Lífið

Haustspá Siggu Kling komin á Vísi!

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir septembermánuð má sjá hér fyrir neðan.

Lífið

Fagna eins árs afmælinu í París

Í dag fagnar Samfélagsmiðlastofan Sahara eins árs afmæli. Fyrirtækið hefur þróast og stækkað mikið á einu ári að sögn framkvæmdastjórans, Sigurðs Svanssonar. Góðum árangri og eins árs afmælinu verður fagnað vel og vandlega í París.

Lífið

Orðbragðið brýtur í bága við reglur Facebook

„Auglýsingin brýtur í bága við reglurnar þeirra. Í fyrstu gat ég með engu móti áttað mig á því hvernig væri verið að brjóta reglur svo ég sendi þeim póst. Ég fékk þá svör um að orðbragðið í auglýsingunni væri ekki hægt að birta á Facebook.“

Lífið

Grænmetisæta í þrjátíu ár

Hanna Hlíf Bjarnadóttir myndlistarkona gaf út bókina Eldhús grænkerans fyrir síðustu jól. Hanna hefur verið grænmetisæta í 30 ár og býr til alla sína rétti frá grunni.

Lífið

Nokkrir glaðlegustu Íslendingarnir

Fólk er eins misglaðlegt og það er margt, það er nú bara þannig. En þessir ellefu einstaklingar eiga það sameiginlegt að vera áberandi glaðlegir og brosmildir.

Lífið

Bæjarstjórinn leikur á fiðluna í kvöld

„Í fyrra tókum við með okkur baðvog og fengum tónleikagesti til að stíga á og sú tala sem upp kom réð þá næsta lagi. Þetta var vinsælt, þó aðallega hjá körlunum. Annars voru það fæðingarár og annað slíkt sem fengu að fljúga og vöktu lukku.“

Lífið

Útkoman varð minningar og meiningar í söngvum

Í yfir 30 ár hefur íslenska þjóðin notið þess að hlusta á Magnús R. Einarsson tala í útvarp, nánar tiltekið á Rás 2. Nú er söngrödd hans komin út á hljómdiskinum Máðar myndir. Það er fyrsti diskur hans og þar flytur hann eigin lög og texta við gítarundirleik.

Lífið

Umbylti lífi sínu og flutti í sveitina

Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur heldur úti vinsælum námskeiðum um jurtalitun við Endurmenntunardeild LbhÍ á Hvanneyri. Hún kennir jurtalitun sem byggð er á aldagömlum aðferðum með plöntum úr náttúrunni.

Lífið