Lífið

Besti Laddinn krýndur á föstudag

Í útvarpsþættinum Litla hafmeyjan á Rás 2 hafa Doddi litli og Andri Freyr Viðarsson staðið fyrir eftirhermukeppninni Laddinn síðustu vikurnar. Á föstudagskvöldið er komið að úrslitarimmunni sjálfri þegar Eyþór Ingi og Guðmundur Franklín takast á.

Lífið

Torrini í Ástralíu um áramótin

Það er hægt að segja að Emilíana Torrini sé nú funheit báðum megin á jarðarkringlunni. Búið er að bæta við þriðju tónleikum hennar í Háskólabíói 21. febrúar en hratt seldist upp á tónleikana hinn 19. og hinn 20. Síðast þegar spurðist voru enn nokkrir miðar eftir á síðustu tónleikana.

Lífið

Rólega Ellen er ofvirk

„Það verður allt lagt í sölurnar og ég er með svo ótrúlega flott band með mér. Þarna eru Pétur Ben, Ómar og Óskar Guðjónssynir, Magnús Tryggvason Elíassen, Eyþór Gunnarsson og Þorsteinn Einarsson (í Hjálmum), sem tekur ótrúlega flott slide-gítarsóló á diskinum. Dætur mínar verða líka og Elín Ey ætlar að spila á undan. Ég tek öll lögin á diskinum og nokkur lög eftir Magga Eiríks líka.“

Lífið

Fer með Jackson út á land

Söngvarinn Alan Jones, sem hefur að undanförnu tekið þátt í Michael Jackson-sýningunni á Broadway, íhugar að fara einn með sýninguna út á land ásamt lagahöfundinum Örlygi Smára. Fyrst ætla þeir að prufukeyra sýninguna á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi á föstudagskvöld. „Við ætlum að sjá hvernig gengur. Við ætlum að byrja á Spot og síðan er planið að fara með sýninguna um Ísland,“ segir Alan, sem verður á sviðinu í um það bil hálftíma, syngjandi helstu slagara poppkóngsins. „Þetta verður mjög gaman. Ég get ekki beðið,“ segir hann.

Lífið

Meistaraverk HAM í pípunum

„Goðsagnakennt“ er lýsingarorð sem alltof oft heyrist og er jafnvel slengt á allskonar hundómerkilegt dót. En eigi einhver hljómsveit inni fyrir þessu lýsingarorði er það að sjálfsögðu hin goðsagnakennda hljómsveit HAM. Þessar magnþrungnu risaeðlur hafa skriðið úr greni sínu sirka einu sinni á ári síðustu árin til að spila gamla slagara fyrir stjarfa hjörð aðdáenda. Nú hillir loksins undir „alvöru“ HAM-plötu með nýju efni.

Lífið

Hörð jólalagakeppni á Rás 2

Í síðasta mánuði var blásið til hinnar árlegu Jólalagakeppni Rásar 2. Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin og bárust tæplega 80 lög að þessu sinni. Keppnin hefur notið mikilla vinsælda, en í fyrra sigraði Greta Salóme Stefánsdóttir með lagið Betlehem.

Lífið

Frægustu framhjáhöldin

Fréttir um framhjáhald hins heimfræga kylfings Tiger Woods hafa ratað á forsíður fjölda dagblaða undanfarnar vikur. Fréttirnar vöktu nokkra undrun meðal manna því hingað til hefur ímynd Woods verið nánast fullkomin. Kylfingurinn er þó ekki sá fyrsti frægi sem hefur stigið slíkt feilspor og rifjar Fréttablaðið upp nokkur fræg slík mál.

Lífið

Geitabóndi býður í smakk

Í versluninni Búrinu við Nóatún, verður gestum boðið upp á að smakka fyrsta íslenska geitamjólkurísinn í dag. Það er Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Borgarbyggð, en hún hefur verið með geitur í ein tuttugu ár og segir þær skemmtileg dýr.

Lífið

Jólatónleikar Sniglabandsins

Þótt fólk tengi Sniglabandið jólunum vegna Jólahjólsins er það þó ekki fyrr en núna sem fyrsta jólaplata bandsins kemur út. Jól meiri jól heitir hún og verður kynnt á jólatónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld og á Græna hattinum á Akureyri á föstudagskvöldið.

Lífið

Saga Film kaupir Ódáðahraun Stefáns

Saga Film hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bók Stefáns Mána, Ódáðahraun. Samningurinn er til átján mánaða og því greinilegt að framleiðslufyrirtækið ætlar að setja nokkurn kraft í þetta verkefni. Ragnar Agnarsson mun leikstýra myndinni en Ragnar og Stefán munu að öllum líkindum einnig skrifa handritið.

Lífið

50 vill dúett með Boyle

Rapparinn 50 Cent hefur lýst því yfir að hann vilji syngja dúett með Britain‘s Got Talent-stjörnunni Susan Boyle. Samvinna rapparans og Boyle myndi eflaust teljast frekar ólíkleg, en eins og fram hefur komið hefur Boyle slegið sölumet með fyrstu breiðskífu sinni I Dreamed a Dream.

Lífið

Nýtt tónlistarblað lítur dagsins ljós

Nýtt tónlistarblað, Hljómgrunnur, kemur út í fyrsta sinn með Fréttablaðinu á morgun á degi íslenskrar tónlistar. Samtök tónlistarrétthafa á Íslandi, Samtónn, standa á bak við blaðið, sem ætlunin er að komi út mánaðarlega. Ritstjóri verður Pétur Grétarsson, sem hefur haft umsjón með Íslensku tónlistarverðlaununum.

Lífið

Bolvíkingur með klúrið jólalag

„Það er óþarfi að syngja alltaf í kringum grautinn. Af hverju ekki að fara bara beint þar sem hann er heitastur?“ segir bolvíski trúbadorinn Einar Örn Konráðsson. Hann hefur sent frá sér lagið Jólatól sem er heldur klúrt og fjallar um jólasvein sem er langt frá því að vera hreinn sveinn.

Lífið

Meistari gamanleiksins

Bandaríski leikarinn Robin Williams hefur á undanförnum þremur áratugum heillað áhorfendur með einstökum leik. Honum hefur tekist það sem fáir grínistar hafa getað leikið eftir: að sameina dramatík og húmor í eina sæng.

Lífið

Veröld með útgáfufagnað

Bókaforlagið Veröld hélt útgáfufagnað á Kaffi Sólon fyrir skömmu. Þar glöddust rithöfundar og fleiri valinkunnir einstaklingar yfir góðu útgáfuári núna fyrir jólin. Ekki var annað að sjá en að bæði gestir og gangandi væru í góðu stuði.

Lífið

Tobey ruglað saman við Jake

Leikarinn Toby Maguire segist gefa eiginhandaráritanir með nöfnum annarra leikara. Að hans sögn gerist það nokkuð oft að fólk ruglist á honum og Jake Gyllenhaal og þegar það gerist leiki hann með.

Lífið

Jólaskemmtun í háloftunum

Flugfélagið Iceland Express býður farþegum sínum upp á jólaskemmtun um borð í flugvélum sínum núna í tilefni jólahátíðarinnar. Farþegar fá að smakka á hangikjöti, flatbrauði og íslenskum bjór auk þess sem söngkonan Hera Björk, tónlistarmaðurinn Pálmi Sigurhjartarson og spákonan Sigríður Klingenberg munu skemmta fólki með söng og spádómum. Þá hafa vélar flugfélagsins verið skreyttar með jólaskrauti.

Lífið

Saman í Fuglabúri

Fimmtudaginn sautjánda desember mun Gunnar Þórðarson og trúbadorinn Svavar Knútur leiða saman hesta sína og flytja ásamt strengjasveit sérlega hátíðardagskrá í Fríkirkjunni. Þar gefst áhorfendum kostur á að kynnast tónlist þessara listamanna í afslöppuðu umhverfi. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Fuglabúrið sem er skipulögð í samstarfi FTT og Reykjavík Grapevine þar sem leitast er við að brúa kynslóða- og tónbil milli ólíkra listamanna.

Lífið

Bætir hag stúdenta í Evrópu

Sölvi Kárason, nemandi við Háskóla Íslands, hefur verið kjörinn annar fulltrúi Student Union Development Committee, nefndar sem vinnur að því að hlúa að og byggja upp stúdentafélög í löndum innan Evrópu. Nefndin hefur meðal annars verið að aðstoða stúdentafélög í Úkraínu og Bosníu við að bæta hag stúdenta þar.

Lífið

Varð til af einskærri nauðsyn

„Hugmyndin varð eiginlega til af einskærri nauðsyn. Ég er með fimm manna heimili, maðurinn minn er lögreglumaður og vinnur vaktavinnu og starfar einnig sem körfuboltadómari. Svo á ég tvo syni sem æfa fótbolta og fimleika og nú nýlega bættist þriðja barnið við.

Lífið

Gefur út bók og heldur tvær ljósmyndasýningar

Ljósmyndarinn Fiann Paul er pólskur að uppruna, en hefur starfað úti um allan heim. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á árinu, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og á fimmtudag opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu.

Lífið

Óttast fimmtíu ár

Leikarinn Hugh Grant óttast mjög að verða fimmtugur 9. september á næsta ári. „50 er ekki góð tala og við lendum öll í því að hafa áhyggjur af aldrinum,“ segir hinn einhleypi Grant.

Lífið

Syngja til styrktar Fjölskylduhjálp

„Ég fer reglulega með barnaföt og leikföng upp í Fjölskylduhjálp og hef bara séð raðirnar lengjast,“ segir Soffía Karlsdóttir söngkona. Hún stendur ásamt hópi fólks fyrir jólatónleikum til styrktar Fjölskylduhjálp í kvöld. Tónleikarnir fara fram í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og hefjast klukkan 20.

Lífið

Hætt með unnustanum

Leikkonan Uma Thurman er hætt með unnusta sínum, milljarðamæringnum Arpad Busson. „Sambandi þeirra lauk fyrir næstum tveimur mánuðum. Þau eru enn þá vinir,“ sagði heimildarmaður. Uma og Arpad byrjuðu saman sumarið 2007 og trúlofuðust ári síðar.

Lífið

Ákváðu að fjölga sér

Leikkonan Jennifer Garner prýðir forsíðu janúarheftis tímaritsins W og í viðtalinu ræðir hún um hjónaband sitt og leikarans Bens Affleck. „Við vorum saman í ár og svo byrjuðum við bara að fjölga okkur. Við hugsuðum með okkur „eignumst barn!“ og átta dögum síðar...“ sagði leikkonan um barneignir þeirra hjóna.

Lífið

Slasaðist í árekstri

Söngvari hljómsveitarinnar Weezer, Richard Cuomo, slasaðist nokkuð eftir að rúta hljómsveitarinnar rann til á hálkubletti og endaði ofan í skurði. Söngvarinn var fluttur á sjúkrahús eftir að hann hafði kvartað undan verkjum í brjósti og rifbeinum. Eiginkona hans og tveggja ára dóttir voru einnig farþegar í rútunni en sluppu báðar ómeiddar. Hljómsveitin var á leið heim til New York eftir að hafa komið fram á hljómleikum í Toronto í Kanada.

Lífið

Verið inni í skápnum

Leikarinn Rupert Everett hvetur unga, samkynhneigða leikara til að halda sig inni í skápnum. Hinn fimmtugi leikari heldur því fram að það hafi eyðilagt frama hans að koma út úr skápnum því síðan þá hafi hann aðeins fengið aukahlutverk í kvikmyndum og aldrei aðalhlutverkið.

Lífið

Milljón mismunandi manns

Platan Milljón mismunandi manns með tónlistarmanninum Steve Sampling verður fáanleg á Gogoyoko frá og með morgundeginum. Platan er metnaðarfullur rappópus sem fjallar um dag í lífi ónefnds aðila, eiginlega fyrsta íslenska „concept“-platan. Steve fékk íslenska rapplandsliðið – menn eins og Didda Fel, Mezzias MC, Dabba T og Steinar Fjeldsted – til að semja texta og flytja á íslensku á plötunni. Planið er svo að koma verkinu út á CD og vínylplötu eftir kannski einn, tvo mánuði.

Lífið

Wood talar fyrir dansandi mörgæs

Leikstjóri Happy Feet, vinsælu teiknimyndarinnar um hina dansandi mörgæs Mumble, er að undirbúa kvikmynd númer tvö. En ekki hvað. Myndin sló í gegn beggja vegna Atlantshafsins.

Lífið