Gefur út bók og heldur tvær ljósmyndasýningar 10. desember 2009 04:30 Fiann Paul ljósmyndari, 29 ára, er arkitekt og leikskólakennari að mennt, en hann hefur einnig kennt bardagalist og leikið í kvikmyndum. Hann gefur nú út sína fyrstu bók, Goðsögnina, og heldur tvær ljósmyndasýningar. Fréttablaðið/Anton Ljósmyndarinn Fiann Paul er pólskur að uppruna, en hefur starfað úti um allan heim. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á árinu, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og á fimmtudag opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu. „Ég á alltaf í erfiðleikum með að segja hvaðan ég er, en ég kenni mig aðallega við Norður-Atlantshafið, Ísland og Grænland,“ segir Fiann Paul. Fiann, sem er 29 ára gamall, er menntaður arkitekt og leikskólakennari, en sneri sér að leiklist og ljósmyndun eftir dvöl sína í Himalajafjöllunum þar sem hann kenndi meðal annars bardagalist. „Ég starfaði fyrir lögregluna á stað sem kallast Litla-Tíbet og kenndi bardagalist. Áður en ég fór þangað keypti ég mína fyrstu filmumyndavél og það var byrjunin á ljósmyndaferlinum,“ útskýrir hann og segist meðal annars hafa fengið innblástur frá því fólki sem þangað kom í trúarlegum tilgangi. Fiann eyddi alls þremur árum í Himalajafjöllunum, en áður starfaði hann meðal annars með börnum í Mexíkó og Afríku með hjálparsamtökunum Chiparamba. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á þessu ári, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og í vikunni opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu með myndum úr bókinni og frá Grænlandi. „Ég sé sjálfur um alla stíliseringu og sit stundum sjálfur fyrir sem karakter á myndunum mínum,“ segir Fiann, en í bókinni sameinast ævintýralegar ljósmyndir úr íslensku landslagi og þroskasaga sem vísar bæði inn á við og aftur í norræna goðafræði. „Bókin er í ævintýrastíl og myndirnar eru ef til vill áhrifameiri en textinn, en sagan fjallar um manneskju sem reynir að ná settum markmiðum og láta drauma sína rætast,“ útskýrir hann. Bókin kemur einnig út á ensku undir nafninu Legend, en íslensk þýðing er í höndum Þorgríms Þráinssonar. Meðfram ljósmynduninni hefur Fiann einnig reynt fyrir sér í kvikmyndaleik. „Ég lék í mynd í Los Angeles sem er nokkurs konar hryllingsmynd og heitir The Beginning of the End. Hún er ekki komin út ennþá svo ég get ekki sagt hvort ég sé stoltur af henni, en ég leik einnig í víkingamynd sem verður tekin upp á landamærum Póllands og Þýskalands á næsta ári og ég er mjög spenntur fyrir henni. Sjálfan langar mig að færa mig út í kvikmyndagerð og einbeita mér að fantasíumyndum sem yrðu teknar upp á Íslandi og Grænlandi,“ segir Fiann, en áhugasömum er bent á heimasíðu hans fiannpaul.com. alma@frettabladid.is Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Ljósmyndarinn Fiann Paul er pólskur að uppruna, en hefur starfað úti um allan heim. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á árinu, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og á fimmtudag opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu. „Ég á alltaf í erfiðleikum með að segja hvaðan ég er, en ég kenni mig aðallega við Norður-Atlantshafið, Ísland og Grænland,“ segir Fiann Paul. Fiann, sem er 29 ára gamall, er menntaður arkitekt og leikskólakennari, en sneri sér að leiklist og ljósmyndun eftir dvöl sína í Himalajafjöllunum þar sem hann kenndi meðal annars bardagalist. „Ég starfaði fyrir lögregluna á stað sem kallast Litla-Tíbet og kenndi bardagalist. Áður en ég fór þangað keypti ég mína fyrstu filmumyndavél og það var byrjunin á ljósmyndaferlinum,“ útskýrir hann og segist meðal annars hafa fengið innblástur frá því fólki sem þangað kom í trúarlegum tilgangi. Fiann eyddi alls þremur árum í Himalajafjöllunum, en áður starfaði hann meðal annars með börnum í Mexíkó og Afríku með hjálparsamtökunum Chiparamba. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á þessu ári, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og í vikunni opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu með myndum úr bókinni og frá Grænlandi. „Ég sé sjálfur um alla stíliseringu og sit stundum sjálfur fyrir sem karakter á myndunum mínum,“ segir Fiann, en í bókinni sameinast ævintýralegar ljósmyndir úr íslensku landslagi og þroskasaga sem vísar bæði inn á við og aftur í norræna goðafræði. „Bókin er í ævintýrastíl og myndirnar eru ef til vill áhrifameiri en textinn, en sagan fjallar um manneskju sem reynir að ná settum markmiðum og láta drauma sína rætast,“ útskýrir hann. Bókin kemur einnig út á ensku undir nafninu Legend, en íslensk þýðing er í höndum Þorgríms Þráinssonar. Meðfram ljósmynduninni hefur Fiann einnig reynt fyrir sér í kvikmyndaleik. „Ég lék í mynd í Los Angeles sem er nokkurs konar hryllingsmynd og heitir The Beginning of the End. Hún er ekki komin út ennþá svo ég get ekki sagt hvort ég sé stoltur af henni, en ég leik einnig í víkingamynd sem verður tekin upp á landamærum Póllands og Þýskalands á næsta ári og ég er mjög spenntur fyrir henni. Sjálfan langar mig að færa mig út í kvikmyndagerð og einbeita mér að fantasíumyndum sem yrðu teknar upp á Íslandi og Grænlandi,“ segir Fiann, en áhugasömum er bent á heimasíðu hans fiannpaul.com. alma@frettabladid.is
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira