Friðrik með barnamynd um leiðtogafundinn Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 4. desember 2009 06:00 Friðrik Þór er að skrifa handrit þar sem leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs er í aukahlutverki en tveir krakkar, klæddir upp sem geimverur, eru í aðalhlutverki. Leiðtogafundurinn hafði mikil áhrif á Ísland enda kom hann landi og þjóð á heimskortið. Friðrik Þór Friðriksson hyggst gera kvikmynd um leiðtogafundinn sem þeir Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov sóttu í Höfða árið 1986 og kom Íslandi á heimskortið. Friðrik ætlar að vera á undan Hollywood. „Börn eru í aðalhlutverkum en ef myndin heppnast vel mun hún höfða til alls mannkyns,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri. Hann er að skrifa handrit að kvikmynd þar sem leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs er í forgrunni. Aðalpersónurnar eru þó ekki þessir valdamiklu menn heldur börn sem klæða sig upp í líki geimvera og vilja komast í tæri við þá. „Þær fá afa sinn til að byggja geimskip og þetta heppnast allt svona rosalega vel að þeir koma bara um hæl,“ útskýrir Friðrik. Sannarlega óvænt og óvenjuleg nálgun á þennan merkisatburð í sögu þjóðarinnar. „Þetta snýst síðan upp í hálfgerð réttarhöld þeirra yfir þeim Reagan og Gorbatsjov og börnin verða miklir áhrifavaldar á þessum fundi. Mesta spennan snýst síðan um hvort þetta athæfi komist upp eður ei.“ Leiðtogafundurinn kom Íslandi á kortið, í orðsins fyllstu merkingu. Heimspressan beindi kastljósinu að þessu litla landi í norðurhöfum á meðan leiðtogarnir tveir ræddu um hugsanlega þíðu í kalda stríðinu. Friðrik man sjálfur ákaflega vel eftir þessum tíma. „Já, við vorum að gera Skytturnar á þessum tíma, vorum í næsta húsi með þrjár kóreskar vélbyssur. En það komst aldrei upp.“ Barnamynd Friðriks er reyndar ekki eina myndin um leiðtogafundinn sem er í smíðum því breski leikstjórinn Ridley Scott hefur þegar lýst yfir að hann hafi mikinn áhuga á að gera kvikmynd um leiðtogafundinn. Friðrik er hins vegar hvergi banginn. „Ég verð bara að vera á undan honum.“ Hugmyndin að þessari allsérstæðu kvikmynd er nokkuð gömul að sögn Friðriks og hefur verið lengi í kollinum á honum. Leikstjórinn kveðst þó ekki vita hvenær hægt verði að fara af stað, það verði þó fyrr en síðar. Af öðrum málum leikstjórans er það að frétta að Mamma Gógó er að fara út í hljóðblöndun en hún verður frumsýnd í janúar. „Þetta verður smellur. Annars verð ég fyrir vonbrigðum.“ Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Friðrik Þór Friðriksson hyggst gera kvikmynd um leiðtogafundinn sem þeir Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov sóttu í Höfða árið 1986 og kom Íslandi á heimskortið. Friðrik ætlar að vera á undan Hollywood. „Börn eru í aðalhlutverkum en ef myndin heppnast vel mun hún höfða til alls mannkyns,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri. Hann er að skrifa handrit að kvikmynd þar sem leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs er í forgrunni. Aðalpersónurnar eru þó ekki þessir valdamiklu menn heldur börn sem klæða sig upp í líki geimvera og vilja komast í tæri við þá. „Þær fá afa sinn til að byggja geimskip og þetta heppnast allt svona rosalega vel að þeir koma bara um hæl,“ útskýrir Friðrik. Sannarlega óvænt og óvenjuleg nálgun á þennan merkisatburð í sögu þjóðarinnar. „Þetta snýst síðan upp í hálfgerð réttarhöld þeirra yfir þeim Reagan og Gorbatsjov og börnin verða miklir áhrifavaldar á þessum fundi. Mesta spennan snýst síðan um hvort þetta athæfi komist upp eður ei.“ Leiðtogafundurinn kom Íslandi á kortið, í orðsins fyllstu merkingu. Heimspressan beindi kastljósinu að þessu litla landi í norðurhöfum á meðan leiðtogarnir tveir ræddu um hugsanlega þíðu í kalda stríðinu. Friðrik man sjálfur ákaflega vel eftir þessum tíma. „Já, við vorum að gera Skytturnar á þessum tíma, vorum í næsta húsi með þrjár kóreskar vélbyssur. En það komst aldrei upp.“ Barnamynd Friðriks er reyndar ekki eina myndin um leiðtogafundinn sem er í smíðum því breski leikstjórinn Ridley Scott hefur þegar lýst yfir að hann hafi mikinn áhuga á að gera kvikmynd um leiðtogafundinn. Friðrik er hins vegar hvergi banginn. „Ég verð bara að vera á undan honum.“ Hugmyndin að þessari allsérstæðu kvikmynd er nokkuð gömul að sögn Friðriks og hefur verið lengi í kollinum á honum. Leikstjórinn kveðst þó ekki vita hvenær hægt verði að fara af stað, það verði þó fyrr en síðar. Af öðrum málum leikstjórans er það að frétta að Mamma Gógó er að fara út í hljóðblöndun en hún verður frumsýnd í janúar. „Þetta verður smellur. Annars verð ég fyrir vonbrigðum.“
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein