Saga Film kaupir Ódáðahraun Stefáns 10. desember 2009 05:00 Saga Film hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bók Stefáns Mána, Ódáðahraun. Samningurinn er til átján mánaða og því greinilegt að framleiðslufyrirtækið ætlar að setja nokkurn kraft í þetta verkefni. Ragnar Agnarsson mun leikstýra myndinni en Ragnar og Stefán munu að öllum líkindum einnig skrifa handritið. Þetta er þriðja bók Stefáns sem er seld á þennan hátt, ZikZak á réttinn að Skipinu og Svartur á leik ásamt Filmus. „Við skrifuðum undir í dag og erum mjög spenntir, þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum en vonandi verða þau fleiri,“ segir Ragnar í samtali við Fréttablaðið. Ragnar segist fyrst hafa heillast af myndrænum texta Stefáns, söguþráður bókarinnar sé pottþéttur og svo séu persónurnar forvitnilegar. „Aðalpersónan, Óðinn, er alveg ferlega skemmtilegur, karakter sem ákveður níu ára gamall að verða glæpamaður, það er svolítið ný sýn. Svo dregur bókin ekkert undan í lýsingum sínum á ofbeldinu,“ segir Ragnar en ef að líkum lætur verður þetta fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd. „Ég hef verið að gera mikið af auglýsingum og svo er ég nýbúinn að klára eina stuttmynd og er með aðra í vinnslu.“ Stefán Máni var að vonum ánægður með samninginn og var glaður með hversu mikinn kraft Saga Film ætli að setja í myndina. „Það er samið til átján mánaða með möguleika á framlengingu en þeir eru brattir og það væri gaman ef þetta gengi allt saman eftir á þessu tempói,“ segir Stefán. Eins og áður segir eru tvær aðrar kvikmyndir á teikniborðinu hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum eftir bókum Stefáns og rithöfundurinn hefur varla mátt stinga niður penna án þess að kvikmyndafyrirtækin séu kominn í símann. Samlíkingin við Dan Brown, bandaríska metsölurithöfundinn er því einhvern veginn óhjákvæmileg en hann virðist vera í svipuðum sporum. „Ég er miklu gæfulegri en hann, ég er svona Dan Brown með sál,“ segir Stefán og hlær. Og höfundurinn er alveg með það á hreinu hver ætti að leika aðalhlutverkið í myndinni. „Draumurinn er að fá Ólaf Darra. hann er valkostur númer eitt enda myndi hann rúlla þessu upp.“ -freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira
Saga Film hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bók Stefáns Mána, Ódáðahraun. Samningurinn er til átján mánaða og því greinilegt að framleiðslufyrirtækið ætlar að setja nokkurn kraft í þetta verkefni. Ragnar Agnarsson mun leikstýra myndinni en Ragnar og Stefán munu að öllum líkindum einnig skrifa handritið. Þetta er þriðja bók Stefáns sem er seld á þennan hátt, ZikZak á réttinn að Skipinu og Svartur á leik ásamt Filmus. „Við skrifuðum undir í dag og erum mjög spenntir, þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum en vonandi verða þau fleiri,“ segir Ragnar í samtali við Fréttablaðið. Ragnar segist fyrst hafa heillast af myndrænum texta Stefáns, söguþráður bókarinnar sé pottþéttur og svo séu persónurnar forvitnilegar. „Aðalpersónan, Óðinn, er alveg ferlega skemmtilegur, karakter sem ákveður níu ára gamall að verða glæpamaður, það er svolítið ný sýn. Svo dregur bókin ekkert undan í lýsingum sínum á ofbeldinu,“ segir Ragnar en ef að líkum lætur verður þetta fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd. „Ég hef verið að gera mikið af auglýsingum og svo er ég nýbúinn að klára eina stuttmynd og er með aðra í vinnslu.“ Stefán Máni var að vonum ánægður með samninginn og var glaður með hversu mikinn kraft Saga Film ætli að setja í myndina. „Það er samið til átján mánaða með möguleika á framlengingu en þeir eru brattir og það væri gaman ef þetta gengi allt saman eftir á þessu tempói,“ segir Stefán. Eins og áður segir eru tvær aðrar kvikmyndir á teikniborðinu hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum eftir bókum Stefáns og rithöfundurinn hefur varla mátt stinga niður penna án þess að kvikmyndafyrirtækin séu kominn í símann. Samlíkingin við Dan Brown, bandaríska metsölurithöfundinn er því einhvern veginn óhjákvæmileg en hann virðist vera í svipuðum sporum. „Ég er miklu gæfulegri en hann, ég er svona Dan Brown með sál,“ segir Stefán og hlær. Og höfundurinn er alveg með það á hreinu hver ætti að leika aðalhlutverkið í myndinni. „Draumurinn er að fá Ólaf Darra. hann er valkostur númer eitt enda myndi hann rúlla þessu upp.“ -freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira