Leikrit um einelti 5. desember 2009 04:45 Kári segir Devotion vera unglingaleikrit fyrir alla aldurshópa, en leikritið verður sýnt í Leikfélagi Hafnarfjarðar 18. og 19. desember. „Þetta er unglingaleikrit fyrir alla aldurshópa,“ segir Kári Viðarsson leikari í leikhópnum The Fiasco Division. Hann setur upp leikritið Devotion í Leikfélagi Hafnarfjarðar ásamt Aldísi Davíðsdóttur leiklistarnema og Árna Grétari Jóhannssyni leikstjóranema. Bæði nema þau við Rose Bruford College í London en Kári er útskrifaður frá skólanum. „Okkur langaði að gera leikrit sem fjallar um ofbeldi og einelti því að það er mikil umræða um þetta í samfélaginu, Okkur langaði líka til að fá tækifæri til að skoða þetta sjálf. Þegar maður er að vinna svona leikrit gefst oft tækifæri fyrir leikara til að kafa djúpt ofan í viðfangsefnið og við erum búin að læra mikið af því að búa þetta til,“ segir Kári. Tvær sýningar verða 18. desember og ein hinn 19. og þar sem einn leikarinn er frá Bretlandi verður leikið á ensku. „Leikritið er hrátt, fyndið, ögrandi og veltir upp hugmyndinni um hvenær leikur hættir að vera leikur og verður að alvöru. Það snertir einnig á viðkvæmum málum eins og einelti og annars konar ofbeldi og býður upp á tækifæri fyrir áhorfandann til að íhuga eigin skoðanir og hugmyndir hvað varðar ýmiss konar árekstra milli hópa og einstaklinga og þau vandamál sem þessir árekstrar geta valdið,“ útskýrir Kári. „Eftir áramót förum við í eldri bekki grunnskóla og í framhaldsskólum víðs vegar um landið, í þeim tilgangi að varpa ljósi á og opna umræðu um einelti og ofbeldi. Þetta hefur mikið fræðslugildi fyrir alla aldurshópa og ég held að allir hefðu gagn og gaman af því að sjá sýninguna,“ segir hann. - ag Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Þetta er unglingaleikrit fyrir alla aldurshópa,“ segir Kári Viðarsson leikari í leikhópnum The Fiasco Division. Hann setur upp leikritið Devotion í Leikfélagi Hafnarfjarðar ásamt Aldísi Davíðsdóttur leiklistarnema og Árna Grétari Jóhannssyni leikstjóranema. Bæði nema þau við Rose Bruford College í London en Kári er útskrifaður frá skólanum. „Okkur langaði að gera leikrit sem fjallar um ofbeldi og einelti því að það er mikil umræða um þetta í samfélaginu, Okkur langaði líka til að fá tækifæri til að skoða þetta sjálf. Þegar maður er að vinna svona leikrit gefst oft tækifæri fyrir leikara til að kafa djúpt ofan í viðfangsefnið og við erum búin að læra mikið af því að búa þetta til,“ segir Kári. Tvær sýningar verða 18. desember og ein hinn 19. og þar sem einn leikarinn er frá Bretlandi verður leikið á ensku. „Leikritið er hrátt, fyndið, ögrandi og veltir upp hugmyndinni um hvenær leikur hættir að vera leikur og verður að alvöru. Það snertir einnig á viðkvæmum málum eins og einelti og annars konar ofbeldi og býður upp á tækifæri fyrir áhorfandann til að íhuga eigin skoðanir og hugmyndir hvað varðar ýmiss konar árekstra milli hópa og einstaklinga og þau vandamál sem þessir árekstrar geta valdið,“ útskýrir Kári. „Eftir áramót förum við í eldri bekki grunnskóla og í framhaldsskólum víðs vegar um landið, í þeim tilgangi að varpa ljósi á og opna umræðu um einelti og ofbeldi. Þetta hefur mikið fræðslugildi fyrir alla aldurshópa og ég held að allir hefðu gagn og gaman af því að sjá sýninguna,“ segir hann. - ag
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira