Lífið

Ekki bara snjall lagasmiður

Fyrsta plata skosku söngkonunnar Emeli Sandé kemur út í næstu viku. Áhrifavaldar hennar eru Nina Simone, Aretha Franklin og Joni Mitchell.

Tónlist

Ísland á að draga sig út úr Eurovisionkeppninni í ár

"Mín afstaða er mjög skýr: Ísland á að draga sig út úr Eurovisionkeppninni í ár til að mótmæla framferði borgaryfirvalda í Aserbaidsjan gagnvart þegnum sínum. Þetta er skýrt og klárt mannréttindabrot,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í forsíðuviðtali Lífsins, fylgiblaði Fréttablaðsins á morgun, föstudag. "Ég upplifi mig alls ekki einan hvað þetta mál varðar. Ég hef ekki fundið einn gallharðan Eurovisionaðdáanda sem er ekki sammála mér.“ Páll Óskar heldur engu aftur þegar kemur að Eurovision, ástinni eða forsetaframboði.

Lífið

Drengur fæddur

Exton Elias Downey heitir glænýr sonur Roberts Downey Jr. og konu hans, Susan Downey. Drengurinn er við hestaheilsu og litla fjölskyldan er sögð í skýjunum yfir þessari nýju viðbót sem kom í heiminn síðastliðinn þriðjudag.

Lífið

Litrík hausttíska að mati Dana - myndir

Kaupmannahöfn fylltist af tískuunnendum um helgina þegar tískuvikan fór fram hjá frændum okkar í Danmörku. Dönsk merki á borð við Malene Birger, Bruuns Bazaar og Henrik Vibskov sýndu komandi hausttísku, sem var litríkari í ár en oft áður. Litir á borð við appelsínugulan, gulan, grænan og bláan voru áberandi í annars einföldum og víðum sniðum. Jakkafatabuxur, litríkar skyrtur og þykkar prjónapeysur verða haustflíkurnar í ár ef marka má Danina, sem oftast eru með puttana á púlsinum þegar kemur að fatatískunni.

Tíska og hönnun

Don Juan nútímans

Leikarinn ungi Joseph Gordon-Levitt stefnir nú að gerð myndar þar sem hann leikur aðalhlutverkið, leikstýrir og skrifar handritið. Myndin hefur enn ekki hlotið nafn en Gordon-Levitt segir hana koma til með að vera gamanmynd um mann sem er eins konar Don Juan nútímans.

Lífið

Áhrifavaldurinn Nina Simone

Hin bandaríska Nina Simone er einn helsti áhrifavaldur Emeli Sandé. Simone var söngkona, píanisti og lagahöfundur sem var þekktust fyrir djassstandarda sína. Auk þess barðist hún fyrir mannréttindum blökkumanna í Bandaríkjunum. Meðal þekktustu laga sem hún flutti á ferli sínum voru Don"t Let Me Be Misunderstood, Feeling Good, My Baby Just Cares For Me, I Put a Spell on You, Ne Me Quitte Pas og Wild is the Wind. Simone lést árið 2003, sjötug að aldri.

Tónlist

Guðmundur Péturs á Faktorý

Guðmundur Pétursson gítarleikari heldur tónleika á Faktorý á morgun, fimmtudag. Með honum leika Pétur Ben á gítar og selló, Styrmir Haukson á hljóðgerfla og slagverk, Valdi Kolli á bassa og Kristinn Snær Agnarsson á trommur.

Tónlist

Vel heppnuð endurkoma

Töf er flott plata. Lagasmíðarnar og útsetningarnar standa vel fyrir sínu og platan hljómar sérstaklega vel. Það heyrist vel í öllum hljóðfærunum og auðvelt, ef maður lokar augunum, að ímynda sér að hljómsveitin sé stödd, í góðum fíling, í stofunni hjá þér.

Gagnrýni

Heidi ennþá með hringinn

Project Runway stjarnan, þýska fyrirsætan Heidi Klum, sem er nýskilin við eiginmann sinn og barnsföður, söngvarann Seal, var mynduð á LAX flugvelli í Los Angeles á leiðinni til New York...

Lífið

Hallgrímur Helgason við 1000°

Í kvöld klukkan 20 verður blásið til dagskrár á kaffihúsinu Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. Þar verður fjallað um bókina Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason en sú bók hefur talsvert verið í umræðunni uppá síðkastið.

Lífið

Stutt og laggott

Þessi rétt rúmlega 80 mínútna mynd nær að gera heilmikið á stuttum tíma. Klippingin er til fyrirmyndar og mögulegur langdreginn óþarfi hefur allur endað í ruslinu. Brellurnar eru ágætar en fyrst og fremst er það þétt og fjörugt handrit sem gerir Chronicle að því sem hún er.

Gagnrýni

Stórglæsileg korter eftir barnsburð

Beyonce Knowles, 30 ára, var stórglæsileg í Monique Lhuillier kjól og Gucci skóm, með Chanel veski og Lorraine Schwartz skartgripi þegar hún var mynduð á tónleikum eiginmannsins Jay-Z. Eins og sjá má á myndunum lítur Beyonce stórkostlega út aðeins rúmum mánuði eftir að hún fæddi dóttur sína Blue Ivy.

Lífið

Leita að ungu fólki í raunveruleikaþátt

„Þetta þurfa að vera einstaklingar sem eru tilbúnir að opinbera sig og fara í smá sjálfskoðun í leiðinni,“ segir Hildur Margrétardóttir, framleiðandi sem leitar nú að ungu fólki til að taka þátt íslenskum raunveruleikaþáttum.

Lífið

Beckham mæðgur án lífvarða

Victoria Beckham og dóttir hennar Harper Seven voru myndaðar á LAX flugvellinum í Los Angeles. Með mæðgunum var barnfóstra í för en engir lífverðir. Öryggisverðir fylgdu þeim úr flugstöðvarbyggingunni sökum ágengra ljósmyndara.

Lífið

Keðjur og fuglafætur í myndbandinu

Stúlkurnar í The Charlies eru nú komnar aftur til Los Angeles eftir stutt jólafrí á Íslandi og slá ekki slöku við. Á Facebook síðu sveitarinnar greina þær frá því að þær séu byrjaðar að taka upp myndband við lagið Tickin Like a Bomb. Leikstjóri myndbandsins er Raphael Chatelain og hefur undirbúningur staðið yfir í þrjár vikur. Alma, Klara og Steinunn leika lykilhlutverk í myndbandinu ásamt dönsurunum en þær greina einnig frá því að kampavín, slökkviliðsbúningur, sprengjuefni, fuglafætur og keðjur verði hluti af leikmunum. Ekki er vitað hvenær myndbandið fer í sýningu. -áp

Lífið

Sætari bumbur sjást varla

Leikkonan Jennifer Garner, 39 ára, var mynduð ásamt eldri dóttur sinni, Violet, í Santa Monica í Kaliforníu. Fegurðin kemur frá reynslu okkar í lífinu. Ef þú hefur átt hamingjusamt líf eru broslínurnar þínar á réttum stað, lét leikkonan hafa eftir sér. Eins og sjá má á myndunum er ekki langt þangað til Jennifer eignast sitt þriðja barn.

Lífið

Í ullarpeysum á Prikinu

Lopapeysan 2012 var haldin hátíðleg á Prikinu um helgina. Lopapeysan er árlegt þorrablót skemmtistaðarins en fjölmargir lögðu leið sína á Prikið þar sem flestir skörtuðu þjóðlegum lopapeysum í tilefni kvöldsins.

Lífið

Ómótstæðileg þrátt fyrir gretturnar

Þegar krakkarnir hótuðu að lumbra á mér eftir skóla ráðlagði pabbi mér að ráðast á þá strax í staðinn fyrir að bíða óttaslegin heilan skóladag með hnút í maganum, sagði leikkonan Cameron Diaz sem skoða má gretta sig í meðfylgjandi myndaalbúmi. Cameron er glæsileg eins og ávallt þrátt fyrir gretturnar.

Lífið

Nei alls ekki fleiri lýtaaðgerðir

Bandaríska sjónvarpsraunveruleikastjarnan Angela "Big Ang" Raiola sem hefur vakið athygli vestan hafs fyrir útlit sitt sér í lagi og hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Mob Wives stillti sér upp á rauða dreglinum. Eins og sjá má á myndunum hefur hún látið eiga við nefið, varirnar og barminn. Sjón er sögu ríkari.

Lífið

Undrandi á Bítlunum

Sir Paul McCartney er ennþá undrandi á því að hafa verið meðlimur í einni vinsælustu hljómsveit heims, Bítlunum.

Lífið

Þessi kjóll er alls ekki slæmur

Leikkonan Katherine Heigl, 33 ára, stillti sér upp á rauða dreglinum klædd í sebra-munstraðan Michael Kors kjól sem fór henni þetta líka svona rosalega vel. Þá má sjá leikkonuna heilsa upp á krúttlegan hund sem varð á vegi hennar.

Lífið

Gallabuxurnar eru nefnilega málið

Leikkonan Charlize Theron, 36 ára, mætti í Super Bowl teiti með bjórkassa í fanginu. Eins og sjá má er leikkonan sem er vön á pósa á rauða dreglinum uppáklædd stórglæsileg með hárið tekið í tagl klædd í gallabuxur. Hei! Ég er stelpa og mér finnst gaman að vera fín, lét leikkonan hafa eftir sér.

Lífið

Madonna á leið í tónleikaferð

Poppstjarnan Madonna ætlar að fara í tónleikaferð í maí, en það verður fyrsta tónleikaferð hennar í þrjú ár. Ferðalagið mun hefjast í Ísrael en svo mun hún halda til Evrópu. Madonna ætlar einnig að koma við í Suður-Ameríku og Ástralíu á ferð sinni, en þangað hefur hún ekki komið í tuttugu ár, eftir því sem Reuters fréttastofan greinir frá. Madonna vakti gríðarlega athygli þegar hún kom fram á svokölluðum SuperBowl leik í ameríska fótboltanum á sunnudag.

Lífið