Meistaraverk HAM í pípunum 10. desember 2009 05:30 Óttarr Proppé og Sigurjón í HAM. Auk þeirra eru Flosi Þorgeirsson, Sigurður Björn Blöndal og Arnar Geir Ómarsson í bandinu. Jóhann Jóhannsson er svo utanáliggjandi meðlimur. „Goðsagnakennt“ er lýsingarorð sem alltof oft heyrist og er jafnvel slengt á allskonar hundómerkilegt dót. En eigi einhver hljómsveit inni fyrir þessu lýsingarorði er það að sjálfsögðu hin goðsagnakennda hljómsveit HAM. Þessar magnþrungnu risaeðlur hafa skriðið úr greni sínu sirka einu sinni á ári síðustu árin til að spila gamla slagara fyrir stjarfa hjörð aðdáenda. Nú hillir loksins undir „alvöru“ HAM-plötu með nýju efni. „Já, ég myndi segja að nú sé klassísk HAM-plata að verða til. Það hlýtur bara að vera miðað við hvað við höfum verið kreatífir,“ segir Sigurjón Kjartansson. „Þetta verður fyrsta alvöru HAM-platan síðan Buffalo Virgin kom út fyrir tuttugu árum. Við getum kannski kallað Dauður hestur heilsteypt verk þó að það sé samansafn. Svo eru þetta bara læfplötur.“ HAM spilar tvö gigg í ár. Bandið var á Eistnaflugi í sumar og spilar á rokkhátíðinni Reykjavík to Rotterdam í Hollandi 18. desember næstkomandi. „Þetta er stórmerkilegt gigg með einhverjum öðrum íslenskum hljómsveitum sem ég veit ekkert hverjar eru (UMTBS, Benny Crespo’s Gang, Mugison og Bloodgroup - innskot höfundar),“ segir Sigurjón. „Ég fylgist lítið með músík og hef lítið gaman af músík nema minni eigin. Við ætluðum að taka Berlín í leiðinni en það varð að fresta því. Berlínarbúar hafa ekki séð okkur í 21 ár og verða því bara að bíða aðeins lengur. Rotterdambúar eru hreinar meyjar þegar kemur að HAM. Við ætlum að spila mikið af nýja efninu, en þetta er svo sem allt nýtt fyrir þeim. Þetta er ágætt eins og við höfum haft þetta. Við spilum kannski eitthvað aðeins meira ef við gefum út á næsta ári, sem ég get ekki lofað. En ég vildi allavega vilja sjá okkur taka plötuna upp á næsta ári hvort sem við gefum hana út þá eða 2011. Hmmm...? Jú, það er aldrei að vita nema við verðum með meistarastykkið á næsta ári.“ drg@frettabladid.is Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
„Goðsagnakennt“ er lýsingarorð sem alltof oft heyrist og er jafnvel slengt á allskonar hundómerkilegt dót. En eigi einhver hljómsveit inni fyrir þessu lýsingarorði er það að sjálfsögðu hin goðsagnakennda hljómsveit HAM. Þessar magnþrungnu risaeðlur hafa skriðið úr greni sínu sirka einu sinni á ári síðustu árin til að spila gamla slagara fyrir stjarfa hjörð aðdáenda. Nú hillir loksins undir „alvöru“ HAM-plötu með nýju efni. „Já, ég myndi segja að nú sé klassísk HAM-plata að verða til. Það hlýtur bara að vera miðað við hvað við höfum verið kreatífir,“ segir Sigurjón Kjartansson. „Þetta verður fyrsta alvöru HAM-platan síðan Buffalo Virgin kom út fyrir tuttugu árum. Við getum kannski kallað Dauður hestur heilsteypt verk þó að það sé samansafn. Svo eru þetta bara læfplötur.“ HAM spilar tvö gigg í ár. Bandið var á Eistnaflugi í sumar og spilar á rokkhátíðinni Reykjavík to Rotterdam í Hollandi 18. desember næstkomandi. „Þetta er stórmerkilegt gigg með einhverjum öðrum íslenskum hljómsveitum sem ég veit ekkert hverjar eru (UMTBS, Benny Crespo’s Gang, Mugison og Bloodgroup - innskot höfundar),“ segir Sigurjón. „Ég fylgist lítið með músík og hef lítið gaman af músík nema minni eigin. Við ætluðum að taka Berlín í leiðinni en það varð að fresta því. Berlínarbúar hafa ekki séð okkur í 21 ár og verða því bara að bíða aðeins lengur. Rotterdambúar eru hreinar meyjar þegar kemur að HAM. Við ætlum að spila mikið af nýja efninu, en þetta er svo sem allt nýtt fyrir þeim. Þetta er ágætt eins og við höfum haft þetta. Við spilum kannski eitthvað aðeins meira ef við gefum út á næsta ári, sem ég get ekki lofað. En ég vildi allavega vilja sjá okkur taka plötuna upp á næsta ári hvort sem við gefum hana út þá eða 2011. Hmmm...? Jú, það er aldrei að vita nema við verðum með meistarastykkið á næsta ári.“ drg@frettabladid.is
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira