Lífið

Hótaði kærustunni

Stormasamt samband. Ronnie Wood var handtekinn fyrir að hafa ráðist á kærustu sína.
Stormasamt samband. Ronnie Wood var handtekinn fyrir að hafa ráðist á kærustu sína.

Tónlistarmaðurinn Ronnie Wood var handtekinn á miðvikudagskvöld fyrir að hafa ráðist á unga kærustu sína á götu úti. Wood var leystur úr varðhaldi gegn tryggingu daginn eftir, þetta staðfestir lögfræðingur Woods.

Íbúar í Surrey heyrðu konu öskra á miðvikudagskvöldið og sáu mann draga stúlku eftir götunni og hóta henni líkamsmeiðingum. „Við heyrðum konu öskra, því næst sáum við mann henda henni niður á götuna. Hann öskraði á hana og svo fannst okkur við heyra hljóð eins og verið væri að kyrkja einhvern. Þá hljóp kærasti minn út til að skakka leikinn. Þegar hann kom út áttaði hann sig á því hver maðurinn var,“ var haft eftir konunni sem hringdi á lögregluna og tilkynnti málið.

„Ekaterina var miður sín og var illa rispuð á hnjám og fótleggjum og svo virtist sem Wood hafi dregið hana eftir götunni nokkra vegalengd. Hún vildi alls ekki leggja inn kæru, en vegna framburða vitna gæti verið að Wood verði kærður fyrir líkamsárás,“ sagði lögreglan um málið.

Wood og Ekaterina hafa verið saman í rúmt ár, en samband þeirra varð til þess að eiginkona Woods til tuttugu ára sótti um skilnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.