Saga Film kaupir Ódáðahraun Stefáns 10. desember 2009 05:00 Saga Film hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bók Stefáns Mána, Ódáðahraun. Samningurinn er til átján mánaða og því greinilegt að framleiðslufyrirtækið ætlar að setja nokkurn kraft í þetta verkefni. Ragnar Agnarsson mun leikstýra myndinni en Ragnar og Stefán munu að öllum líkindum einnig skrifa handritið. Þetta er þriðja bók Stefáns sem er seld á þennan hátt, ZikZak á réttinn að Skipinu og Svartur á leik ásamt Filmus. „Við skrifuðum undir í dag og erum mjög spenntir, þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum en vonandi verða þau fleiri,“ segir Ragnar í samtali við Fréttablaðið. Ragnar segist fyrst hafa heillast af myndrænum texta Stefáns, söguþráður bókarinnar sé pottþéttur og svo séu persónurnar forvitnilegar. „Aðalpersónan, Óðinn, er alveg ferlega skemmtilegur, karakter sem ákveður níu ára gamall að verða glæpamaður, það er svolítið ný sýn. Svo dregur bókin ekkert undan í lýsingum sínum á ofbeldinu,“ segir Ragnar en ef að líkum lætur verður þetta fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd. „Ég hef verið að gera mikið af auglýsingum og svo er ég nýbúinn að klára eina stuttmynd og er með aðra í vinnslu.“ Stefán Máni var að vonum ánægður með samninginn og var glaður með hversu mikinn kraft Saga Film ætli að setja í myndina. „Það er samið til átján mánaða með möguleika á framlengingu en þeir eru brattir og það væri gaman ef þetta gengi allt saman eftir á þessu tempói,“ segir Stefán. Eins og áður segir eru tvær aðrar kvikmyndir á teikniborðinu hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum eftir bókum Stefáns og rithöfundurinn hefur varla mátt stinga niður penna án þess að kvikmyndafyrirtækin séu kominn í símann. Samlíkingin við Dan Brown, bandaríska metsölurithöfundinn er því einhvern veginn óhjákvæmileg en hann virðist vera í svipuðum sporum. „Ég er miklu gæfulegri en hann, ég er svona Dan Brown með sál,“ segir Stefán og hlær. Og höfundurinn er alveg með það á hreinu hver ætti að leika aðalhlutverkið í myndinni. „Draumurinn er að fá Ólaf Darra. hann er valkostur númer eitt enda myndi hann rúlla þessu upp.“ -freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Saga Film hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bók Stefáns Mána, Ódáðahraun. Samningurinn er til átján mánaða og því greinilegt að framleiðslufyrirtækið ætlar að setja nokkurn kraft í þetta verkefni. Ragnar Agnarsson mun leikstýra myndinni en Ragnar og Stefán munu að öllum líkindum einnig skrifa handritið. Þetta er þriðja bók Stefáns sem er seld á þennan hátt, ZikZak á réttinn að Skipinu og Svartur á leik ásamt Filmus. „Við skrifuðum undir í dag og erum mjög spenntir, þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum en vonandi verða þau fleiri,“ segir Ragnar í samtali við Fréttablaðið. Ragnar segist fyrst hafa heillast af myndrænum texta Stefáns, söguþráður bókarinnar sé pottþéttur og svo séu persónurnar forvitnilegar. „Aðalpersónan, Óðinn, er alveg ferlega skemmtilegur, karakter sem ákveður níu ára gamall að verða glæpamaður, það er svolítið ný sýn. Svo dregur bókin ekkert undan í lýsingum sínum á ofbeldinu,“ segir Ragnar en ef að líkum lætur verður þetta fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd. „Ég hef verið að gera mikið af auglýsingum og svo er ég nýbúinn að klára eina stuttmynd og er með aðra í vinnslu.“ Stefán Máni var að vonum ánægður með samninginn og var glaður með hversu mikinn kraft Saga Film ætli að setja í myndina. „Það er samið til átján mánaða með möguleika á framlengingu en þeir eru brattir og það væri gaman ef þetta gengi allt saman eftir á þessu tempói,“ segir Stefán. Eins og áður segir eru tvær aðrar kvikmyndir á teikniborðinu hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum eftir bókum Stefáns og rithöfundurinn hefur varla mátt stinga niður penna án þess að kvikmyndafyrirtækin séu kominn í símann. Samlíkingin við Dan Brown, bandaríska metsölurithöfundinn er því einhvern veginn óhjákvæmileg en hann virðist vera í svipuðum sporum. „Ég er miklu gæfulegri en hann, ég er svona Dan Brown með sál,“ segir Stefán og hlær. Og höfundurinn er alveg með það á hreinu hver ætti að leika aðalhlutverkið í myndinni. „Draumurinn er að fá Ólaf Darra. hann er valkostur númer eitt enda myndi hann rúlla þessu upp.“ -freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira