2012 22:30 Of Monsters and Men toppa Billboard Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu þá sendu Nanna Bryndís og félagar í hljómsveitinni Of Monsters and Men frá sér stuttskífu í gegnum vefverslun iTunes í desember. Lífið 9.1.2012 22:00 Leoncie með langþráða tónleika á Íslandi „Ég hlakka mikið til að koma fram á Íslandi," segir indverska prinsessan Leoncie. Leoncie er væntanleg til landsins og kemur fram á Gauki á Stöng laugardaginn 28. janúar. Lífið 9.1.2012 22:00 Vinsælustu forsíðustúlkur ársins 2011 Árlega gerir Audit Bureau of Circulations í Bretlandi könnun hvaða tímarit seldust best á árinu og þá hvaða forsíður vöktu áhuga flestra lesenda árið 2011. Það eru leikkonurnar Sarah Jessica Parker og Jennifer Aniston sem prýddu forsíður mest seldu tímarita ársins 2011. Lífið 9.1.2012 21:00 Lara Stone hélt upp á afmælið sitt í kjól frá Kalda "Þetta er mjög gaman enda er hún ein af mínum uppáhaldsfyrirsætum," segir Katrín Alda Rafnsdóttir fatahönnuður. Ofurfyrirsætan Lara Stone klæddist kjól frá merki hennar Kalda á dögunum. Tíska og hönnun 9.1.2012 20:00 Sendir frá sér skáldsögu Leikarinn James Franco ætlar að gefa út sína fyrstu skáldsögu, Actors Anonymous, á vegum útgáfufélagsins AmazonPublishing. Að sögn blaðsins New York Observer verður sagan lauslega byggð á ævi leikarans, sem er 33 ára. Lífið 9.1.2012 19:00 Kunis nýtt andlit Dior Leikkonan Mila Kunis verður andlit tískuhússins Dior fyrir komandi vor og sumar. Hlutverkið þykir mikil upphefð fyrir leikkonuna ungu en þar með gengur hún í fótspor Sharon Stone, Marion Cotillard, Charlize Theron og Natalie Portman sem allar hafa auglýst vörur tískuhússins fræga. Lífið 9.1.2012 17:00 George í góðum gír með gellunni Leikarinn George Clooney, 50 ára, og unnusta hans, Stacy Keibler, 32 ára, voru brosmild á rauða dreglinum um helgina eins og sjá má á myndunum... Lífið 9.1.2012 16:45 Fuglahræða á ferð og flugi This Must Be the Place er ekki fyrir alla en áhugaverð og falleg mynd. Ég get mælt með henni fyrir þá forvitnu og víðsýnu en myndin er full af frábærri tónlist, skemmtilega skrýtnum senum og kvikmyndatakan er upp á tíu. Gagnrýni 9.1.2012 16:00 Poppuð Pippa Pippa Middleton, 28 ára, systir hertogaynjunnar af Cambridge, vakti athygli þegar hún arkaði til vinnu í miðborg Lundúna síðasta fimmtudag... Lífið 9.1.2012 14:45 Stóri dagurinn hjá Balta á fimmtudag Kvikmyndin Contraband verður frumsýnd á fimmtudaginn í Bandaríkjunum en hún er endurgerð hinnar rómuðu íslensku kvikmyndar, Reykjavik-Rotterdam eftir Óskar Jónasson. Myndin skartar Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum en Baltasar Kormákur situr í leikstjórastólnum. Hann lék hins vegar aðalhlutverkið í íslensku útgáfunni sem fékk feykilega góða dóma og mikla aðsókn. Lífið 9.1.2012 13:00 Slasaður Brad 48 ára leikarinn Brad Pitt gekk við staf og leiddi jafnframt unnustu sína, Angelinu Jolie, á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Kaliforníu á laugardag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum... Lífið 9.1.2012 12:00 Prinsessan smellpassar við rauða dregilinn Vilhjálmur Bretaprins, 29 ára, og eiginkona hans, hertogaynjan af Cambridge, Kate Middleton, 30 ára, voru glæsileg á fyrstu frumsýningu þeirra saman... Lífið 9.1.2012 11:00 Óhræddur við stjörnur Vesturports "Ég hef akkurat verið að vísa fólki á sýningu Vesturports því það er eiginlega að verða uppselt á allar sýningar hjá okkur,“ segir Kári Viðarsson, forsvarsmaður nýjasta atvinnuleikhússins á Íslandi, Frystiklefinn á Rifi. Leikhúsið ætlar að setja á svið sýningu sína um sjálfan Axlar-Björn, Góðir hálsar, sem sýnd var við góðar undirtektir í ágúst í fyrra. Hún var þá sýnd í takmarkaðan tíma þar sem leikararnir þurftu frá að hverfa vegna anna á öðrum vettvangi. Lífið 9.1.2012 11:00 Maus með tónleika á Eurosonic Hljómsveitin Maus spilar á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi síðar í mánuðinum. Ekki er þó um að ræða endurkomu hinnar íslensku Maus heldur hollensku sveitina sem ber sama nafn og hún. Lífið 9.1.2012 10:00 Forsetinn kom með barnabarninu í Borgarleikhúsið Leikverkið Fanný og Alexander, sem byggt er á sjónvarpsþáttum og kvikmynd Ingimars Bergman, var frumsýnt á föstudagskvöldið í Borgarleikhúsinu. Með aðalhlutverkin í sýningunni fara þau Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson en leikstjóri er Stefán Baldursson. Alls taka tuttugu leikarar þátt í sýningunni. Lífið 9.1.2012 09:00 Frægur skilnaðarlögfræðingur hjálpar Önnu Í bandarískum fjölmiðlum er því haldið fram að bílasalinn Cal Worthington hafi gert glæsibifreið Önnu Mjallar Ólafsdóttur upptæka, en þau standa nú í skilnaði. Anna er sögð hafa ráðið einn þekktasta skilnaðarlögfræðing Bandaríkjanna. Anna Mjöll og Worthington giftu sig síðasta vor, en skömmu fyrir áramót óskaði hún eftir skilnaði. Worthington er einn þekktasti og auðugasti bílasali Bandaríkjanna, og fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að harka sé tekin að færast í skilnaðnn. Samkvæmt gögnum sem fjölmiðlar vitnar til lítur Worthington svo á að honum sé einungis skylt að greiða Önnu andvirði tæprar hálfrar milljónar á mánuði næsta hálfa árið, en Anna telji að henni beri að minnsta kosti helmingur í glæsihýsi í Beverly Hills sem hann hafi gefið henni í brúðargjöf. Lífið 8.1.2012 20:45 Vasadiskó: Mugison og Lana Del Ray með lög ársins Tónlist 8.1.2012 18:09 Ragnar í Pain of Salvation Tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg, úr hljómsveitinni Sign, hefur gengið til liðs við sænsku progg-þungarokkhljómsveitina Pain of Salvation, sem er gríðarlega stórt nafn í heimi þungarokksins. Lífið 8.1.2012 16:00 Nýtt lag frá Doors Bandaríska hljómsveitin The Doors ætlar að gefa út sitt fyrsta „nýja“ lag í fjörutíu ár. Það verður frumflutt á Facebook-síðu sveitarinnar á mánudaginn. Söngvarinn sálugi Jim Morrison syngur lagið, sem nefnist She Smells So Nice. Það var upphaflega tekið upp vegna plötunnar LA Woman sem kom út 1971 en komst ekki inn á hana. Það var upptökustjórinn Bruce Botnick sem fann upptökuna og dustaði rykið af henni. Lagið mun vera mjög blúsað og kraftmikið. Það verður að finna á tvöfaldri viðhafnarútgáfu LA Woman, auk annars óútgefins lags, Rock Me. Lífið 8.1.2012 14:00 Kiwanuka er bjartasta von BBC Sálarsöngvarinn Michael Kiwanuka hefur verið kjörinn bjartasta von ársins 2012 af breska ríkisútvarpinu, BBC. Honum hefur verið líkt við Bill Withers sem er þekktur fyrir lög á borð við Ain"t No Sunshine og Just the Two of Us. Þrír af helstu áhrifavöldum Kiwanuka eru Otis Redding, Bob Dylan og Miles Davis. Lífið 8.1.2012 12:00 Barn Beyoncé fæddist í gær Söngkonan Beyoncé Knowles, 30 ára, og rapparinn Jay-Z, 42 ára, eignuðust stúlku í gærkvöldi. Stúlkan hefur verið nefnd Blue Ivy Carter... Lífið 8.1.2012 12:00 Enn ein skilnaðarslúðursagan Leikarinn Johnny Depp, 48 ára, á ekki sjö dagana sæla þegar kemur að hjónabandinu ef marka má slúðurheiminn vestan hafs. Kvikmyndirnar hans ganga vel en aðra sögu er að segja... Lífið 8.1.2012 11:00 Hörku frumsýning Hasarmyndin Haywire var frumsýnd á fimmtudaginn og mættu leikarar og aðstandendur myndarinnar í sínu fínasta pússi á viðburðinn. Með aðalhlutverkin fer fríður hópur leikara og má þar á meðal nefna Ginu Carano, Antonio Banderas, Ewan McGregor, Channing Tatum og Michael Fassbender. Myndin fjallar um hermann sem leitar hefnda eftir að hafa verið svikinn af félögum sínum. Lífið 8.1.2012 10:00 « ‹ ›
Ungar stúlkur fá að rokka í friði Áslaug Einarsdóttir hlaut á fimmtudaginn styrk frá Menningarsjóði Hlaðvarpans til að koma á laggirnar rokksumarbúðum fyrir stúlkur. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og voru alls veittir átján styrkir en aldrei hafa borist jafn margar umsóknir og í ár. Lífið 10.1.2012 10:00
Umdeildur norskur grínisti leikur Georg Bjarnfreðarson Hinn umdeildi norski grínisti Otto Jespersen leikur Georg Bjarnfreðarson í norsku útgáfunni af Næturvaktinni. Þættirnir hafa hlotið nafnið Nattskiftet og fara tökurnar fram í smábænum Minnesund þar sem 488 manns búa. Einni tökuviku af níu er nú lokið. Lífið 10.1.2012 09:00
Richards fór í augnaðgerð Rollingurinn Keith Richards gekkst nýverið undir laser-aðgerð á auga til að lagfæra sjón sína. Að sögn talsmanns hans gekk aðgerðin vel og er hann á batavegi. Richards, sem er 68 ára, er þekktur fyrir sukksamt líferni sitt og ætti því engum að koma á óvart að sjón hans sé aðeins farin að daprast. Lífið 10.1.2012 09:00
Skráir sig í fjarnám til að syngja með Björk „Þetta verður í fyrsta sinn sem ég kem til New York svo ég er mjög spennt,“ segir Jóna G. Kolbrúnardóttir, ein af kórstúlkunum í Graduale Nobili en þær ferðast með Björk Guðmundsdóttur til New York í lok mánaðarins. Lífið 10.1.2012 08:30
Blue Ivy komin í heiminn Stjörnuparið Jay Z og Beyoncé urðu foreldrar í fyrsta sinn um helgina en dóttir þeirra Blue Ivy Carter kom í heiminn á laugardaginn. Talsmenn parsins hafa þó ekki staðfest fæðinguna en þegar litla systir Beyoncé, Solange Knowles, sendi út hamingjuóskir á Twitter sannfærðust fjölmiðlar um að barnið væri komið í heiminn. Lífið 10.1.2012 03:00
Lítill áhugi á amerískri útgáfu af Lisbeth Salander Þrátt fyrir flotta dóma og mikla umfjöllun hafa aðdáendur Stiegs Larsson tekið amerísku útgáfunni af Körlum sem hata konur heldur fálega. Aðsóknin hefur verið dræm hérlendis. Kvikmyndaver Sony hefur tilkynnt að það hafi enn í hyggju að gera myndir tvö og þrjú eftir bókum Stiegs Larsson í Millennium-þríleiknum svokallaða þrátt fyrir að fyrstu myndinni, Karlar sem hata konur, hafi ekki tekist að slá í gegn. Talsmaður Sony lýsti þessu yfir í samtali við Entertainment Weekly. Lífið 9.1.2012 23:00
Heiðraður á Bafta-hátíð Bandaríski leikstjórinn Martin Scorsese verður heiðraður af bresku kvikmyndaakademíunni á Bafta-verðlaununum í næsta mánuði. Áður hafa leikstjórarnir Steven Spielberg, Alfred Hitchcock og Stanley Kubrick fengið verðlaunin. Lífið 9.1.2012 22:30
Of Monsters and Men toppa Billboard Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu þá sendu Nanna Bryndís og félagar í hljómsveitinni Of Monsters and Men frá sér stuttskífu í gegnum vefverslun iTunes í desember. Lífið 9.1.2012 22:00
Leoncie með langþráða tónleika á Íslandi „Ég hlakka mikið til að koma fram á Íslandi," segir indverska prinsessan Leoncie. Leoncie er væntanleg til landsins og kemur fram á Gauki á Stöng laugardaginn 28. janúar. Lífið 9.1.2012 22:00
Vinsælustu forsíðustúlkur ársins 2011 Árlega gerir Audit Bureau of Circulations í Bretlandi könnun hvaða tímarit seldust best á árinu og þá hvaða forsíður vöktu áhuga flestra lesenda árið 2011. Það eru leikkonurnar Sarah Jessica Parker og Jennifer Aniston sem prýddu forsíður mest seldu tímarita ársins 2011. Lífið 9.1.2012 21:00
Lara Stone hélt upp á afmælið sitt í kjól frá Kalda "Þetta er mjög gaman enda er hún ein af mínum uppáhaldsfyrirsætum," segir Katrín Alda Rafnsdóttir fatahönnuður. Ofurfyrirsætan Lara Stone klæddist kjól frá merki hennar Kalda á dögunum. Tíska og hönnun 9.1.2012 20:00
Sendir frá sér skáldsögu Leikarinn James Franco ætlar að gefa út sína fyrstu skáldsögu, Actors Anonymous, á vegum útgáfufélagsins AmazonPublishing. Að sögn blaðsins New York Observer verður sagan lauslega byggð á ævi leikarans, sem er 33 ára. Lífið 9.1.2012 19:00
Kunis nýtt andlit Dior Leikkonan Mila Kunis verður andlit tískuhússins Dior fyrir komandi vor og sumar. Hlutverkið þykir mikil upphefð fyrir leikkonuna ungu en þar með gengur hún í fótspor Sharon Stone, Marion Cotillard, Charlize Theron og Natalie Portman sem allar hafa auglýst vörur tískuhússins fræga. Lífið 9.1.2012 17:00
George í góðum gír með gellunni Leikarinn George Clooney, 50 ára, og unnusta hans, Stacy Keibler, 32 ára, voru brosmild á rauða dreglinum um helgina eins og sjá má á myndunum... Lífið 9.1.2012 16:45
Fuglahræða á ferð og flugi This Must Be the Place er ekki fyrir alla en áhugaverð og falleg mynd. Ég get mælt með henni fyrir þá forvitnu og víðsýnu en myndin er full af frábærri tónlist, skemmtilega skrýtnum senum og kvikmyndatakan er upp á tíu. Gagnrýni 9.1.2012 16:00
Poppuð Pippa Pippa Middleton, 28 ára, systir hertogaynjunnar af Cambridge, vakti athygli þegar hún arkaði til vinnu í miðborg Lundúna síðasta fimmtudag... Lífið 9.1.2012 14:45
Stóri dagurinn hjá Balta á fimmtudag Kvikmyndin Contraband verður frumsýnd á fimmtudaginn í Bandaríkjunum en hún er endurgerð hinnar rómuðu íslensku kvikmyndar, Reykjavik-Rotterdam eftir Óskar Jónasson. Myndin skartar Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum en Baltasar Kormákur situr í leikstjórastólnum. Hann lék hins vegar aðalhlutverkið í íslensku útgáfunni sem fékk feykilega góða dóma og mikla aðsókn. Lífið 9.1.2012 13:00
Slasaður Brad 48 ára leikarinn Brad Pitt gekk við staf og leiddi jafnframt unnustu sína, Angelinu Jolie, á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Kaliforníu á laugardag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum... Lífið 9.1.2012 12:00
Prinsessan smellpassar við rauða dregilinn Vilhjálmur Bretaprins, 29 ára, og eiginkona hans, hertogaynjan af Cambridge, Kate Middleton, 30 ára, voru glæsileg á fyrstu frumsýningu þeirra saman... Lífið 9.1.2012 11:00
Óhræddur við stjörnur Vesturports "Ég hef akkurat verið að vísa fólki á sýningu Vesturports því það er eiginlega að verða uppselt á allar sýningar hjá okkur,“ segir Kári Viðarsson, forsvarsmaður nýjasta atvinnuleikhússins á Íslandi, Frystiklefinn á Rifi. Leikhúsið ætlar að setja á svið sýningu sína um sjálfan Axlar-Björn, Góðir hálsar, sem sýnd var við góðar undirtektir í ágúst í fyrra. Hún var þá sýnd í takmarkaðan tíma þar sem leikararnir þurftu frá að hverfa vegna anna á öðrum vettvangi. Lífið 9.1.2012 11:00
