Lífið

Tarantino leikur í trylltri auglýsingu í Japan

Brjálæðingurinn, leikstjórinn og höfuðsnillingurinn Quentin Tarantino fer yfirleitt ótroðnar slóðir í Hollywood. Leikstjórinn hefur verið iðinn við að leikstýra hverju meistarastykkinu á eftir öðru og engum dylst barnslega ánægja Tarantinos á asískri menningu, þá helst í formi kung-fú kvikmynda.

Lífið

Migið yfir jólatréð

„Svo voru það jólin sem mig langaði til að útrýma köttum. Aðallega þó miðbæjarkattargenginu sem meig allan desember mánuð á jólatréð undir tröppunum heima hjá okkur," segir Edda Björgvinsdóttir leikkona í skemmtilegu viðtali við Jól.is og heldur áfram: „Tréð sem ég hafði keypt óvenju snemma og hélt að væri vel geymt í kuldanum undir útidyratröppunum fram á aðfangadag." „Við tókum það ansi seint inn á aðfangadag, eftir klukkan fimm, og það stinkaði svo hræðilega, þrátt fyrir marga lítra af rakspíra og ilmvatni, að við hentum því í tunnuna eftir miðnætti." Viðtalið í heild sinni hér.

Lífið

Ungfrú Ísland: Ógeðslegar pöddur hérna

Ungfrú Ísland, Guðrúnu Dögg Rúnarsdóttir, sem keppir í Miss World fyrir Íslands hönd í Suður-Afríku 12. desember næstkomandi komst í úrslit „beach beauty" keppninnar, sem útleggst eitthvað eins og „flottust í baðfötum". Vísir hafði samband við Guðrúnu til að athuga hvernig keppnin gekk. „Heyrðu! Ég komst ekki í úrslitin í „beach beauty". Við vorum fjörutíu sem vorum að keppa," svarar Guðrún. Hvað ertu að gera annars? „Fyrir tveimur dögum vorum við í safarí og þar sá ég hvít ljón, ljón, sebrahesta og fullt af ógeðslegum pöddum sem ég var ekki að fíla," segir Guðrún. „Ég er mest „paranojaðasta" pían hérna því að við erum ekki með svona risaskordýr og eðlur á Íslandi eins og eru hérna. Á morgun fer ég til Cape town og verð þar í tvo daga og síðan eru svona ferðir búnar og við taka strangar æfingar því það styttist í lokakvöldið." Er gaman? „Já þetta er bara ótrúlega gaman en erfitt líka. Ég hlakka rosalega til að koma heim 15. desember en þá er ég búin að vera í burtu í sex vikur en held ég eigi líka eftir að sakna þess að vera hérna þegar ég kem heim," segir Guðrún Dögg.

Lífið

Töframannshundur í Oliver

„Þetta er svo góður hundur og vel upp alinn. Hann fer létt með þetta,“ segir töframaðurinn fyrrverandi, Baldur Brjánsson.

Lífið

Smökkuðu sæagrasúpu

Snorri Helgason, Bjarni Lárus Hall, María Magnús­dóttir og Kristín Bergsdóttir eru öll að gefa út sínar fyrstu sólóplötur um þessar mundir. Blaðamaður hitti þau á Sægreifanum og spurði þau spjörunum úr á meðan þau gæddu sér á sæagrasúpu sem er ný á matseðlinum.

Lífið

HBO kaupir Sólskinsdrenginn

Bandaríska sjónvarpsfyrirtækið HBO hefur keypt dreifingarréttinn að íslensku heimildarmyndinni Sólskinsdrengnum eftir Friðrik Þór Friðriksson. Myndin verður frumsýnd á einni af sjónvarpsrásum fyrirtækisins en HBO er eitt stærsta sjónvarpsfyrirtæki Bandaríkjanna, tilheyrir Warner-fjölmiðlaveldinu og nær til yfir 38 milljóna áskrifenda.

Lífið

Í vondum málum

Fréttir af slysi og meintu framhjáhaldi kylfingsins Tiger Woods hafa verið á allra vörum undanfarna daga. Tímaritið US Weekly heldur því fram að Elin Nordegren, eiginkona Tiger Woods til fimm ára, ætli sér að standa með manni sínum í gegnum þessa erfiðu tíma. Tímaritið vill þó meina að Nordegren geri það aðeins peninganna vegna því Woods hefur lofað að greiða henni ríkulega fyrir. Samkvæmt kaupmála sem hjónin gerðu með sér þarf Nordegren að vera gift Woods í tíu ár til þess að fá tuttugu milljónir Bandaríkjadala af auðæfum Woods.

Lífið

Eitt ár frá andláti Rúnars

Í dag er liðið eitt ár síðan Rúnar Júlíusson tók upp á því að yfirgefa okkur. „Það verður svo sem ekkert gert í tilefni þess nema að taka til í stúdíóinu og bara verið á Skólaveginum með mömmu og svona,“ segir Júlíus Guðmundsson, sonur Rúnars. „Við héldum vel heppnaða uppskeruhátíð Geimsteins á Ránni á fimmtudaginn. Pabbi hafði komið upp þeirri hefð að halda þetta alltaf fyrsta fimmtudaginn í desember.“

Lífið

Vill engin veisluhöld

Leikstjórinn Clint Eastwood hefur engan áhuga á því að halda upp á áttræðisafmælið sitt á næsta ári. Hann nær þessum merka áfanga í maí en hefur bannað eiginkonu sinni að gefa sér gjafir. Hann vill heldur ekki að afmælisveisla verði haldin fyrir sig. „Þegar maður kemst á áttræðisaldurinn gerast ákveðnir hlutir. Einn er sá að maður hættir að halda upp á afmælið,“ sagði Eastwood, sem vill miklu frekar fá sér rauðvínsglas með konunni og hafa það náðugt.

Lífið

Jólatónleikasprengja í ár

Fjörtíu þúsund miðar hafa selst inn á hvers kyns jólatónleika í ár. Þeir hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri enda veltir þessi „nýi“ iðnaður í tónlistarbransanum í kringum 200 milljónum.

Lífið

Huldumaður greiddi kokkakertin

„Það var hringt í okkur frá Sól­heimum í Grímsnesi og spurt hvert ætti að senda kertin. Það var bara einhver sem greiddi,“ segir matreiðslumaðurinn Úlfar Eysteinsson.

Lífið

Pee Wee snýr aftur

Það versta sem getur hent barnastjörnu er sennilega að vera gripinn af löggunni með allt niður um sig í klámbíói. Einmitt þessu lenti Paul Reubens í árið 1991.

Lífið

Hitar upp fyrir soninn

Hljómsveitin Ríó tríó hitar upp fyrir Snorra Helgason á útgáfutónleikum hins síðarnefnda í Þjóðleikhúskjallaranum 17. desember. Um skemmtilegt uppátæki er að ræða því Helgi Pétursson í Ríó tríó er einmitt faðir Snorra. Bæði Snorri og Ríó tríó sendu frá sér plötur á dögunum. Plata Snorra nefnist I"m Gonna Put My Name On Your Door en Ríó tríóið gaf út jólaplötu sem nefnist Gamlir englar – Sígildir á jólum. Hljómsveitin Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar kemur einnig fram á tónleikunum sem hefjast klukkan 20.30. Miðaverð er 1.500 krónur.

Lífið

Hótaði kærustunni

Tónlistarmaðurinn Ronnie Wood var handtekinn á miðvikudagskvöld fyrir að hafa ráðist á unga kærustu sína á götu úti. Wood var leystur úr varðhaldi gegn tryggingu daginn eftir, þetta staðfestir lögfræðingur Woods.

Lífið

Leikrit um einelti

„Þetta er unglingaleikrit fyrir alla aldurshópa,“ segir Kári Viðarsson leikari í leikhópnum The Fiasco Division. Hann setur upp leikritið Devotion í Leikfélagi Hafnarfjarðar ásamt Aldísi Davíðsdóttur leiklistarnema og Árna Grétari Jóhannssyni leikstjóranema. Bæði nema þau við Rose Bruford College í London en Kári er útskrifaður frá skólanum.

Lífið

Jólamarkaður í Kjós

„Við hættum að kalla þetta jólamarkað og ákváðum að kalla þetta frekar Aðfangamarkað, þar sem fólk kemur og kaupir aðföng fyrir jólin,“ segir Sigurbjörn Hjaltason, oddviti Kjósarhrepps. Aðfangamarkaðurinn fer fram í Félagsgarði í Kjós í milli klukkan 12 og 17, en þar munu heimamenn hafa framleiðsluvörur sínar á boðstólum og kvenfélagið sjá um veitingasölu. Þá verður einnig hægt að ná sér í jólatré inni í Hvalfirði.

Lífið

Sól, sandur og fimm stjörnu hótel

Ferðamálaráð Kanaríeyja fór í haust af stað með verkefnið No Winter Blues. Þeir fyrstu sem boðið var til eyjanna voru eitt hundrað Íslendingar. Hópurinn gisti á fimm stjörnu hótelum og borðaði kvöldverð á 268 rétta hlaðborðum þar sem vínið flaut eins og bjór. Atli Fannar Bjarkason slóst í för með hópnum á fjórða degi og fylgdi honum þangað til eyjarnar voru kvaddar.

Lífið

Clooney bestur

Nýjasta mynd George Clooney, Up in the Air, var kjörin besta kvikmyndin af hinum virtu bandarísku samtökunum National Board of Review. Litið er á verðlaunin sem þau fyrstu stóru af þeirri verðlaunabylgju sem er fram undan. Þau þykja gefa góða vísbendingu um það sem koma skal því síðustu tvær myndir sem hafa verið valdar bestar af samtökunum, No Country for Old Men og Slumdog Millionaire, voru báðar kjörnar bestu myndirnar á Óskarsverðlaununum.

Lífið

Kimono í Havarí

Nóg verður í gangi í versluninni Havarí í Austurstræti í dag. Nýjasta plata Kimono er komin út og ætlar sveitin að halda tónleika í búðinni kl. 17. Myndlistarmaður­inn Harry Jóhannsson hefur bæst í hóp þeirra listamanna sem eiga verk í Havarí. Þá hefur bókverkaverslunin Útúrdúr flutt inn í verslunina. Útúrdúr var áður með bækistöð í Nýló og er algjör fjársjóðskista fagurra bóka.

Lífið

Vill líkjast Leo

Leikarinn Zac Efron ætlar að taka sér Leonardo DiCaprio til fyrirmyndar þegar kemur að kvikmyndaferlinum. Ástæðan er sú að DiCaprio hefur leikið í mjög fjölbreyttum myndum, sem er einmitt það sem Efron langar að gera.

Lífið

Helgi sjarmatröll heillar dömurnar - myndir

„ Helgi Björns sjarmatröll söng nokkur vel valin lög og heillaði dömurnar upp úr skónum," útskýrir Svanhildur. „Ingveldur Ýr söngkona söng nokkur ljúf lög af nýjum diski sínum, Kristján Hreinsson skáld las frábær ástarljóð úr ljóðabók sinni Orðayndi og Sigrún Huld Þorgrímsdóttir las upp úr bók sinni „Þegar amma var ung" og sýndi okkur gamla hluti sem notaðir voru hér á árum áður." „Stemningin var einstaklega afslöppuð og þægileg, allir í jólaskapi og brosandi." Sjá má myndir sem Spessi tók í Blómaval í gær.

Lífið

Er þessi flegni kjóll grín? - myndir

Breska söngkonan Katy Perry stillti sér upp á rauða dreglinum í fyrradag þegar tilnefningar Grammy verðlaunanna voru kynntar en verðlaunin verða veitt í byrjun næsa árs. Eins og myndirnar sýna vakti söngkonan athygli enda var kjóllinn hennar vægast sagt fleginn. Katy má skoða betur á myndunum.

Lífið

Bo eldar jólasteikina

„Það er hefðbundið," svarar Björgvin Halldórsson þegar Jól.is spyr út í aðfangadagskvöldið hjá honum og fjölskyldunni. „Ég tek að mér eldamennskuna með dyggri hjálp fjölskyldunnar. Kalkúnn er eldaður. Eftir matinn er slappað vel af og opnaðar gjafir, horft á sjónvarpið og vakað fram eftir." Viðtalið við Björgvin má lesa í heild sinni hér.

Lífið

Þór og Danni í heilsuræktina

„Það er lagt upp með að þeir séu komnir á fullt í heilsugeiranum og ætli að hasla sér völl í heilsurækt,“ segir leikarinn og bókaútgefandinn Karl Ágúst Úlfsson. Á teikniborðinu er nú loks kominn vísir að handriti fyrir næstu Líf-mynd og hefur því verið gefið vinnuheitið Heilbrigt líf.

Lífið

Friðrik með barnamynd um leiðtogafundinn

Friðrik Þór Friðriksson hyggst gera kvikmynd um leiðtogafundinn sem þeir Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov sóttu í Höfða árið 1986 og kom Íslandi á heimskortið. Friðrik ætlar að vera á undan Hollywood.

Lífið

Sögur með útgáfuhóf

Fyrirtækið Sögur útgáfa kynnti útgáfu sína í ár á Café Rosenberg á miðvikudag. Höfundar lásu upp úr verkum sínum og hljómsveitin Buff spilaði ásamt Magga Eiríks lög af nýrri plötu með lögum Magnúsar, Reyndu aftur.

Lífið

Hituðu upp fyrir Peaches

Íslenska hljómsveitin Steed Lord hitaði upp fyrir tónlistarkonuna Peaches á tónleikum hennar í Los Angeles fyrir stuttu. Þrír meðlimir Steed Lord fluttu búferlum til borgar englanna fyrr í sumar og vinna nú ötullega að tónlist sinni.

Lífið

Krummi í staðinn fyrir Svölu

„Þetta er alltaf jafnskemmtilegt og spennandi,“ segir Björgvin Halldórsson. Árlegir jólatónleikar hans í Laugardalshöll verða haldnir á morgun. Á meðal þeirra sem koma fram auk Björgvins verða Borgardætur, Diddú, Egill

Lífið