Lífið

Heiður fyrir mig, segir Yesmine

Yesmine gaf út sína aðra matreiðslubók sem ber heitið: Framandi og freistandi. Þar má finna uppskriftir hennar sem eru indverskar og arabískar.
Yesmine gaf út sína aðra matreiðslubók sem ber heitið: Framandi og freistandi. Þar má finna uppskriftir hennar sem eru indverskar og arabískar.

„Þeir hringdu í mig og báðu mig að hitta þá. Ég var mjög hissa því þeir voru búnir að kaupa bókina. Maður er alltaf hræddur hvað fagfólki finnst og þetta er bara heiður fyrir mig," svarar Yesmine Olsson en hún er gestakokkur í Veisluturninum á Smáratorgi þar sem uppskriftir eftir hana eru matreiddar fyrir gesti staðarins.

„Þetta eru mjög heilsusamlegir réttir sem henta Íslendingum. Við höfum boðið upp á ólíka rétti hvern einasta dag í turninum alla þessa viku. Þetta er matur sem er matreiddur eins og á Indlandi. Þá er til dæmis gott að undirbúa matinn snemma á morgnana eða daginn áður til að kryddið fari vel inn í kjötið," segir Yesmine.

„Ég kynni og útskýri matinn fyrir gestum," segir Yesmine sem verður í Veisluturninum í hádeginu á morgun, föstudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.