Maus með tónleika á Eurosonic Hljómsveitin Maus spilar á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi síðar í mánuðinum. Ekki er þó um að ræða endurkomu hinnar íslensku Maus heldur hollensku sveitina sem ber sama nafn og hún. Lífið 9.1.2012 10:00
Forsetinn kom með barnabarninu í Borgarleikhúsið Leikverkið Fanný og Alexander, sem byggt er á sjónvarpsþáttum og kvikmynd Ingimars Bergman, var frumsýnt á föstudagskvöldið í Borgarleikhúsinu. Með aðalhlutverkin í sýningunni fara þau Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson en leikstjóri er Stefán Baldursson. Alls taka tuttugu leikarar þátt í sýningunni. Lífið 9.1.2012 09:00
Frægur skilnaðarlögfræðingur hjálpar Önnu Í bandarískum fjölmiðlum er því haldið fram að bílasalinn Cal Worthington hafi gert glæsibifreið Önnu Mjallar Ólafsdóttur upptæka, en þau standa nú í skilnaði. Anna er sögð hafa ráðið einn þekktasta skilnaðarlögfræðing Bandaríkjanna. Anna Mjöll og Worthington giftu sig síðasta vor, en skömmu fyrir áramót óskaði hún eftir skilnaði. Worthington er einn þekktasti og auðugasti bílasali Bandaríkjanna, og fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að harka sé tekin að færast í skilnaðnn. Samkvæmt gögnum sem fjölmiðlar vitnar til lítur Worthington svo á að honum sé einungis skylt að greiða Önnu andvirði tæprar hálfrar milljónar á mánuði næsta hálfa árið, en Anna telji að henni beri að minnsta kosti helmingur í glæsihýsi í Beverly Hills sem hann hafi gefið henni í brúðargjöf. Lífið 8.1.2012 20:45
Ragnar í Pain of Salvation Tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg, úr hljómsveitinni Sign, hefur gengið til liðs við sænsku progg-þungarokkhljómsveitina Pain of Salvation, sem er gríðarlega stórt nafn í heimi þungarokksins. Lífið 8.1.2012 16:00
Nýtt lag frá Doors Bandaríska hljómsveitin The Doors ætlar að gefa út sitt fyrsta „nýja“ lag í fjörutíu ár. Það verður frumflutt á Facebook-síðu sveitarinnar á mánudaginn. Söngvarinn sálugi Jim Morrison syngur lagið, sem nefnist She Smells So Nice. Það var upphaflega tekið upp vegna plötunnar LA Woman sem kom út 1971 en komst ekki inn á hana. Það var upptökustjórinn Bruce Botnick sem fann upptökuna og dustaði rykið af henni. Lagið mun vera mjög blúsað og kraftmikið. Það verður að finna á tvöfaldri viðhafnarútgáfu LA Woman, auk annars óútgefins lags, Rock Me. Lífið 8.1.2012 14:00
Kiwanuka er bjartasta von BBC Sálarsöngvarinn Michael Kiwanuka hefur verið kjörinn bjartasta von ársins 2012 af breska ríkisútvarpinu, BBC. Honum hefur verið líkt við Bill Withers sem er þekktur fyrir lög á borð við Ain"t No Sunshine og Just the Two of Us. Þrír af helstu áhrifavöldum Kiwanuka eru Otis Redding, Bob Dylan og Miles Davis. Lífið 8.1.2012 12:00
Barn Beyoncé fæddist í gær Söngkonan Beyoncé Knowles, 30 ára, og rapparinn Jay-Z, 42 ára, eignuðust stúlku í gærkvöldi. Stúlkan hefur verið nefnd Blue Ivy Carter... Lífið 8.1.2012 12:00
Enn ein skilnaðarslúðursagan Leikarinn Johnny Depp, 48 ára, á ekki sjö dagana sæla þegar kemur að hjónabandinu ef marka má slúðurheiminn vestan hafs. Kvikmyndirnar hans ganga vel en aðra sögu er að segja... Lífið 8.1.2012 11:00
Hörku frumsýning Hasarmyndin Haywire var frumsýnd á fimmtudaginn og mættu leikarar og aðstandendur myndarinnar í sínu fínasta pússi á viðburðinn. Með aðalhlutverkin fer fríður hópur leikara og má þar á meðal nefna Ginu Carano, Antonio Banderas, Ewan McGregor, Channing Tatum og Michael Fassbender. Myndin fjallar um hermann sem leitar hefnda eftir að hafa verið svikinn af félögum sínum. Lífið 8.1.2012 10:00