Tangó og kirkjusmellir 31. mars 2010 04:00 Laufey Sigurðardóttir Argentínskur tangó verður meðal annars leikinn á tónlistardögunum Músík í Mývatnssveit en argentínski tangóinn var nýlega tekinn á heimsminjaskrá UNESCO. fréttablaðið/Anton Fjölbreytileg tónlist eins og argentínskur tangó og barrokktónlist mun hljóma á tónlistardögunum Músík í Mývatnssveit sem haldnir verða í tólfta sinn nú um páskana. Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari hefur umsjón með Músík í Mývatnssveit. Hátíðin er nú haldin í tólfta sinn og hefur Laufey haft veg og vanda af henni frá upphafi. Tvennir tónleikar verða á hátíðinni og eru þeir með allólíku sniði. Fyrri tónleikarnir verða haldnir í Skjólbrekku að kvöldi skírdags klukkan 20. Þar verða fluttir bæði argentínskir tangóar eftir Piazolla og þekkt íslensk dægurlög. „Þetta er önnur áhersla en við erum vön og í fyrsta sinn sem við erum með tangó á efnisskránni,“ segir Laufey þegar hún spurð að því hvort áður hafi verið leikinn tangó á Músík í Mývatnssveit. „Við settum saman tangóhljómsveit að fyrirmynd Piazzolla og erum með kornungan skagfirskan harmónikkuleikara, Jón Þ. Reynisson, í hópnum. Það er óneitanlega annar litur á efnisskránni þegar við erum með harmónikku,“ segir Laufey. Á föstudaginn langa verða tónleikar í Reykjahlíðarkirkju klukkan 21. Þar verður flutt tónlist sem hæfir stund og stað. „Við veljum tónlist sem er miklu hátíðlegri,“ segir Laufey um síðari tónleikana. Flutt verður barrokktónlist eftir Bach og Corelli, og Gissur P. Gissurarson tenór syngur tvo sálma eftir Hallgrím Pétursson. „Við verðum líka með kirkjusmelli eins og Kirkjuaríuna eftir Stradella og Agnus Dei eftir Bizet.“ Laufey segir hátíðina Músík í Mývatnssveit hugsaða sem mótvægi við þá útivistarmöguleika sem í boði eru í Mývatnssveit um páskana en þangað leggur fjöldi manna leið sína um hverja páska meðal annars til að ganga píslargöngu kringum Mývatn á föstudaginn langa. „Tímasetning tónleikanna í Reykjahlíðarkirkju miðast við fólkið sem búið er að ganga kringum vatnið. Það nær að fá sér að borða áður en það kemur á tónleikana.“ Laufey bendir á að tónlistardagarnir séu lóð á vogarskálarnar til að lengja ferðamannatímann. „Ég er svo hrifin af hagvextinum.“ Flytjendur auk Laufeyjar, Jóns og Gissurar, eru Hávarður Tryggvason sem leikur á kontrabassa, Kristinn H. Árnason gítarleikari og Aladár Rácz sem leikur á píanó og orgel. Mest lesið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn Tónlist Bílar og byssuhvellir á Mývatni - Myndband Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Fjölbreytileg tónlist eins og argentínskur tangó og barrokktónlist mun hljóma á tónlistardögunum Músík í Mývatnssveit sem haldnir verða í tólfta sinn nú um páskana. Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari hefur umsjón með Músík í Mývatnssveit. Hátíðin er nú haldin í tólfta sinn og hefur Laufey haft veg og vanda af henni frá upphafi. Tvennir tónleikar verða á hátíðinni og eru þeir með allólíku sniði. Fyrri tónleikarnir verða haldnir í Skjólbrekku að kvöldi skírdags klukkan 20. Þar verða fluttir bæði argentínskir tangóar eftir Piazolla og þekkt íslensk dægurlög. „Þetta er önnur áhersla en við erum vön og í fyrsta sinn sem við erum með tangó á efnisskránni,“ segir Laufey þegar hún spurð að því hvort áður hafi verið leikinn tangó á Músík í Mývatnssveit. „Við settum saman tangóhljómsveit að fyrirmynd Piazzolla og erum með kornungan skagfirskan harmónikkuleikara, Jón Þ. Reynisson, í hópnum. Það er óneitanlega annar litur á efnisskránni þegar við erum með harmónikku,“ segir Laufey. Á föstudaginn langa verða tónleikar í Reykjahlíðarkirkju klukkan 21. Þar verður flutt tónlist sem hæfir stund og stað. „Við veljum tónlist sem er miklu hátíðlegri,“ segir Laufey um síðari tónleikana. Flutt verður barrokktónlist eftir Bach og Corelli, og Gissur P. Gissurarson tenór syngur tvo sálma eftir Hallgrím Pétursson. „Við verðum líka með kirkjusmelli eins og Kirkjuaríuna eftir Stradella og Agnus Dei eftir Bizet.“ Laufey segir hátíðina Músík í Mývatnssveit hugsaða sem mótvægi við þá útivistarmöguleika sem í boði eru í Mývatnssveit um páskana en þangað leggur fjöldi manna leið sína um hverja páska meðal annars til að ganga píslargöngu kringum Mývatn á föstudaginn langa. „Tímasetning tónleikanna í Reykjahlíðarkirkju miðast við fólkið sem búið er að ganga kringum vatnið. Það nær að fá sér að borða áður en það kemur á tónleikana.“ Laufey bendir á að tónlistardagarnir séu lóð á vogarskálarnar til að lengja ferðamannatímann. „Ég er svo hrifin af hagvextinum.“ Flytjendur auk Laufeyjar, Jóns og Gissurar, eru Hávarður Tryggvason sem leikur á kontrabassa, Kristinn H. Árnason gítarleikari og Aladár Rácz sem leikur á píanó og orgel.
Mest lesið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn Tónlist Bílar og byssuhvellir á Mývatni - Myndband Lífið Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið