Lífið

Segir flugið vera í Sullenberger-blóðinu

Jón Gerald Sullenberger er að láta kanna fyrir sig hvort Chesley Sullenberger flugstjórinn sem nauðlenti flugvélinn í Hudson flóa við New York í gær sé frændi sinn. Hann segir að flugið sé í Sullenberger-blóðinu en sonur Jóns Geralds byrjaði að fljúga 14 ára gamall.

Lífið

Klæðnaður Evu og Ragnhildar Steinunnar leyndó

„Fólk var að tala um að við höfðum ekki verið nógu hátíðlegar í klæðnaði síðasta laugardag," segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona þegar Vísir ber undir hana umtal um mynstruðu lopapeysurnar sem hún og samstarfskona hennar, Eva María Jónsdóttir, klæddust síðasta laugardag í fyrsta þætti af fjórum í undankeppni Júróvisjón í ár. „Við ætlum að taka það til greina í næsta þætti. En við viljum samt ekki segja hvað eða hvernig," segir Ragnhildur leyndardómsfull. „Við erum spenntar að heyra öll hin lögin í keppninni. Það er ekki vinnufriður hérna í Efstaleiti því við hlæjum svo mikið við að skoða gömlu Júróvisjónlögin," segir Ragnhildur áður en kvatt er. Þátturinn er á dagskrá RÚV klukkan 20:10 annað kvöld.

Lífið

Karlarnir hafa grennst rosalega, segir Jónína Ben

„Það liggur beinast við að koma með svona starfsemi til Íslands á erfiðum tímum," svarar Jónína Benediktsdóttir sem er stödd í Póllandi aðspurð út í detoxmeðferðir sem hún starfrækir hér á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. „Það ætti hvergi annarsstaðar að vera betra en að hreinsa sig á Íslandi þar sem mengunin er minnst," bætir hún við. „Ég vinn með pólska lækninum og við vinnum á netinu og verðum í skype-sambandi. Við tölum saman í gegnum internetið," svarar Jónina spurð hvort hún flytji detox-fagfólk með sér hingað frá Póllandi. „Nokkrir íslenskir læknar ætla að kynna sér starfsemina. Þá kemur í ljós hvort þeir eru tilbúnir að viðurkenna detoxmeðferðina sem læknismeðferð eða ekki. Ég geri þetta ekki án lækna það er alveg víst," segir Jónina.

Lífið

Tók viðtal við hund

Björn Þorláksson þáttastjórnandi Sjónvarps Norðurlands og fréttamaður hjá Stöð 2 gerði í dag tilraun til að taka viðtal við hund í Föstudagsþætti N4. Björn spurði hvað hundinum fyndist um ástandið í efnahagslífi þjóðarinnar og velti upp þeirri spurningu hvort það að fá hund í settið væri verri hugmynd en að fá stjórnmálamenn í spjall, stjórnmálamenn sem margir hverjir virðast sekir um lýðskrum og ábyrgðarleysi gagnvart almenningi.

Lífið

Óþolandi ástand - myndband

Orðrómur hefur verið uppi um að kærusturnar Lindsay Lohan og Samantha Ronson sem gerðu tilraun til að versla eins og meðfylgjandi myndband sýnir, væru hættar saman.

Lífið

Breytingar hjá Birtíngi - Mannlíf í útgáfuhlé

Forsvarsmenn Birtíngs útgáfufélags segjast í ljósi aðstæðna neyðast til þess að gera skipulagsbreytingar á útgáfustarfsemi félagsins. Kostnaður á pappír og öðrum aðföngum er sagður hafa hækkað meira en nokkrun gat órað fyrir auk þess sem sala hefur dregist saman hjá félaginu. Í pósti frá Elínu Ragnarsdóttur, framkvæmdarstjóra félagsins segir að sú blanda sé banvæn ef ekkert sé að gert.

Lífið

Pamela til varnar flækingshundum

Baywatch stjarnan Pamela Anderson berst nú fyrir lífi flækingshunda í Mumbai á Indlandi. Í bréfi sem hún sendi borgaryfirvöldum segir hún að gera ætti hundana ófrjóa í stað þess að drepa þá.

Lífið

Í prufum fyrir þrjá söngleiki á Broadway

Stefán Karl Stefánsson leikari er um þessar mundir í prufum fyrir þrjá stóra söngleiki á Broadway. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur Stefán fengið lofsamlega dóma fyrir hlutverk sitt sem Trölli í söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum. Sú sýning hefur verið sýnd víða um Bandaríkin undanfarna mánuði og vakið mikla athygli. Stefán Karl nýtur nú góðs af þessari athygli. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta, ég er bara í prufum og þetta er allt óráðið,“ sagði Stefán í samtali við Fréttablaðið í gær.

Lífið

Aðdáendur Ásdísar á Facebook

Stofnuð hefur verið aðdáendasíða á Facebook tileinkuð fyrirsætunni Ásdísi Rán Gunnarsdóttur. Á annað hundrað einstaklingar eru nú skráðir í grúppuna. ,,Ásdís er fáránlega heit. Ef þú ert sammála ættir þú að gerast meðlilmur. Ef ekki ertu annað hvort hommi eða öfundsjúkur," segir á síðunni.

Lífið

Sölvi snýr aftur á skjáinn

Sölvi Tryggvason snýr aftur í skjáinn á mánudag þegar að hann og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, stjórna sínum fyrsta dægurmálaþætti á Skjá einum.

Lífið

Heiður fyrir mig, segir Yesmine

„Þeir hringdu í mig og báðu mig að hitta þá. Ég var mjög hissa því þeir voru búnir að kaupa bókina. Maður er alltaf hræddur hvað fagfólki finnst og þetta er bara heiður fyrir mig,“ svarar Yesmine Olsson en hún er gestakokkur á veitingahúsinu Veisluturninnn á Smáratorgi þar sem uppskriftir eftir hana eru matreiddir fyrir gesti staðarins.

Lífið

Alíslenskt undanúrslitakvöld

Annað undanúrslitakvöldið í Eurovisionforvalinu brestur á eftir Spaugstofuna á laugardaginn. Okkur er boðið upp á fjögur lög, það fyrsta, "Fósturjörð“, er eftir Einar Scheving. Einar hefur verið í fremstu röð íslenskra trommara lengi og vakti mikla athygli nýlega fyrir jazzplötuna Cycles. Lagið hans er dramatískur ættjarðaróður sem Páll Rósinkranz syngur hnarreistur.

Lífið

Borðar bara grænmeti fyrir Júróvisjónkeppnina

„Ég var tólf sinnum í ræktinni í síðustu viku og borða bara grænmeti," svarar Jógvan Hansen sem sigraði X-factor keppnina árið 2007 þegar Vísir spyr hann út í undibúning hans fyrir í undankeppni Júróvísjón í ár.

Lífið

Síðasta serían af Prison Break

Á sama tíma og áhorfendur Stöðvar 2 eru að missa sig yfir spennunni í Prison Break berast váleg tíðindi frá Ameríku. Fox sjónvarpsstöðin sem framleiðir þættina gaf það út í dag að framleiðslu þáttanna verði hætt að lokinni þessari seríu.

Lífið

Á von á Júróvisjónstelpu í maí

„Mér líður rosavel. Ég á að eiga í maí," segir söngkonan Regína Ósk sem á von á stúlkubarni með eiginmanni sínum, Sigursveini Þór Árnasyni, fyrrverandi meðlim strákabandsins Luxor. „Þetta verður Júróvisjón barn," bætir Regína Ósk sem tók þátt í Júróvisjón fyrir Íslands hönd í Serbíu fyrra með lagið This is My Life eftir Örlyg Smára. Regína Ósk á 7 ára stúlku, Anítu.

Lífið

Beckham á brókinni - myndir

Victoria Beckham situr fyrir ein síns liðs í undirfataauglýsingum Giorgio Armani. Ítalski fatahönnuðurinn Giorgio Armani fékk Victoriu, 34 ára, til að sitja fyrir fáklædd eins og meðfylgjandi myndir sýna í nærfataherferð sinni.

Lífið

Vandræðalegur Ryan Seacrest - myndband

Áttunda árið í bandarísku Idol-stjörnuleitinni hófst í gær. Það sem vekur athygli er þegar sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest gerði tilraun til að „fimma" blindan keppanda eins og meðfylgjandi myndband sýnir.

Lífið

Safna ullarvörum fyrir bresk gamalmenni

Í bítinu á Bylgjunni í morgun kom upp sú hugmynd að setja af stað söfnun fyrir bresk gamalmenni. Heimir Karlsson annar stjórnandi þáttarins segir að í Bretlandi sé reiknað með að tólf gamalmenni deyji á hverjum klukkutíma, yfir kaldasta vetrartímann, úr kulda eða sjúkdómum tengdum kulda. Stjórnendur þáttarins ætla því að safna íslenskum lopavörum og senda til gamalmenna í Bretlandi. Heimir ætlar persónulega að fara með eina peysu til Gordons Brown.

Lífið

Eiríkur og Reynir gera góðverk

„Þetta er útvarpsþáttur. Við Reynir erum að vinna góðverk. Allur ágóði af þættinum rennur til góðgerðamála," svarar Eiríkur Jónsson ritstjóri aðspurður um nýjan þátt sem hann bloggaði nýverið um og hverjir hafa umsjá með honum. „Ágóðinn af launum og auglýsingum verður gefinn því það eru margir sem eiga um sárt að binda. Þetta hefur aldrei verið gert. Þetta er okkar framlag til nýja Íslands," segir Eiríkur.

Lífið

Familjen væntanlegur til landsins

Johan T. Karlsson eða Familjen eins og hann er betur þekktur, er væntanlegur hingað til lands þann 6. febrúar n.k. þar sem hann mun koma fram á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll.

Lífið

Kynþokkafyllsta konan þráir ný brjóst - myndband

Meðfylgjandi má sjá viðtal við Megan Fox sem var kosin kynþokkafyllsta kona í heimi, ef marka má lesendur FHM tímaritsins. Fox, sem er þekktust fyrir leik sinn í Transformers, skaust upp fyrir bombur á borð við Angelinu Jolie, Kim Kardashian og vinningshafa síðasta árs, Jessicu Alba.

Lífið

Hinn íslenski Harry Potter

Leikfélag Menntaskólans við Sund frumsýnir á næstunni rokksöngleik um galdrastrákinn Harry Potter. Albert Hauksson fer með aðalhlutverkið en hann þykir ekkert sérstaklega líkur Harry Potter úr kvikmyndunum.

Lífið

Troða upp í Þýskalandi og Hvíta-Rússlandi

Eurobandið hefur vakið mikla athygli eftir þátttöku sína í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarspsstöðva 2008 með laginu This is my life og ekki bara á Íslandi þar sem plata þeirra seldist í um 15 þúsund eintökum, heldur hefur tvíeykið Friðrik Ómar og Regína Ósk verið pantað víða um Evrópu og fengin til að syngja við hinar ýmsu uppákomur.

Lífið

Fylgst með skurðaðgerð í Kompás í kvöld

Sömu sjúkdómarnir herja á manninn og besta vin hans. Krabbamein er algengasta dánarorsök hunda en tíðni krabbameins í hundum er álíka há og tíðni krabbameins hjá fólki. Tíkin Trinity greindist nýverið með krabbamein í júgri og Kompás fékk að fylgjast með þegar æxlið var fjarlægt.

Lífið

Stórfyrirtæki slást um Sportacus

Warner Bros. og Sony, eru meðal þeirra framleiðslufyrirtækja sem Magnús Scheving hefur rætt við um gerð kvikmyndar byggðri á Latabæ. Þetta hefur breska blaðið Daily Telegraph eftir Magnúsi Scheving í frétt sem birtist á laugardaginn. Jafnframt er greint frá því að myndin hafi þegar hlotið nafnið Sportacus sem er enska heitið yfir Íþróttaálfinn.

Lífið