Frægustu framhjáhöldin 10. desember 2009 05:15 Breski leikarinn Hugh Grant var gómaður með bandarískri vændiskonu árið 1995. Hann var þá í sambandi með fyrirsætunni Elizabeth Hurley. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en endaði þó ekki með skilnaði þeirra Hurley og Grants því þau héldu sambandi sínu áfram í nokkur ár. Fréttir um framhjáhald hins heimfræga kylfings Tiger Woods hafa ratað á forsíður fjölda dagblaða undanfarnar vikur. Fréttirnar vöktu nokkra undrun meðal manna því hingað til hefur ímynd Woods verið nánast fullkomin. Kylfingurinn er þó ekki sá fyrsti frægi sem hefur stigið slíkt feilspor og rifjar Fréttablaðið upp nokkur fræg slík mál.Á bak við tjöldin David Letterman ákvað að viðurkenna framhjáhald sitt í spjallþætti sínum í haust. Þar sat hann og sagði áhorfendum frá því að hann hefði átt í tygjum við samstarfskonu sína í nokkur ár á meðan salurinn hló þvingað að bröndurum spjallþáttakonungsins. Framhjáhaldið kom mörgum á óvart, enda hafði Letterman verið með sömu konunni í mörg ár. Kona Lettermans til margra ára rak hann á dyr en þau eru sögð vera að vinna í sínum málum.Ótrú hvort öðru Jude Law hélt framhjá kærustu sinni, leikkonunni Siennu Miller, með barnfóstrunni. Parið hafði þá verið saman í tvö ár og batt framhjáhaldið enda á samband þeirra. Stuttu síðar tók Miller aftur við Law en sambandið entist stutt og þau ákváðu að fara hvort sína leið. Þrátt fyrir að hafa upplifað sorgina á bak við slík svik lét Miller það ekki stöðva sig í því að taka saman við hinn gifta leikara Balthazar Getty, en hann yfirgaf konu sína og börn til að eyða tíma með Miller.Kærður Körfuboltakappinn Kobe Bryant hélt framhjá konu sinni með nítján ára gamalli stúlku sem kærði hann í kjölfarið fyrir kynferðislegt ofbeldi. Bryant viðurkenndi hliðarspor sitt en neitaði öllum ásökunum um að hafa beitt stúlkuna ofbeldi og keypti demantshring til að bæta eiginkonu sinni skaðann.Ekkert unglamb Ronnie Wood, meðlimur hljómsveitarinnar Rolling Stones, hafði verið giftur Jo Wood í 24 ár þegar hann batt enda á hjónabandið eftir að hafa hlaupist á brott með hinni nítján ára gömlu Ekaterinu. Þau hættu saman fyrr í vikunni eftir að Wood réðst á stúlkuna úti á götu og var handtekinn í kjölfarið.Frægasta hliðarsporið Brad Pitt var giftur leikkonunni Jennifer Aniston þegar hann lék á móti Angelinu Jolie í Mr. and Mrs. Smith. Orðrómur um ástarsamband Pitts og Jolie á að hafa bundið enda á hjónaband hans og Aniston. Stuttu síðar tóku Jolie og Pitt saman. Hann hefur ávallt neitað þessum orðrómi en í nýlegu blaðaviðtali lét Jolie þau orð falla að hún leyfi börnum þeirra að horfa á umrædda kvikmynd því þar hafi foreldrar þeirra orðið ástfangnir. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Fréttir um framhjáhald hins heimfræga kylfings Tiger Woods hafa ratað á forsíður fjölda dagblaða undanfarnar vikur. Fréttirnar vöktu nokkra undrun meðal manna því hingað til hefur ímynd Woods verið nánast fullkomin. Kylfingurinn er þó ekki sá fyrsti frægi sem hefur stigið slíkt feilspor og rifjar Fréttablaðið upp nokkur fræg slík mál.Á bak við tjöldin David Letterman ákvað að viðurkenna framhjáhald sitt í spjallþætti sínum í haust. Þar sat hann og sagði áhorfendum frá því að hann hefði átt í tygjum við samstarfskonu sína í nokkur ár á meðan salurinn hló þvingað að bröndurum spjallþáttakonungsins. Framhjáhaldið kom mörgum á óvart, enda hafði Letterman verið með sömu konunni í mörg ár. Kona Lettermans til margra ára rak hann á dyr en þau eru sögð vera að vinna í sínum málum.Ótrú hvort öðru Jude Law hélt framhjá kærustu sinni, leikkonunni Siennu Miller, með barnfóstrunni. Parið hafði þá verið saman í tvö ár og batt framhjáhaldið enda á samband þeirra. Stuttu síðar tók Miller aftur við Law en sambandið entist stutt og þau ákváðu að fara hvort sína leið. Þrátt fyrir að hafa upplifað sorgina á bak við slík svik lét Miller það ekki stöðva sig í því að taka saman við hinn gifta leikara Balthazar Getty, en hann yfirgaf konu sína og börn til að eyða tíma með Miller.Kærður Körfuboltakappinn Kobe Bryant hélt framhjá konu sinni með nítján ára gamalli stúlku sem kærði hann í kjölfarið fyrir kynferðislegt ofbeldi. Bryant viðurkenndi hliðarspor sitt en neitaði öllum ásökunum um að hafa beitt stúlkuna ofbeldi og keypti demantshring til að bæta eiginkonu sinni skaðann.Ekkert unglamb Ronnie Wood, meðlimur hljómsveitarinnar Rolling Stones, hafði verið giftur Jo Wood í 24 ár þegar hann batt enda á hjónabandið eftir að hafa hlaupist á brott með hinni nítján ára gömlu Ekaterinu. Þau hættu saman fyrr í vikunni eftir að Wood réðst á stúlkuna úti á götu og var handtekinn í kjölfarið.Frægasta hliðarsporið Brad Pitt var giftur leikkonunni Jennifer Aniston þegar hann lék á móti Angelinu Jolie í Mr. and Mrs. Smith. Orðrómur um ástarsamband Pitts og Jolie á að hafa bundið enda á hjónaband hans og Aniston. Stuttu síðar tóku Jolie og Pitt saman. Hann hefur ávallt neitað þessum orðrómi en í nýlegu blaðaviðtali lét Jolie þau orð falla að hún leyfi börnum þeirra að horfa á umrædda kvikmynd því þar hafi foreldrar þeirra orðið ástfangnir.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira