Geitabóndi býður í smakk 10. desember 2009 05:15 Jóhanna B. Þorvaldsdóttir geitabóndi býður fólki upp á að smakka geitamjólkurís í Búrinu á fimmtudaginn. Í versluninni Búrinu við Nóatún, verður gestum boðið upp á að smakka fyrsta íslenska geitamjólkurísinn í dag. Það er Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Borgarbyggð, en hún hefur verið með geitur í ein tuttugu ár og segir þær skemmtileg dýr. „Mig hafði langað í geitur frá því að ég man eftir mér þannig að það fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við búi var að fá mér geitur. Þetta eru yndisleg dýr, þær eru mjög spakar og miklir félagar manns, en þær eiga það til að vera pöróttar og fara ekki alltaf eftir þínu höfði,“ útskýrir Jóhanna og bætir við að ólíkt því sem margir halda þá eru geitur í raun skyldari dádýrum og kúm heldur en kindum. Jóhanna segir íslenska geitastofninn líklega hreinasta geitastofn í Evrópu og það sem gerir íslensku geitina sérstaka er að í mjólkina vantar það prótín sem veldur oftast mjólkuróþoli hjá mönnum og því henti hún vel fyrir þá sem glíma við mjólkuróþol. Jóhanna er með hundrað og fjörutíu geitur á býlinu og segir mikla vinnu fylgja þeim. „Ég er sú eina sem mjólka þær reglulega og vinn úr afurðunum og stundum eru dagarnir einum of stuttir fyrir öll þau verk sem þarf að vinna. Ég mjólka í ís- og ostagerð og svo seljum við auðvitað kjötið líka,“ segir Jóhanna og bætir við að eftirspurnin eftir kjöti hafi aukist til muna undanfarið. „Ég er búin að selja næstum allt kjöt sem ég átti en ég held ég eigi nóg eftir í eina sparimáltíð handa mér og fjölskyldu minni,“ segir hún og hlær. Ísinn sem verður til sölu í Búrinu er framleiddur af Holtsels Hnossi og segir Jóhanna að ísinn sé með eindæmum góður. Einnig er verið að vinna að geitapaté sem verður að öllum líkindum einnig til í versluninni. Jóhanna verður viðstödd í Búrinu í dag á milli klukkan 15.00 og 18.00 þar sem hún leyfir viðskiptavinum að smakka vörurnar. - sm Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Í versluninni Búrinu við Nóatún, verður gestum boðið upp á að smakka fyrsta íslenska geitamjólkurísinn í dag. Það er Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Borgarbyggð, en hún hefur verið með geitur í ein tuttugu ár og segir þær skemmtileg dýr. „Mig hafði langað í geitur frá því að ég man eftir mér þannig að það fyrsta sem ég gerði þegar ég tók við búi var að fá mér geitur. Þetta eru yndisleg dýr, þær eru mjög spakar og miklir félagar manns, en þær eiga það til að vera pöróttar og fara ekki alltaf eftir þínu höfði,“ útskýrir Jóhanna og bætir við að ólíkt því sem margir halda þá eru geitur í raun skyldari dádýrum og kúm heldur en kindum. Jóhanna segir íslenska geitastofninn líklega hreinasta geitastofn í Evrópu og það sem gerir íslensku geitina sérstaka er að í mjólkina vantar það prótín sem veldur oftast mjólkuróþoli hjá mönnum og því henti hún vel fyrir þá sem glíma við mjólkuróþol. Jóhanna er með hundrað og fjörutíu geitur á býlinu og segir mikla vinnu fylgja þeim. „Ég er sú eina sem mjólka þær reglulega og vinn úr afurðunum og stundum eru dagarnir einum of stuttir fyrir öll þau verk sem þarf að vinna. Ég mjólka í ís- og ostagerð og svo seljum við auðvitað kjötið líka,“ segir Jóhanna og bætir við að eftirspurnin eftir kjöti hafi aukist til muna undanfarið. „Ég er búin að selja næstum allt kjöt sem ég átti en ég held ég eigi nóg eftir í eina sparimáltíð handa mér og fjölskyldu minni,“ segir hún og hlær. Ísinn sem verður til sölu í Búrinu er framleiddur af Holtsels Hnossi og segir Jóhanna að ísinn sé með eindæmum góður. Einnig er verið að vinna að geitapaté sem verður að öllum líkindum einnig til í versluninni. Jóhanna verður viðstödd í Búrinu í dag á milli klukkan 15.00 og 18.00 þar sem hún leyfir viðskiptavinum að smakka vörurnar. - sm
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira