Lífið

Vefsíða fyrir konur

Leikkonan Teri Hatcher úr Desperate Housewives ætlar að opna vefsíðuna GetHatched.com sem er ætluð konum. Þar geta konur spjallað við hana á opinskáan hátt um þau vandamál sem þær glíma við í daglegu lífi.

Lífið

Fyrsta sólóplata Gímaldíns í átta ár

Tónlistarmaðurinn Gímaldin og hljómsveit hans halda tónleika á Rosenberg þriðjudaginn 6. apríl. Tilefnið er útgáfa þriðju sólóplötu hans og þeirrar fyrstu í átta ár, Sungið undir radar.

Lífið

Tangó og kirkjusmellir

Fjölbreytileg tónlist eins og argentínskur tangó og barrokktónlist mun hljóma á tónlistardögunum Músík í Mývatnssveit sem haldnir verða í tólfta sinn nú um páskana.

Lífið

Vilja ólmir taka upp plötu

Breska hljómsveitin Arctic Monkeys ætlar að byrja á nýrri plötu um leið og tónleikaferð hennar um Norður-Ameríku lýkur í næsta mánuði. Í stað þess að taka sér frí eftir ferðina vilja meðlimir ólmir byrja að semja lög og taka upp.

Lífið

Hannar flíkur ásamt dóttur sinni

Söngkonan Madonna hefur hannað fatalínu ásamt þrettán ára gamalli dóttur sinni, Lourdes. Línan hefur fengið nafnið Material Girl og í henni er meðal annars að finna gallabuxur, skó og fylgihluti.

Lífið

Hrósa Martin fyrir hreinskilni

Bandarísku samtökin GLAAD sem berjast gegn fordómum gegn samkynhneigðum hafa hrósað popparanum Ricky Martin fyrir að hafa komið út úr skápnum.

Lífið

Illmenni í næstu Bond

Orðrómur er uppi um að Rachel Weisz leiki aðal-illmennið í næstu James Bond-mynd, sem verður sú 23. í röðinni. Weisz yrði ekki fyrsta konan til að taka að sér þetta hlutverk því Sophie Marceau reið á vaðið í myndinni The World Is Not Enough.

Lífið

Lafhræddur við Liam Neeson

Ástralski leikarinn Sam Worthington fer með hlutverk í ævintýramyndinni Clash of the Titans ásamt stórleikurunum Liam Neeson og Ralph Fiennes. Worthington sló rækilega í gegn í kvikmynd James Cameron, Avatar, en þrátt fyrir það segist hann hafa kviðið því mjög að leika á móti Neeson.

Lífið

Katy Perry og Russel með brúðkaup á heilanum

Turtildúfurnar Katy Perry og Russel Brand eru komin með æði fyrir öllu sem tengist brúðkaupum en þau ætla að ganga í það heilaga á næstunni. Russel bað hennar á Indlandi í janúar og síðan þá hafa þau ekki getað hugsað um annað en brúðkaupið.

Lífið

Aniston tekur enga áhættu í fatavali

Jennifer Aniston var gagnrýnd harðlega fyrir fatavalið sitt þegar að hún mætti ljósklædd á frumsýningu The Bounty Hunter í París fyrr í vikunni. Hún ákvað því að taka engar áhættur þegar að myndin var frumsýnd í Berlín í Þýskalandi. Þá klæddist hún fötum í íhaldssamari litum, grárri skyrtu og rjómalitu pilsi.

Lífið

J Lo elskar að horfa á gamanmyndir í bólinu

„Ég elska að horfa á rómantískar gamanmyndir í rúminu,“ segir Jennifer Lopez, í viðtali við AP fréttastofuna, í tilefni af nýjustu mynd hennar. Hún segist gjarnan vilja horfa á myndir í rúminu með sínum heittelskaða. Hann sé hins vegar ekki jafn hrifinn af því en láti það yfir sig ganga.

Lífið

MARS-ROKK: Engin þörf fyrir sæti

Mars-rokk Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja var haldið í Andrew's-leikhúsi á Ásbrú sl. föstudag fyrir 450 gesti. Tvær vinsælustu hljómsveitir landsins, Dikta og Hjálmar, stigu á svið og trylltu lýðinn í orðsins fyllstu merkingu.

Lífið

Ricky Martin kominn út úr skápnum

Söngvarinn Ricky Martin tilkynnti opinberlega í gær að hann væri samkynhneigður. Hann batt þar með enda á áralangar vangaveltur aðdáenda sinna um kynhneigð sína.

Lífið

Sextíu viðburðir á Listahátíð í ár

Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík sem stendur yfir frá 12. maí til 5. júní var kynnt í gær. Við sama tækifæri var opinberuð einkennismynd hátíðarinnar. Listahátíð í Reykjavík er 40 ára um þessar mundir og hafa bækistöðvar hennar verið fluttar í upprunalegt aðsetur hátíðarinnar, hið sögufræga hús Gimli á Bernhöftstorfunni.

Lífið

Pappírsflóð tefur The Charlies

„Þetta er allt að skýrast, við bindum núna vonir við að geta farið út í maí,“ segir Alma Guðmundsdóttir, einn liðsmanna stúlknasveitarinnar The Charlies. Eins og Fréttablaðið greindi frá í nóvember á síðasta ári skrifuðu stúlkurnar undir samning við plötufyrirtækið Hollywood Records sem tilheyrir Disney-samsteypunni en það hefur á sínum snærum stórstjörnur á borð við Miley Cyrus og Jonas Brothers.

Lífið

Flytja Jóhannesarpassíuna

Einsöngvarar úr röðum Kórs Langholtskirkju ásamt Þorbirni Rúnarssyni tenór flytja á föstudaginn langa Jóhannesar­passíuna eftir J.S. Bach. Fluttar verða útleggingar Bachs á píslarsögunni í kórum og aríum. Píslarsaga

Lífið

Plata með Stórsveit

Sálin hans Jóns míns er að undirbúa nýja plötu með dyggri aðstoð Stórsveitar Reykjavíkur. Þessa dagana eru Sálverjar að skoða

Lífið

Mugison í viðtali á nektarstöð

„Þetta er eitt skemmtilegasta viðtal sem ég hef farið í lengi,“ segir Örn Elías Guðmundsson, best þekktur sem Mugison. Hann var í tæplega hálftíma

Lífið

Dáleiðandi Darkness

Fyrsta plata dúettsins The Go-Go Darkness sem heitir einfaldlega The Go-Go Darkness fær góða dóma á frönsku tónlistarsíðunni Rockittothemoon.com.

Lífið

Kylie í herferð gegn krabbameini

Söngkonan Kylie Minogue er fremst í flokki í nýrri herferð gegn brjóstakrabbameini sem hefur verið hleypt af stokkunum undir yfirskriftinni Tíska gegn brjóstakrabbameini.

Lífið

Hobbitinn í vandræðum

Tökum á kvikmyndinni Hobbitanum sem áttu að hefjast í júlí hefur verið frestað þangað til í lok ársins. Framleiðslufyrirtækið MGM á í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur að undanförnu leitað að nýjum hluthöfum til að

Lífið

Tjáir sig um ástina

Leikkonan Drew Barrymore segir að ástarsambandið í nýjustu mynd hennar Whip It endurspegli eigin tilfinningar þegar hún varð fyrst ástfangin.

Lífið

Löggur vilja bjarga Lindsay

Vandræðagemlingurinn Lindsay Lohan er enn og aftur komin í kastljós fjölmiðla. Lögreglumenn í Los Angeles hafa lýst yfir áhyggjum sínum af leikkonunni og nánir vinir Lohan óttast um líf hennar.

Lífið

Cheryl með ljósmyndabók

Söngkonan Cheryl Cole úr stúlknasveitinni Girls Aloud ætlar að gefa út bókina My World í haust þar sem lífshlaup hennar verður rakið í ljósmyndum. Í bókinni verða margar myndir sem hafa aldrei birst áður, þar á meðal af henni og eiginmanni hennar Ashley Cole sem varð nýverið uppvís að framhjáhaldi.

Lífið

Framtíð Regnbogans óviss eftir 30 ár í miðborginni

„Þetta er hús er í gríðarlega góðu standi og það væri sárt að taka ákvörðun um að loka því. Það er ekki ólíklegt og gæti orðið niðurstaðan,“ segir Jón Eiríkur Jóhannsson, rekstrarstjóri kvikmyndahúsa Senu, sem reka Regnbogann.

Lífið

Ross er hundfúll út í Rachel

David Schwimmer og Jennifer Aniston, sem léku elskuhugana Rachel og Ross í sjónvarpsþáttunum Friends, talast ekki við þessa dagana. Ástæðan er sú að Aniston var í viðtali við David Letterman fyrir hálfum mánuði síðan.

Lífið