Lífið Opnunartónleikar í ömmunni Opnunartónleikar Melodica Acoustic Festival fara fram í versluninni Sexy Grandma í dag. Tónleikarnir verða jafnframt lokatónleikar því verslunin leggur upp laupana á morgun. Lífið 27.8.2009 06:00 Páll Stefáns fær góða aðstoð Nígeríski verðlaunahöfundurinn Chimamanda Ngozi Adichie er meðal þeirra sem skrifa sérstaklega fyrir ljósmyndabók Páls Stefánssonar, Afríka – Fótboltaálfan. Lífið 27.8.2009 06:00 Hundrað útlendingar sóttu um „Þetta er stóraukinn fjöldi,“ segir Garðar Stefánsson sem skipuleggur kvikmyndasmiðju Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem verður haldin í næsta mánuði. Lífið 27.8.2009 05:45 Safna höfuð-leðrum nasista Stríðsmynd Quentins Tarantino, Inglorious Basterds, hefur hlotið mjög góðar viðtökur og er af mörgum talin hans besta mynd í langan tíma. Einkennismerki hans, löng samtöl og blóðug ofbeldisatriði, eru að sjálfsögðu á sínum stað. Lífið 27.8.2009 05:00 Í heimsókn hjá Opruh Söngkonan Whitney Houston ætlar að veita sitt fyrsta langa viðtal í tæp sjö ár í spjallþætti Opruh 14. september. Whitney, sem er 46 ára, ætlar í leiðinni að kynna sína nýjustu plötu, I Look At You, sem er sú fyrsta í sex ár. Lífið 27.8.2009 04:45 Bíómynd um líf Epsteins Bítlarnir eru heitt viðfangsefni í kvikmyndir þessa dagana. Í seinustu viku var tilkynnt að Robert Zemeckis ætlar sér að gera endurgerð af myndinni Yellow Submarine með „motion capture“ tækni. Lífið 27.8.2009 04:15 Drykkur byrlaður Miðasala á Ástardrykkinn, óperusýningu haustsins hjá Íslensku óperunni, hefst í dag kl. 14. Einungis átta sýningar verða á þessari kunnu gamanóperu en frumsýning er í októberlok. Lífið 27.8.2009 04:15 Susan í Wall Street Susan Sarandon er í samningaviðræðum um að leika í framhaldsmyndinni Wall Street 2: Money Never Sleeps í leikstjórn Olivers Stone. Lífið 27.8.2009 04:00 Dansvæn safnplata Útgáfufyrirtækið Icelands Airport Route hefur gefið út safnplötuna Audio 101: Reykjavik sem hefur að geyma danstónlist úr ýmsum áttum. Lífið 27.8.2009 03:15 Sýndu sumartísku næsta árs Hönnunarfyrirtækið ELM Design frumsýndi nýja vor- og sumarlínu fyrir árið 2010 í síðustu viku. Hönnunarfyrirtækið ELM Design, sem hefur verið starfrækt í tíu ár, hélt á dögunum sérstaka frumsýningu á nýrri vor- og sumarlínu fyrir árið 2010. Sama lína verður sýnd á tískuvikunni í París í september. Lífið 27.8.2009 03:00 Loksins sátt við sjálfa sig Kelly Rowland segist loksins vera búin að öðlast trú á hæfileika sína eftir að hafa lifað í ótta síðastliðin ár. Í viðtali við dagblaðið USA Today segist söngkonan hafa átt í erfiðleikum með sjálfsmynd sína þegar hún hóf sólóferil eftir að Destiny's Child hættu. Sólóferill hennar gekk ekki sem skyldi í Bandaríkjunum, en lög hennar hafa náð á topp vinsældalista út um allan heim. Lífið 27.8.2009 02:45 Elskar Jordan Bardagaíþróttakappinn Alex Reid sem er nýr kærasti glamúrfyrirsætunnar Jordan, segist vera yfir sig ástfanginn. Lífið 27.8.2009 02:30 Dreymir um Íslandsferð Dallas-leikarann Larry Hagman dreymir um að koma til Íslands og veiða lax. Þetta kemur fram í viðtali við kappann sem birtist í breska blaðinu Daily Telegraph. Þar er leikarinn spurður út í hina og þessa staði sem hann hafi komið til í gegnum tíðina, hvaða sumarleyfisstaðir standi upp úr og þar fram eftir götunum. Lífið 27.8.2009 02:15 Tökur á Kóngavegi 7 að hefjast Undirbúningur er í fullum gangi fyrir kvikmyndina Kóngaveg 7 í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur. Framleiðendur eru þeir Árni Filippusson, Hreinn Beck og Davíð Óskar Ólafsson, sonur Valdísar. Þeir framleiddu einnig Sveitabrúðkaup sem var frumraun hennar sem leikstjóri. Sú mynd hlaut fjórar tilnefningar til Eddu-verðlaunanna á síðasta ári, meðal annars fyrir bestu mynd og bestu klippingu. Lífið 27.8.2009 02:00 Óperur á Akureyri Alexandra Chernyshova stendur í ströngu sem fyrr. Um helgina frumsýnir hún tvo óperuþætti í leikhúsinu á Akureyri og verða tvær sýningar nyrðra og hefjast báðar kl. 15 á laugardag og sunnudag. Alexandra er sem kunnugt er listrænn stjórnandi og aðaldriffjöður Óperu Skagafjarðar þar sem hún starfar sem kennari. Þessi menntaða söngkona hefur þar drifið upp tónlistarstarf og á Ópera Skagafjarðar nú tvær stórar uppfærslur að baki: La Traviata og Rigoletto. Lífið 27.8.2009 01:45 Excalibur endurgerð Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. ætlar að endurgera ævintýrakvikmyndina Excalibur frá árinu 1981. Lífið 27.8.2009 01:15 Unnur Birna gerist söngkona „Við vissum að bæði Stefán Karl Stefánsson og Laddi væru hörkusöngvarar og að Stefán Hallur gæti alveg haldið lagi. En Unnur Birna kom okkur alveg skemmtilega á óvart,“ segir Þorsteinn Gunnar Bjarnason, leikstjóri kvikmyndarinnar Jóhannes. Lífið 27.8.2009 01:00 Valin kona ársins Tímaritið Billboard hefur valið Beyoncé Knowles konu ársins og verður hún heiðruð við hátíðlega athöfn í New York 2. október næstkomandi. Lífið 27.8.2009 00:45 Óskarinn ekki til Scorsese Væntanleg mynd Martins Scorsese, Shutter Island verður ekki frumsýnd í Bandaríkjunum í október á þessu ári eins og áður var fyrirhugað heldur verður færð fram í febrúar. Sem þýðir bara eitt, hún mun ekki keppa um næstu Óskarsverðlaun. Fréttin hefur farið eins og eldur í sinu um netheim kvikmyndanördanna, en myndin var talin afar líkleg til vinnings. Lífið 27.8.2009 00:30 Gamall fýlupúki á ferðalagi Teiknimyndin Up frá framleiðendunum Disney og Pixar verður frumsýnd hérlendis á morgun bæði með íslensku og ensku tali. Up var opnunarmynd Cannes-hátíðarinnar í vor og fékk þar fínar viðtökur. Viðbrögðin vestanhafs létu heldur ekki á sér standa því hún komst strax í efsta sætið yfir vinsælustu myndirnar. Lífið 27.8.2009 00:15 Fúlar á móti styðja Grensásátak Eddu Heiðrúnar „Það má segja að fúlar á móti séu mjög glaðar með þetta," segir Edda Björgvinsdóttir, leikkona. Lífið 26.8.2009 16:54 Áheitanúmer söfnunarinnar „Á allra vörum“ opnuð Áheitanúmer söfnunarátaksins „Á allra vörum" voru opnuð í morgun og við sama tækifæri reið Já á vaðið og gaf 118.000 krónur í söfnunina, sem að þessu sinni er til styrktar hvíldarheimili fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra. Lífið 26.8.2009 11:47 Spunnið mestalla sýninguna „Við erum allt í allt 12 sviðslistamenn sem stöndum að sýningunni, þar af tveir Íslendingar, ég og Ástþór Ágústsson," segir Vala Ómarsdóttir, en hún er hluti Bottlefed Ensamble sem sýnir Hold Me Until You Break á artFart í Iðnó. Hópurinn er staðsettur í London og hefur fengið verðlaun fyrir besta frumsamda verkið unnið af hópi á Edinborgarhátíðinni 2007 og fyrir bestu leikstjórn á Lost Theater Festival árið 2006. Lífið 26.8.2009 06:00 Símaperri áreitir kúnna Adams og Evu „Trúnaður við viðskiptavini okkar er sterkasta vopnið og því er þetta litið mjög alvarlegum augum. Við erum eiginlega alveg brjáluð yfir þessu,“ segir Þorvaldur Steinþórsson, eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Adams og Evu. Lífið 26.8.2009 05:00 Mikill áhugi frá útlöndum Búist er við því að um þrjátíu innlendir og erlendir aðilar haldi fyrirlestra á tónlistarráðstefnunni You Are In Control sem verður haldin á Hilton-hótelinu í Reykjavík dagana 23. og 24. september. Lífið 26.8.2009 04:00 Kaffibarsrottur keppa í fótbolta „Þetta eru allt strákar sem tengjast Kaffibarnum, annaðhvort sem starfsfólk eða fastakúnnar. Við yngri strákarnir skoruðum á þá eldri af því þeir eru búnir að vera með svo mikinn kjaft upp á síðkastið,“ segir Helgi Guðjónsson, starfsmaður Kaffibarsins, sem skipuleggur fótboltaleik þar sem eldri kynslóð Kaffibarsdrengja mætir þeirri yngri. Lífið 26.8.2009 03:00 Með sama umboðsmann og Tarantino og Burton Íslenski leikstjórinn Baltasar Kormákur er kominn með nýjan umboðsmann. Sá heitir Mike Simpson og er enginn smálax í hinni stóru Hollywood, meðal skjólstæðinga hans eru Quentin Tarantino, Paul Thomas Anderson, leikstjóri Magnoliu og Boogie Nights, og Tim Burton svo einhverjir séu nefndir. Lífið 26.8.2009 03:00 Frikki Weiss fagnar afmæli Laundromat með stæl Athafnamaðurinn geðþekki, Friðrik Weisshappel, fagnar nú þriggja - og fimm ára afmæli kaffihúsa sinna, Laundromat, í Kaupmannahöfn. Af því tilefni býður hann gestum og gangandi að kaupa kaffibollann á þrjár krónur, á staðnum sem er þriggja ára, og fimm krónur á staðnum sem er fimm ára. Lífið 25.8.2009 19:30 Að svelta sig er það versta „Það er að koma stöðugleika á mataræðið og hreyfa sig klukkutíma á dag. Það sem flestir eru að klikka á þegar þeir byrja í heilsuátaki er að ætla sér of geyst en góðir hlutir gerast hægt og þetta er lífstíll," svarar Garðar Sigvaldason líkamsræktarþjálfari aðspurður um lykil að árangri í heilsurækt. „Þeir sem falla eru þeir sem eru óþolinmóðir. Fólk þarf að komast yfir þröskuld sem ég kalla 8 vikna múrinn því þegar fólk er alveg við það að komast á gott ról þá gefst það upp. „Helgarnar eru líka mikilvægar því þær eru 30% af vikunni. Svo eru millimálin gríðarlega mikilvæg því þau jafnast á við aukabrennslu." Hvað meinar þú með millimál? „Til dæmis ávextir, léttur próteindrykkur, skyr eða skyrbúst!" Hvað með fólk sem sleppir því að borða, sveltir sig? „Það er það versta sem þú getur gert. Þá drepur þú niður alla grunnbrennslu líkamans og byrjar að fitna. Mikilvægt er að borða smáar máltíðir á þriggja tíma fresti og þannig lagað séð borðað þig granna." Sveltið er mjög slæmt. Það versta sem hægt er að gera er að svelta líkamann. Þeir sem eru verst á sig komnir er yfirleitt fólk sem er að borða einu sinni til tvisvar á dag. Það er mjög slæmt," segir Garðar ákveðinn. „Ég mæli með því að fólk skipti hreyfingunni til helminga. Lyfta tvisvar til þrisvar í viku og taka góðar brennsluæfingar að sama skapi tvisvar til þrisvar í viku og eins og ég sagði ekki fara of geyst," segir Garðar. Lífið 25.8.2009 15:27 Dorrit reddaði Winslet „Margrét Dagmar spurði hvort ég gæti hjálpað sér við að fá enska leikkonu til að tala inn á myndina og það var lítið mál enda finnst mér hún hafa unnið þrekvirki við að vekja fólk til umhugsunar um einhverfu,“ segir forsetafrúin Dorrit Moussaieff. Lífið 25.8.2009 06:30 « ‹ ›
Opnunartónleikar í ömmunni Opnunartónleikar Melodica Acoustic Festival fara fram í versluninni Sexy Grandma í dag. Tónleikarnir verða jafnframt lokatónleikar því verslunin leggur upp laupana á morgun. Lífið 27.8.2009 06:00
Páll Stefáns fær góða aðstoð Nígeríski verðlaunahöfundurinn Chimamanda Ngozi Adichie er meðal þeirra sem skrifa sérstaklega fyrir ljósmyndabók Páls Stefánssonar, Afríka – Fótboltaálfan. Lífið 27.8.2009 06:00
Hundrað útlendingar sóttu um „Þetta er stóraukinn fjöldi,“ segir Garðar Stefánsson sem skipuleggur kvikmyndasmiðju Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem verður haldin í næsta mánuði. Lífið 27.8.2009 05:45
Safna höfuð-leðrum nasista Stríðsmynd Quentins Tarantino, Inglorious Basterds, hefur hlotið mjög góðar viðtökur og er af mörgum talin hans besta mynd í langan tíma. Einkennismerki hans, löng samtöl og blóðug ofbeldisatriði, eru að sjálfsögðu á sínum stað. Lífið 27.8.2009 05:00
Í heimsókn hjá Opruh Söngkonan Whitney Houston ætlar að veita sitt fyrsta langa viðtal í tæp sjö ár í spjallþætti Opruh 14. september. Whitney, sem er 46 ára, ætlar í leiðinni að kynna sína nýjustu plötu, I Look At You, sem er sú fyrsta í sex ár. Lífið 27.8.2009 04:45
Bíómynd um líf Epsteins Bítlarnir eru heitt viðfangsefni í kvikmyndir þessa dagana. Í seinustu viku var tilkynnt að Robert Zemeckis ætlar sér að gera endurgerð af myndinni Yellow Submarine með „motion capture“ tækni. Lífið 27.8.2009 04:15
Drykkur byrlaður Miðasala á Ástardrykkinn, óperusýningu haustsins hjá Íslensku óperunni, hefst í dag kl. 14. Einungis átta sýningar verða á þessari kunnu gamanóperu en frumsýning er í októberlok. Lífið 27.8.2009 04:15
Susan í Wall Street Susan Sarandon er í samningaviðræðum um að leika í framhaldsmyndinni Wall Street 2: Money Never Sleeps í leikstjórn Olivers Stone. Lífið 27.8.2009 04:00
Dansvæn safnplata Útgáfufyrirtækið Icelands Airport Route hefur gefið út safnplötuna Audio 101: Reykjavik sem hefur að geyma danstónlist úr ýmsum áttum. Lífið 27.8.2009 03:15
Sýndu sumartísku næsta árs Hönnunarfyrirtækið ELM Design frumsýndi nýja vor- og sumarlínu fyrir árið 2010 í síðustu viku. Hönnunarfyrirtækið ELM Design, sem hefur verið starfrækt í tíu ár, hélt á dögunum sérstaka frumsýningu á nýrri vor- og sumarlínu fyrir árið 2010. Sama lína verður sýnd á tískuvikunni í París í september. Lífið 27.8.2009 03:00
Loksins sátt við sjálfa sig Kelly Rowland segist loksins vera búin að öðlast trú á hæfileika sína eftir að hafa lifað í ótta síðastliðin ár. Í viðtali við dagblaðið USA Today segist söngkonan hafa átt í erfiðleikum með sjálfsmynd sína þegar hún hóf sólóferil eftir að Destiny's Child hættu. Sólóferill hennar gekk ekki sem skyldi í Bandaríkjunum, en lög hennar hafa náð á topp vinsældalista út um allan heim. Lífið 27.8.2009 02:45
Elskar Jordan Bardagaíþróttakappinn Alex Reid sem er nýr kærasti glamúrfyrirsætunnar Jordan, segist vera yfir sig ástfanginn. Lífið 27.8.2009 02:30
Dreymir um Íslandsferð Dallas-leikarann Larry Hagman dreymir um að koma til Íslands og veiða lax. Þetta kemur fram í viðtali við kappann sem birtist í breska blaðinu Daily Telegraph. Þar er leikarinn spurður út í hina og þessa staði sem hann hafi komið til í gegnum tíðina, hvaða sumarleyfisstaðir standi upp úr og þar fram eftir götunum. Lífið 27.8.2009 02:15
Tökur á Kóngavegi 7 að hefjast Undirbúningur er í fullum gangi fyrir kvikmyndina Kóngaveg 7 í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur. Framleiðendur eru þeir Árni Filippusson, Hreinn Beck og Davíð Óskar Ólafsson, sonur Valdísar. Þeir framleiddu einnig Sveitabrúðkaup sem var frumraun hennar sem leikstjóri. Sú mynd hlaut fjórar tilnefningar til Eddu-verðlaunanna á síðasta ári, meðal annars fyrir bestu mynd og bestu klippingu. Lífið 27.8.2009 02:00
Óperur á Akureyri Alexandra Chernyshova stendur í ströngu sem fyrr. Um helgina frumsýnir hún tvo óperuþætti í leikhúsinu á Akureyri og verða tvær sýningar nyrðra og hefjast báðar kl. 15 á laugardag og sunnudag. Alexandra er sem kunnugt er listrænn stjórnandi og aðaldriffjöður Óperu Skagafjarðar þar sem hún starfar sem kennari. Þessi menntaða söngkona hefur þar drifið upp tónlistarstarf og á Ópera Skagafjarðar nú tvær stórar uppfærslur að baki: La Traviata og Rigoletto. Lífið 27.8.2009 01:45
Excalibur endurgerð Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. ætlar að endurgera ævintýrakvikmyndina Excalibur frá árinu 1981. Lífið 27.8.2009 01:15
Unnur Birna gerist söngkona „Við vissum að bæði Stefán Karl Stefánsson og Laddi væru hörkusöngvarar og að Stefán Hallur gæti alveg haldið lagi. En Unnur Birna kom okkur alveg skemmtilega á óvart,“ segir Þorsteinn Gunnar Bjarnason, leikstjóri kvikmyndarinnar Jóhannes. Lífið 27.8.2009 01:00
Valin kona ársins Tímaritið Billboard hefur valið Beyoncé Knowles konu ársins og verður hún heiðruð við hátíðlega athöfn í New York 2. október næstkomandi. Lífið 27.8.2009 00:45
Óskarinn ekki til Scorsese Væntanleg mynd Martins Scorsese, Shutter Island verður ekki frumsýnd í Bandaríkjunum í október á þessu ári eins og áður var fyrirhugað heldur verður færð fram í febrúar. Sem þýðir bara eitt, hún mun ekki keppa um næstu Óskarsverðlaun. Fréttin hefur farið eins og eldur í sinu um netheim kvikmyndanördanna, en myndin var talin afar líkleg til vinnings. Lífið 27.8.2009 00:30
Gamall fýlupúki á ferðalagi Teiknimyndin Up frá framleiðendunum Disney og Pixar verður frumsýnd hérlendis á morgun bæði með íslensku og ensku tali. Up var opnunarmynd Cannes-hátíðarinnar í vor og fékk þar fínar viðtökur. Viðbrögðin vestanhafs létu heldur ekki á sér standa því hún komst strax í efsta sætið yfir vinsælustu myndirnar. Lífið 27.8.2009 00:15
Fúlar á móti styðja Grensásátak Eddu Heiðrúnar „Það má segja að fúlar á móti séu mjög glaðar með þetta," segir Edda Björgvinsdóttir, leikkona. Lífið 26.8.2009 16:54
Áheitanúmer söfnunarinnar „Á allra vörum“ opnuð Áheitanúmer söfnunarátaksins „Á allra vörum" voru opnuð í morgun og við sama tækifæri reið Já á vaðið og gaf 118.000 krónur í söfnunina, sem að þessu sinni er til styrktar hvíldarheimili fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra. Lífið 26.8.2009 11:47
Spunnið mestalla sýninguna „Við erum allt í allt 12 sviðslistamenn sem stöndum að sýningunni, þar af tveir Íslendingar, ég og Ástþór Ágústsson," segir Vala Ómarsdóttir, en hún er hluti Bottlefed Ensamble sem sýnir Hold Me Until You Break á artFart í Iðnó. Hópurinn er staðsettur í London og hefur fengið verðlaun fyrir besta frumsamda verkið unnið af hópi á Edinborgarhátíðinni 2007 og fyrir bestu leikstjórn á Lost Theater Festival árið 2006. Lífið 26.8.2009 06:00
Símaperri áreitir kúnna Adams og Evu „Trúnaður við viðskiptavini okkar er sterkasta vopnið og því er þetta litið mjög alvarlegum augum. Við erum eiginlega alveg brjáluð yfir þessu,“ segir Þorvaldur Steinþórsson, eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Adams og Evu. Lífið 26.8.2009 05:00
Mikill áhugi frá útlöndum Búist er við því að um þrjátíu innlendir og erlendir aðilar haldi fyrirlestra á tónlistarráðstefnunni You Are In Control sem verður haldin á Hilton-hótelinu í Reykjavík dagana 23. og 24. september. Lífið 26.8.2009 04:00
Kaffibarsrottur keppa í fótbolta „Þetta eru allt strákar sem tengjast Kaffibarnum, annaðhvort sem starfsfólk eða fastakúnnar. Við yngri strákarnir skoruðum á þá eldri af því þeir eru búnir að vera með svo mikinn kjaft upp á síðkastið,“ segir Helgi Guðjónsson, starfsmaður Kaffibarsins, sem skipuleggur fótboltaleik þar sem eldri kynslóð Kaffibarsdrengja mætir þeirri yngri. Lífið 26.8.2009 03:00
Með sama umboðsmann og Tarantino og Burton Íslenski leikstjórinn Baltasar Kormákur er kominn með nýjan umboðsmann. Sá heitir Mike Simpson og er enginn smálax í hinni stóru Hollywood, meðal skjólstæðinga hans eru Quentin Tarantino, Paul Thomas Anderson, leikstjóri Magnoliu og Boogie Nights, og Tim Burton svo einhverjir séu nefndir. Lífið 26.8.2009 03:00
Frikki Weiss fagnar afmæli Laundromat með stæl Athafnamaðurinn geðþekki, Friðrik Weisshappel, fagnar nú þriggja - og fimm ára afmæli kaffihúsa sinna, Laundromat, í Kaupmannahöfn. Af því tilefni býður hann gestum og gangandi að kaupa kaffibollann á þrjár krónur, á staðnum sem er þriggja ára, og fimm krónur á staðnum sem er fimm ára. Lífið 25.8.2009 19:30
Að svelta sig er það versta „Það er að koma stöðugleika á mataræðið og hreyfa sig klukkutíma á dag. Það sem flestir eru að klikka á þegar þeir byrja í heilsuátaki er að ætla sér of geyst en góðir hlutir gerast hægt og þetta er lífstíll," svarar Garðar Sigvaldason líkamsræktarþjálfari aðspurður um lykil að árangri í heilsurækt. „Þeir sem falla eru þeir sem eru óþolinmóðir. Fólk þarf að komast yfir þröskuld sem ég kalla 8 vikna múrinn því þegar fólk er alveg við það að komast á gott ról þá gefst það upp. „Helgarnar eru líka mikilvægar því þær eru 30% af vikunni. Svo eru millimálin gríðarlega mikilvæg því þau jafnast á við aukabrennslu." Hvað meinar þú með millimál? „Til dæmis ávextir, léttur próteindrykkur, skyr eða skyrbúst!" Hvað með fólk sem sleppir því að borða, sveltir sig? „Það er það versta sem þú getur gert. Þá drepur þú niður alla grunnbrennslu líkamans og byrjar að fitna. Mikilvægt er að borða smáar máltíðir á þriggja tíma fresti og þannig lagað séð borðað þig granna." Sveltið er mjög slæmt. Það versta sem hægt er að gera er að svelta líkamann. Þeir sem eru verst á sig komnir er yfirleitt fólk sem er að borða einu sinni til tvisvar á dag. Það er mjög slæmt," segir Garðar ákveðinn. „Ég mæli með því að fólk skipti hreyfingunni til helminga. Lyfta tvisvar til þrisvar í viku og taka góðar brennsluæfingar að sama skapi tvisvar til þrisvar í viku og eins og ég sagði ekki fara of geyst," segir Garðar. Lífið 25.8.2009 15:27
Dorrit reddaði Winslet „Margrét Dagmar spurði hvort ég gæti hjálpað sér við að fá enska leikkonu til að tala inn á myndina og það var lítið mál enda finnst mér hún hafa unnið þrekvirki við að vekja fólk til umhugsunar um einhverfu,“ segir forsetafrúin Dorrit Moussaieff. Lífið 25.8.2009 06:30